Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Færsla á tekjustofnum nauðsynleg....

Undanfarin ár hafa sveitarfélögin verið að taka á sig meiri og meir kostnað vegna verkefna sem færst hafa yfir á þau s.s. skólann á sínum tíma.  Mikilvægt er að nægt fé fylgi þessum verkefnum frá ríkinu.  Ójöfnuður er mikill á milli sveitarfélaga og ríkis í tekjuöflum og því er mikilvægt að færa til tekjustofna frá ríki yfir á sveitarfélög svo sveitarfélögin verði sem best til þess fallin að sinna þessum mikilvægu verkefnum sem sveitarfélögin sjá um.


mbl.is Hægt að jafna kostnað sveitarfélaga vegna grunnskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Stígamót eru svo sannarlega vel af þessari viðurkenningu komin.  Þarna er um að ræða óformleg grasrótarsamtök kvenna og starfshættir allir markast af því.  Starfskonur Stígamóa vinna óeigingjarnt starf í þágu kvenna og barna sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi svo eitthvað sé nefnt.  www.stigamot.is  Stígamót hafa barist gegn kynferðisbrotum svo og mansali sem því miður hefur átt sér stað hér á landi. 
mbl.is Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjór og enn meiri snjór

jeppiMín datt í jeppafíling í morgun þegar ég sá snjóinn, skódadúllan mín snarbreyttist í þennan líka flotta jeppa á augabragði.  Mín tók innkeyrsluna með stæl, reykbakkaði út úr stæðinu og lá við að ég æki Steinda mág minn niður síðan var brunað út i skóla.

Þegar ég fór svo á Stokkseyri að kenna þar var ekki búið að moka almennilega við gatnamótin og mín brunaði upp í skafl þar og bang, skódinn gleymdi að hann var jeppi.  Þá kom þrjóskan upp og mín byrjaði að ýta sér fram og aftur, fram og aftur og auðvitað hafði ég þettaLoL  Ég held ég hafi notað daginn í að reyna að finna allar þær torfærur sem ég gat fundið, skrapp heim í mat og náði að parkera nógu vel í snjónum í stæðinu þar þannig að það þurfti smá átak til að losa sig þarCool

Þegar ég svo sótti Hörð á Selfoss áðan fékk ég enn meiri fíling, reyndar var mér skipað þar að fara og fá mér tjöruhreinsir á dekkin svo þau væru ekki svona sleip og það var meira að segja farið með mig svo ég gerði það nú örugglegaCool og halidð ekki að hann sé bara mun betri á eftir,

Já svei mér þá ef ég er ekki bara komin inn á bílasölusíður og skoða jeppaTounge þannig að hver veit nema næst þegar þið sjáið mig, verð ég komin á 40 tommu möddera á svaka jeppaTounge  Nú er bara að biðja um á láta mér opnast tækifæri til þessa

Knús og Guð blessi ykkur

Sædís


Notaleg helgi að baki...

Þá er enn ein helgin liðin, við áttum virkilega góða helgi saman, ég og krakkarnir.  Í gær fórum við Agnes Halla á Jesúkonu stund í kirkjunni.  Yndisleg stund þar sem Maríanna kom og leiddi lofgjörðina, fluttir voru vitnisburðir og svo bara að hittast þessi frábæri hópur.  Í hádeginu fór ég á Krúsina í frábærum félgasskap og fékk mér súpu.  Dagurinn leið rólegur og þægilegur.

Í morgun skellti ég mér á al-anon fund þar sem 9. sporið var á dagskrá.  Alltaf rosa gott að skella sér á fund.  Síðan brunaði ég á bakkann þar sem ég sótti snúlluna mína og við brugðum okkur á samkomu, frábær samkoma, þvílík nærvera Drottins þarna.  Gunna predikaði og það var likt og hún væri að tala beint til mín því það sem hún sagði hitti mig svo gjörsamlegaHeart

Eftir hádegi ákváðum ég og krakkarnir að skella okkur í borgarferð, skauta eða keilu, heimsóknir, versla og fl.  Við byrjuðum á að fara í Kringluna í erindagjröðum, fann mín þá hversu illa svöng ég var orðin enda hafði ekkert borðað allan daginn, þegar ég verð illa svöng, verð ég stundum rosalega pirruð og skapstygg og þá er ekkert sérlega gott að hitta mig.  ÉG veit þetta er ekki gott en hef afsökun Crying Min flýtti sér í gegnum Hagkaup, hafði allt á hornum mér, naut þess ENGAN veginn að skoða föt eða hvað þá skóShocking og það lá við að ég hvæssti á þá sem fyrir mér urðu, ég benti sonum mínum á að þeir skyldu vinsamlegast vera snöggir að finna það sem vantaði svo við gætum farið að fá okkur að borða því þá myndi ég lagast aftur..... úff blóðsykurinn alveg verið fallinn greinilega.  Við völdum því það sem var fljotlegast að fá sér sem var því miður McDonaldsErrm tróðum okkur út af fitumiklum frönskum, sósu og kjúklingaborgara, samt var þetta svo gott, þrátt fyrir óhollustunaCool  Loks var mín orðin södd og sælleg og tilbúin að takast á við að skoða smá á útsölur.  Eitthvað hef ég samt ekki verið nógu vel að mér því ég fann ekkert sem heillaði mig, þ.e.a.s föt eða skór..... og þá er nú mikið að minni ef ég sé ekki eins og eitt skópar í borginni.

Næst skutlaði ég stráknum í skautahöllina, ákvað að leyfa þeim að fá að njóta sín og var þvi ekkert að trana mér með á skautasvellið, minnug þess hversu gríðarleg icequeen ég er Cool enda ekki í rétta uniforminu á skauta eins og í staffaferðinni um áriðTounge 

Við Agnes Halla ákváðum að fara bara í stelpuferð á meðan í búðir.  Hún verslaði sér fyrir afmælispeninginn sinn og ég fyrir vkLoL

Núna er klukkan orðin ansi margt, vinna á morgun og stíft prógramm alla vikuna, svei mér þá ef þetta er ekki bara eins og það á að veraCool 

Guð blessi ykkur

knús og kram

Sædís


Eldist bara vel...

Flottur og virðist bara verða flottari með aldrinum eða er það kannski bara ég sem er að þroskastCool  
mbl.is Brad Pitt afneitar aldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkt lið- góðir leikmenn

Það þarf allt að samverka í svona dæmi.  Manchester United hefur þá eiginleika að hafa frábæra leikmenn og góðan þjálfara.  Það gerir það að verkum að þetta er eitt besta lið í Evrópu í dag og í langan tímaCool  Ég held svei mér að ég þurfi bara að skella mér á góðan leik með þessum snillingum, bera sjálfan Ronaldo augum kannski......
mbl.is Sex mörk og Man.Utd á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegt....

Og það verður áhugavert að sjá hvert framhaldið verður.  

Endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga er mjög nauðsynleg.  Kvótaskerðingin í haust hafði mjög víðferm áhrif á landsbyggðina og líka á afkomu sjómanna því það er jú hægt að líta svo á að þeir hafi orðið fyrir 30% tekjuskerðingu.  Ég var áður búin að blogga um hvað mér finnst um þessar "mótvægisaðgerðir" og sú skoðun hefur ekkert breyst, finnst það til háborinna skammar.


mbl.is Alltaf viss um að þetta væri mannréttindabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningssamgöngur í Árborg.

Föstudaginn 4. janúar s.l. var undirritaður samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Þingvallaleiðar um almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins. Um er að ræða tímamóta ákvörðun sem vænta má að gjörbreyti búsetuskilyrðum í Árborg. 

Þarna er um flott framtak að ræða.  Í stefnuskrá VG fyrir kosningarnar 2006 kom fram áætlun um að koma á samgöngum innan Árborgar.

Á síðu Árborgar kemur þetta fram:  Gera má ráð fyrir að þessi þjónusta hafi í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa utan Selfoss.  T.d. fyrir börn og ungmenni sem sækja fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf á Selfoss og fyrir þá íbúa sem ekki hafa sjálfir bíl til umráða en sækja ýmsa þjónustu á Selfoss.  Þá eru almenningssamgöngur mikilvægur þáttur í því að draga úr umferð bifreiða og leiða þannig til minni mengunar og slits á vegum auk þess sem rekstrarkostnaður bifreiða getur lækkað nokkuð hjá þeim sem nýtt geta strætisvagninn.   Þetta er mikilvægt skref í þá átt að íbúar Árborgar njóti jafnræðis hvar sem þeir búa í sveitarfélaginu og er til þess fallið að styrkja enn frekar samkennd og samstöðu innan þessa unga sveitarfélags (www.arborg.is)

Vonandi að sem flestir nýti sér þessa þjónustu.


Bíð spennt eftir lækkun á morgun....

Fínt að tankurinn sé hálftómur, þá get ég teki bensín á morgun með ögn betri samvisku.  Þeir hljóta jú að lækka bensínið hið snarasta á morgun, eins og þeir eru snöggir að hækka það um leið og einhver hækkun verður á heimsmarkaðiShocking
mbl.is Olíuverð lækkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú flækja....

kassiEnn á ný er frú flækja komin af stað, hún náði að brjótast út í dag.  Alltaf þegar kemur að einhvejru skipulagi þá nær hún að ná yfirhöndinni og setur allt úr skorðum.

Málið er það að í gær var þrettándinn... sem þýðir það að blessuðu jólin eru á enda... sem þýðir það að þá þarf að taka saman allt blessaða jólaskrautiðCrying Ef ég hefði nú skipulagt það betur í fyrra eða bara núna í des..... nei, nú eru kassarnir komnir inn á gólf 21 talsins með mismunandi miklu innihaldi í og ég þarf núna að setja allt skrautið í þá sem gladdi augu mín og barnanna um jólin.  Ekki er neitt gaman að hafa þetta uppi allt árið þannig að ég er sjálfneydd til að ráða fram úr þessari flækju.  Núna stend ég sem sagt frammi fyrír því að þurfa að flokka þessa kassa, taka úr þeim það sem ég mun aldrei nota afturSick Þar flækist málið, ég á svo erfitt með að losa mig við hluti, hvaða nöfnum sem því tekur að nefna, ég tel mig alltaf þurfa ef til vill, hugsanlega, kannski, eflaust  að nota þetta einhvern tímann afturCrying  Þetta er kannski bara æfing í því að sleppa tökunum....   En hvernig á ég að fara að því að raða skynsamlega í 20 kassa, raða rétt og vandlega þegar ég get ekki einu sinni raðað  þokkalega í eitt lítið ferðabox hvað þá meria.Crying  Ef ég þekki minn skipulagshæfileika rétt þá verð ég búin að þessu eftir klukkutíma og allt út um allt í öllum kössunum, gamla draslið neðst og hitt ofan á og nokkrar kúlur brotnarSideways

Núna er ég búin að eyða góðum tíma í að velta mér upp úr þessu í stað þess að takast á við vandann.  ÉG er nú svo sem snillingur í að takast á við vanda og meira að segja að finna nýjan vanda að takast á við núna,  meira um það kannski síðarCool

Anyway best að fara að róta í kössumShocking  Ætti bara að biðja fyrir þessu, fá lausnina og þá verður þetta ekkert málSmile

Guð veri með ykkur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband