Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Gott vor framundan

Já það er svo sannarlega vor í lofti og góðir tímar framundan nái þessi málefni fram að ganga.  VG samþykkti í dag kosningaráherslur fyrir komandi kosningar.  Það er mikilvægt að flokkurinn nái góðri kosningu til að ná fram breytingum sem eru mikilvægar bæði fyrir fólk og náttúru þessa lands.  Það var mikill einhugur í fundarmönnum í dag er þetta var samþykkt og nú er bara að leggjast á eitt og halda áfram góðri vinnu.  Nýjar skoðanarkannanir gefa góða von og þá er bara að bretta upp ermarnar og leggjast á eitt og láta þetta verða að veruleika í maí.  Þjóðin á skilið breytingar.
mbl.is VG vill veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg forysta

Það voru mikil fagnaðarlæti á landsfundinum í dag þegar Steingrímur var endurkjörinn formaður VG og Katrín Jakobsdóttir var endurkjörin varaformaður.  Sóley Tómasdóttir var kjörin ritari og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin ritari.  Á morgun kemur í ljós hverjir voru kosnir í meðstjórn.  Þetta er stórglæsileg forysta.  Það voru sannarlega góðar umræður sem fóru fram í dag um íslenskt atvinnulíf og möguleika á því sviði.


mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott ræða hjá Steingrími

Það var synd að missa af setningarathöfn landsþings VG í dag en ég mæti á morgun og sunnudaginn og hlakka mikið til.  Ég er samt búin að lesa það sem Steingrímur sagði og finnst þetta frábær ræða hjá honum eins og svo oft áður enda mikill skörungur þarna á ferð.  Það er alveg hárrétt sem hann kemur inn á þarna með það að fella verði ríkisstjórnina og koma að góðri vinstri stjórn.  Enda er þörfin á breytingum orðin gríðarleg og löngu tímabær.
mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámið stöðvað

,,Radisson SAS hótelið í Reykjavík hefur ákveðið að synja ráðstefnu netklámframleiðenda um gistingu. Bændasamtökin sendu frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú upp úr hádeginu! Í yfirlýsingu frá samtökunum segir: "Með þessu vilja Bændasamtökin lýsa vanþóknun sinni á starfsemi þeirri sem ofangreindur hópur tengist. Hótelið hefur ekki farið varhluta af sterkum viðbrögðum almennings undanfarna daga og í fyrradag lýstu borgaryfirvöld þennan hóp óvelkominn í Reykjavík."

 

Barátta íslenskra femínista, eindrægni borgarstjórnar og ekki síst hávær og skýr rödd Vinstri grænna hefur leitt til þessarar stórkostlegu niðurstöðu. Við tölum einum rómi gegn klámvæðingu og kynbundnu ofbeldi.,,  (sjá www.vg.is)

Þetta eru frábærar fréttir og vonandi bara að ekkert annað hótel taki þennan hóp að sér.


Ekki að spyrja að þessum snillingum:)

Já þeir eru svo sannarlega að standa sig þessir meistarar.  Flottur sigur í á Lille 1:0  Giggs klikkar ekki frekar en fyrri daginn.  Svo er bara að halda áframTounge
mbl.is Manchester United vann í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing.

Í mars nk. mun koma hingað til lands hópur fólks er tilheyrir klámiðnaðinum til að halda þing hér á landi.  Ég tel áskorun Stígamóta réttmæta,  þ.e að skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir þetta klámþing. Skv 210. gr. hegningarlaga er klám bannað á Íslandi, þar með talið að búa til klám.  Klám hefur farið vaxandi ef svo má að orði komast, það er varla hægt að kveikja á sjónvarpi, flétta blöðum eða skoða netið án þess að það flæði ekki yfir allt.  Kvenfyrirlitningin sem felst svo í þessu öllu er gríðaleg. Ekki það að það séu ekki karlar líka í klámi og er það jafn alvarlegt. 

 Er þetta sem við viljum hafa fyrir börnin okkar. Er það ekki á okkar ábyrgð að vernda þau og byggja upp viðeigandi umhverfi fyrir þau.  Ég tel því mikilvægt að stjórnvöld sýni ábyrgð og góða fyrirmynd og stöðvi þessa kaupstefnu.  Þótt ekki væri nema þá til að framfylgja 210.gr. hegningarlaganna.


