Þá vantar bara eiginmanninn.....eða...

carrier womanEða hvað...  hvers vegna á hamingja og vellíðan kvenna að byggjast á því hvort þær séu hamingjusamlega giftar? Eða í sambandi yfir höfuð?  Sem fráskilin ung kona líður mér bara yfirhöfuð nokkuð vel og tel að til að maður geti verið hamingjusamur, þurfi maður líka að geta verið hamingjusamur einn.   Vissulega eykur það oft ánægju  að vera í góðu sambandi.  Þarna er lika talað um hjálplegan eiginmann, vissulega er oft gott að fá aðstoð ef maður getur ekki gert hlutinn sjálf, en aðstoðin getur líka komið frá örðum, konur eiga oft góða að s.s mága, feður, vini og fl. sem oft eru tilbúin að rétta hjálparhönd.

Gott vitundarsamband við Guð eins og kemur fram í þessari rannsókn hefur mjög góð áhrif á líðan og góð trúariðkun getur komið í stað svo margs, þess vegna er greinilega mikilvægara skv. þessari könnun að vera í góðu andlegu vitundarsambandi við Guð en í veraldlegu sambandi.

Vissulega er gott samband það sem flestir þrá, eiga félaga sem hægt er að eyða ævinni með, eiga sálufélaga til að gera marga skemmtilega hluti með.  Við manneskjurnar erum skapaðar félgasverur þannig að eðlilega sækjum við í félagsskap hjá hvort öðru.  En við megum ekki hengja okkur svo á aðra manneskju að það valdi þunglyndi eða hvað eina sé sú manneskja ekki til staðar. 

 


mbl.is Trúariðkun og hjálplegur eiginmaður draga úr streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessari frétt er greint frá niðurstöðum kannana sem sýna fram á að konur sem eru hamingjusamlega giftar eru almennt hamingjusamari en aðrar. Finnst þú vera að misskilja þetta sem svo að þannig eigi allir að lifa, en það stendur hvergi að einhleypar konur geti ekki verið jafn hamingjusamar og aðrar.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Nei skildi það alveg þannig líka, smá hugrennignar hjá mér út frá þessum rannsóknum

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Skemmtilegar hugrenningar. Ég man eftir einhverri gamalli könnun sem sagði að karlar fúnkeruðu best ef þeir væru giftir og konur ef þær væru ekki giftar og mér fannst það alltaf mjög trúverðugt. Veit ekki alveg hvað hefur breyst. Kannski er lykilorðið ,,hjálplegur" þótt mér finnist það reyndar svolítið gildishlaðið: Á karlmaðurinn að ,,hjálpa" konunni við uppvaskið eða ,,hjálpa" henni að passa börnin þeirra? Sem sagt að fá hrós fyrir að gera það sem er allt eins í hans verkahring en hennar.

Alla vega þá eru vinkonur mínar flestar sjálfstæðar og hamingjusamar. Ég er ein af fáum undantekningum enda kynnir minn heittelskaði sig enn sem fyrsta eiginmann minn (eftir 33 ára sambúð). Vinur hans sem trúir á gamaldags verkaskiptingu kynjanna bankaði einhvern tíma uppá hjá okkur og spurði hvort bóndinn væri heima og ef ekki hvort hann yrði heima í kvöld. Ég sagði að það hlyti að vera, því hann væri alla vega ekki búinn að biðja mig um að passa börnin fyrir sig! 

(Eflaust hefur eiginmaðurinn orðið ærulaus í hesthúsunum, sem er aðalkjaftavettvangur sveitarinnar okkar, en honum fannst þetta líka fyndið :-).  

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.1.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjög gott hjá þér Anna.  Alltaf asnalegt þegar sagt er  hann/hún er heima að passa. Fólk á jú börnin saman.  Ég er sátt að vera vel gift en veit að ég mundi líka plumma mig vel ein.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já svo góður punktur hja þér Anna, hvernig hjálplegan eiginmann er verið að ræða, eru ekki heimilisverkin upp á´báða aðila komin?  Hvers vegna er þá ekki gerð könnun á líðan manna sem eiga hjálpsamar eiginkonu???? furðulegt viðhorf.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband