Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
6.1.2008 | 00:19
Bara flottastir og bestir:)
Ronaldo og Rooney tryggðu United sigur á Aston Villa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.1.2008 | 23:30
Sveitarpía í borgarferð....
Mín þurfti að skreppa í höfðuborgina í dag með frumburðinn. Þegar því var lokið sem við vorum að sinna saman setti ég hann í hendur föður sins og ætlaði svo sannarlega að notfæra mér það að vera í borginni og börnin hja pabba sínum.
Mér hafði nefnilega skilist að það væru hafnar útsölur í borginniþ Mín brunaði niðri i Kringlu og þegar ég kom þangað hélt ég að ég væri hreinlega að missa af einhverju, eitthvað stórfenglegt hlyti að hafa farið framhjá mér því slík var traffíkin, þarna og bíll við bíl og hvergi stæði að sjá við alla Kringluna. Litla sveitarhjartað lagði nú ekki i þetta og ákvað ég þá bara að kíkja í Smáralind í staðinn. Oh nei þarna var það sama upp á teningnum. Var síðasti dagur verslanna í dag? Átti að fara að loka öllu endanlega og allir að flýta sér að ná einhverju??? úff ég bara skildi þetta ekki, enda ekki vön slíkum mannfjölda hérna á bakkanum, nema ef skildi verða á Jónsmessu.
En stæði fann ég við Smáralind og þar sem ég var nú í alvöru erindagjörðum, annað en allir hinir ákvað ég að skella mér inn, setti mig í stellingar og inn í mannþröngina fór ég. Ég lauk við að skila þessu sem ég var að skila og ákvað þá að láta aðeins freistast og kíkja smá á útsölur Haldið að mín hafi ekki bara séð þessi agalega lekker stígvel á 50 prosent off.... humm allt of gott til að láta það fram hjá sér fara En þá kom nú babb í bátinn, mín hafði gleymt kortinu einhver staðar á Eyrarbakka (líklega Guðsvilji þar á ferð til að bjarga mér) og þá voru nú góð ráð dýr En þá mundi ég eftir því sem var sérhannað fyrir okkur konurnar, Krítarkortið, það var ný kolnað eftir desember og þá var bara að velgja því aðeins Nú þar sem mín er líka búin að minnka smá, varð ég hreinlega að fá mér nýjar gallabuxur og fann svaka fínar buxur í vero moda og top shop Þegar þarna var komið við sögu áttaði ég mig á því að ég var að verða of sein á fund hjá danska, því nú var ekki nein miskunn í gangi, sá danski skyldi aftur í gang eftir mikið át og sukk yfir blessuð jólin
Klukkan að verða 6 og ég átti að mæta klukkan 6. Það er nú ekki langt að fara úr Smáralind niður á Garðatorg. En þegar ég er annars vegar getur það verið mjög langt. Mín brunaði út í myrkrið og rigninguna, tók stefnuna í þá átt sem ég taldi vera rétta og ég get svarið það, ég hef líklega fundið eina malarveginn og ólýsta veginn í Kópavogi. Allt í einu var ég komin á einhvern hestastíg eða ég veti ekki hvert þannig að ég varð að snúa við og finna réttu leiðina til baka. Verst að þarna var ekki riddarinn á hvíta hestinum (bílnum) að leiðbeina mér
Allt tókst þetta á endanum og mín náði á vigtina og viti menn það voru farin 1.7 kg. til viðbótar og í alls eru þá farin 14.9 kg.
En þetta er nú ekki allt, ég skellti mér síðan á samkomu hjá Samhjálp, þegar ég loks fann það húsnæði fann ég líka þetta fina bílastæði og ég voða glöð, lagði bílnum og gekk inn. Svolítlu seinna heyrði ég sagt í kallkerfið að það væri grár skódi sem væri lagt ólöglega fyrir innkeyrslu humm mín ekki alveg að fatta leikreglur borgarinnar, læddist út og færði bílinn svo litið bæri á. En samkoman var yndisleg og mikill kraftur þar á ferð og gaman að hitta svona mikið af vinum sínum.
Já ég hugsa að ég leggi ekki í aðra borgarferð á næstunni eða ekki í brá að minnsta kosti nema kannski þá aðgengilegar leiðir.
Guð gefi ykkur góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2008 | 22:32
Frí að baki, janúar og þorrinn framundan
Jamms allt tekur enda um síðir. Á morgun hefst skólstarf á ný, réttara sagt er starfsdagur á morgun og svo koma krakkarnir hinn daginn. Þetta jólafrí leið mjög hratt en var á sama tíma afar kærkomið og mjög notalegt í alla staði nema ef til vill hefði heilsan mátt vera betri á minni.
Nú er bara kaldur janúar framundan og litið við því að gera nema að taka honum með opnum örumum yfirleitt hafa janúar og febrúar og líka mars verið þeir mánuðir sem mér hafa fundist erfiðastir og þyngstir.
En núna ætla ég að taka þeim með opnum örmum, gera eitthvað dásamlegt á hverjum degi, kannski einhverjum detti nú í hug að bjóða mér í leikhús eða út að borða, hver veit Ég gæti vel hugsað mér að nota gjafakortið sem ég fékk í jólagjöf og fara á snyrtistofu i smá dekur, láta nudda á mér táslurnar og lakka þær voða fínt og fá smá andiltsbað og nudd
ég fer að byrja í bootcampinu aftur og nú skal tekið á því eftir jólin Auk þess sem ég veit að það á að vera jesúkonuhelgi, stórmót í kotinu aftur og svo kannski kemst ég vonandi inn í Þórsmörk á þorra eins og undanfarin tvö ár
Núna hef ég Guð, kirkjuna mína og það samfélag til að stunda, auk alls annars sem ég er í. Það er svo sem nóg að gera í bæjarpólitíkinni alltaf og svo hefst námið mitt á ný á mánudaginn auk þess sem ég er í fullu starfi sem kennari og líka sem móðir 3. barna sem eru í sínum tómstundum og fl. þannig að það er ekki eins og ég hafi ekkert að gera
Ég hef fulla trú á þvi að þessir þrír mánuðir verði bara vel bærilegir og fullt af spennandi hlutum eftir að gerast Hann hefur ákveðnar áætlanir fyrir mig og ég er bara væntandi og spennt fyrir því hvað það er.
Já lífið er bara yndislegt er það ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2008 | 21:44
Mótvægisaðgerðir???????
Þetta er hið versta máli og það sorglega er að víða um land er ástandið mjög slæmt, bara í mínu nágrannasveitarfélagi Ölfusi var eitt fyrirtækið að segja upp nýlega langflestu starfsfólki sínu. Viða um land eru sjávarútvegsfyrirtæki i rekstrarerfiðleikum.
Mótvægisaðgerðir eru að skila afar litlu, virðist vera misheppnuð tilraun við að klóra aðeins yfir þessi mistök að skera kvótann svo mikið niður. Ríkisstjórnin verður að koma með betri aðgerðir til að styðja við bakið á sjávarútveginum þar sem þeir skáru kvótann eins mikið niður sl. haust eins og raun ber vitni.
Uppsagnir á Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 12:41
Þá vantar bara eiginmanninn.....eða...
Eða hvað... hvers vegna á hamingja og vellíðan kvenna að byggjast á því hvort þær séu hamingjusamlega giftar? Eða í sambandi yfir höfuð? Sem fráskilin ung kona líður mér bara yfirhöfuð nokkuð vel og tel að til að maður geti verið hamingjusamur, þurfi maður líka að geta verið hamingjusamur einn. Vissulega eykur það oft ánægju að vera í góðu sambandi. Þarna er lika talað um hjálplegan eiginmann, vissulega er oft gott að fá aðstoð ef maður getur ekki gert hlutinn sjálf, en aðstoðin getur líka komið frá örðum, konur eiga oft góða að s.s mága, feður, vini og fl. sem oft eru tilbúin að rétta hjálparhönd.
Gott vitundarsamband við Guð eins og kemur fram í þessari rannsókn hefur mjög góð áhrif á líðan og góð trúariðkun getur komið í stað svo margs, þess vegna er greinilega mikilvægara skv. þessari könnun að vera í góðu andlegu vitundarsambandi við Guð en í veraldlegu sambandi.
Vissulega er gott samband það sem flestir þrá, eiga félaga sem hægt er að eyða ævinni með, eiga sálufélaga til að gera marga skemmtilega hluti með. Við manneskjurnar erum skapaðar félgasverur þannig að eðlilega sækjum við í félagsskap hjá hvort öðru. En við megum ekki hengja okkur svo á aðra manneskju að það valdi þunglyndi eða hvað eina sé sú manneskja ekki til staðar.
Trúariðkun og hjálplegur eiginmaður draga úr streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2008 | 13:09
Hjartanlega sammála honum.
Þetta eru orð að sönnu á hjá biskup okkar Íslendinga. Við verðum að standa vörð um þjóðararfinn okkar. Við höfum verið mikil bókmenntaþjóð í gegnum árin en það er að breytast, lestrarvenjur eru að breytast til muna og það er ekki bara skólans að halda uppi lestri, heldur þurfa heimilin einnig að taka þátt í þessu líka. Lesskilningur skv. PISA er ábótavant hjá okkur Íslendingum og það þarf að bæta það. Það gerist ekki nema með auknum lestri á margvíslegu efni og bókmenntum.
Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)