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með góða og sigurstranglega lista VG

Þetta eru sannarlega góðir og sigurstranlegir listar sem þarna eru lagðir fram í Reykjavíkurkjördæmunum svo og Suðvesturlandi.  Til hamingju með þáSmile   Nú er bara að halda áfram góðu og markvissu starfi um allt land til að ná góðri kosningu í vor.  Því það er sannarlega kominn tími á breytingu í Stjórnarráðinu.
mbl.is Framboðslistar VG á höfuðborgarsvæðinu samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á bætt kjör kennara

Ég tel að staða okkar kennara sé orðin mjög slæm, mikilvægt er fyrir launanefnd sveitarfélaga að átta sig á stöðunni strax og gera eitthvað í málunum.  Ég veit að það vill engin lenda í þeirri aðstöðu sem kom upp haustið 2004 þegar verkfallið langa skall á og var svo klippt á það með þvingunarúrræðum ríkisvaldsins.  Sem nota bene hefur haft sveitarfélögin í fjárhagslegu svelti í mörg ár.  Mikilvægt er að leiðrétta þennan mismun svo sveitarfélögin geti staðið við sínar skuldbindingar og staðið undir þeim kröfum sem þeim ber í skólamálum, kröfum sem ríkisvaldið setur á þau.

Laun kennara hafa undanfarin ár dregist mjög svo aftur úr, þessu verður að breyta svo að skólahald geti blómstrað sem skyldi.  Það er ekki út af neinu að kennarar séu að leita í önnur störf og hætta kennslu.  Ef við viljum halda góðu fólki í stéttinni verður að leiðrétta þenna mikla launamun.

 


mbl.is Þögul mótmælastaða kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð skilaboð fyrir VG

Jæja ef þetta verða niðurstöður á kjördag verð ég mjög glöð og sæl.  En við verðum samt að vera vakandi þvi þetta er könnun, ekki talning úr kjörkössum þannig að við megum ekki slaka á heldur vinna markvisst áfram til að þetta fylgi skili sér úr kjörkössunum fyrir VG.  Ég tel að Steingrímur eigi eftir að standa sig vel sem forsætisráðherra.  Höldum áfram góðri vinnu og komum VG í meirihluta í næstu kosningumSmile

 Í dag er líka fundur í Árnesi um virkjanamál og er mikilvægt fyrir alla að mæta þar og fylgjast með því sem þar fer fram.

Megið þið eiga góðan og notalegan sunnudag.

knús SædísCool


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum

Það sló mig illilega frétt í blöðunum um daginn um að hæstiréttur hafi mildað dóm fyrir kynferðisafbrot.  Þetta er vitaskuld fáranlegt og algjörlega út í hött.  Hvar eru þessi menn staddir? Eru þeir í fílabeinsturni eða er þeim yfir höfuð alveg sama um sálarlíf ungra barna sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.  Það er eins og það sem ekki snýst um peninga skipti litlu sem engu máli.  ÉG get orðið svo reið þegar ég les og sé svona fréttir.  Það verður eitthvað að gera í þessum málum, eitthvað hlýtur að vera hægt að gera.

Annað sem er líka alvarlegur hlutur og verður að taka á er kynbundið ofbeldi. Alvarlegt kynbundið ofbeldi er staðreynd á Íslandi. Hundruð kvenna og stúlkna eru fórnarlömb kynferðisofbeldis á ári hverju og fjöldi kvenna og barna lifir við hræðslu, kúgun, óöryggi, hótanir og ofbeldi á heimilinu sem, undir eðlilegum kringumstæðum, á að vera griðastaður. 

Á síðunni hugsandi.is birtist mjög góð grein eftir Þórhall Guðmundsson um ofbeldi sem ég læt fylgja hér með:

"Umræðan um kynbundið ofbeldi hefur farið fram í fjölmiðlum og á Alþingi. Flestir sem ljáð hafa máls á þessu meini eru á því að það aukist á milli ára og verði sífellt alvarlegra. Kynbundið ofbeldi felur í sér líkamlegt, kynferðislegt og sálrænt ofbeldi innan fjölskyldunnar og í þjóðfélaginu almennt, svo sem kúgun, barsmíðar, ofbeldi tengt heimanmundi, nauðgun í hjónabandi, limlestingu á kynfærum kvenna, misnotkun kvenna í gróðaskyni, mansal og þvingun til vændis, kynferðislega áreitni og hótanir á vinnustað og í menntastofnunum svo dæmi séu nefnd.

Kynferðisbrot, og kynbundið ofbeldi almennt, brýtur gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi þolenda sem eru í flestum tilvikum konur og börn. Íslenska ríkið á aðild að fjölda mannréttindasamninga og yfirlýsinga er snerta kynferðisbrot, má þar nefna mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948, samning Sameinuðu þjóðanna frá 1979 um afnám allrar mismununar gagnvart konum, samning um réttindi barnsins frá 1982 auk viðauka við hann um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám frá 2000, samninga um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá 1966 og loks samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum eða annarri grimmilegri og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 1984. Einnig má nefna yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum, sem samþykkt var á 85. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, almennar athugasemdir nefndar um afnám mismununar gagnvart konum nr. 19 og framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna frá árinu 1995 (Pekingáætlunina). Þá ber að nefna mannréttindasáttmála Evrópu og félagsmálasáttmála Evrópu en Evrópuráðið hefur á síðustu árum lagt áherslu á nauðsyn sérstakra aðgerða til að sporna gegn ofbeldi gagnvart konum. Sérstaklega er vakin athygli á tilmælum þings Evrópuráðsins nr. 1582 frá 20021 og tilmælum nr. 1681 frá 20042.

Ofbeldið sem hér um ræðir er margvíslegt, allt frá andlegu ofbeldi þar sem karlmaður neyðir konu til að fremja einhvern verknað eða athöfn og lætur í ljós skína með athöfnum eða orðum að annars fylgi einhverskonar refsing í kjölfarið og til þeirra glæpa sem dómskerfið lítur harðari augum eins og nauðgana, ofbeldisverka, misþyrminga á kynfærum, barnaníðs og því að halda einhverjum föngnum gegn vilja sínum.

Erfitt er með vissu að segja til um umfang kynbundis ofbeldis á Íslandi í dag, þar sem mörg málanna komast ekki til kasta lögreglu. Þó virðast vísbendingar beinast í þá átt að vandinn sé mikill og fari vaxandi á milli ára ef eitthvað er.
Ef rýnt er í skýrslu Stígamóta3 fyrir árið 2005 kemur í ljós að alls komu 543 konur í viðtöl við ráðgjafa Stígamóta. Sem ver 9,2% aukning frá árinu áður. Verður það að teljast mikil aukning á einungis einu ári.

Ef litið er á á stöðu heimsókna til Stígamóta eða í Kvennaathvarfið þá blasa þessar tölur við4:

Tafla sem sýnir ástæður þess að leitað var til Stígamóta



Áhugavert er að lesa að ,, konur hafa leitað hjálpar vegna klámnotkunar sambýlismanna þeirra sem hefur misboðið þeim á ýmsa vegu. Aðrar hafa orðið fyrir því að teknar hafi verið myndir af þeim í kynlífsathöfnum með eða án þeirra vilja og þeim síðan dreift eða konunum hótað að þeim verði dreift.”5 Þá kemur fram í skýrslunni að vændi sé vaxandi á Íslandi. 9 ný mál komi upp 2005, auk þess sem unnið er áfram í 10 gömlum málum. Þá liggi vændi oft undir hjá öðrum þolendum ofbeldis, til dæmis þeim sem lengi hafa verið í mikilli áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu og komi ekki fram fyrr en eftir margra mánaðar viðtalsmeðferð. Samkvæmt tölunum frá Stígamótum eru þó flestir sem leita til þeirra, fórnarlömb sifjaspella eða nauðgana, eða alls 87,30%.
Tölulegar upplýsingar sem koma frá Stígamótum eru þó ekki allur sannleikurinn, heldur einungis tölur yfir þá einstaklinga sem leitað hafa til Stígamóta eða í Kvennaathvarfið. Og þótt að þær tölur séu sláandi og sýni mikinn vanda og aukningu hans á milli ára þá batnar heildarmyndinn ekki þegar önnur gögn eru dregin fram sem viðbót.,,

 

Ef eitthvað á að geta breyst í þessum málum verður dómskerfið að bregðast við, það er ekki hægt að horfa upp á hvern dóminn á fætur öðrum segja það svona nokkurn veginn að þetta skipti engu máli og sé ekkert merkilegt.  Til að konur geti og þori að koma fram og kæra verknað verður að vera tekið mark á þeim og þeim sinnt sem skyldi.  Ég veit það að í 1. sæti á lista VG i Suðurkjördæmi er maður sem virkilega hefur barist fyrir málstað þessum og lagt sig allan fram í að sækja mál kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi.  Atli Gíslason lögmaður er baráttumaður gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi og fyrir kvenfrelsi.

 

Jæja þá er ég aðeins búin að rasa út i kvöld

Njótið helgarinnar 

knús Sædís 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband