Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Valdahroki ráðamanna

Ingibjörg sýnir enn og aftur valdahroka sinn með þessum ummælum.  Mótmælendur eru víst fulltrúar þessarar þjóðar líkt og aðrir landsmenn.

Vissulega er ekki rétt að skemma eigur hótelsins eða stöðvar tvö en fólk er búið að fá nóg og það fyrir löngu.  Það eru búin að vera friðsamleg mótmæli í margar vikur en ráðamenn hlusta ekki. Kannski er það bara þetta sem þarf til að Ingibjörg og Geir sjái að við Íslendingar erum búin að fá nóg fyrir langa löngu.

Það var líka áhugavert að fylgjast með Valgerði í Kryddsíldinni, hún var greinilega nokkuð stressuð og má hún það vel, því hún á stóran þátt í þessu ástandi sem nú er í þjóðfélaginu.  Hún ætti að mínu mati að fara að fordæmi Guðna og segja af sér þingmennsku.

Vonandi ber nýtt ár eitthvað gott í skauti sér

Gleðilegt ár


mbl.is Beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Ég vil óska ættingjum, vinum og þeim sem lesa þetta blogg gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, megi Guð færa blessun inn í líf ykkar á nýju ári

 jólakveðja Sædís


Skemmtileg kosningaauglýsing árið 2003 hjá Sjálfstæðismönnum.....

Sá þetta á blogginu hjá Agli http://eyjan.is/silfuregils/2008/12/20/skemmtileg-kosningaauglysing-anno-2003/

 

ótrúlegt alveg hvað þetta á vel við i dag, nema á annan hátt.....


Gerðu þá eitthvað í því Ingibjörg

Til dæmis gæti fyrsta skrefið í því að svara kalli samfélagsins á breytingar verið að boða til kosningar strax í vor.
mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að í þessu landi okkar????

Maður vissulega hugsar um það hvað sé að í okkar landi. 

Fólk stofnar fyrirtæki, skuldsetur það eins hátt og hægt er, fyrirtækið fer á hausinn, skuldirnar lenda á öðrum, þeir sem stofnuðu fyrirtækið bera enga ábyrgð, eru skuldlausir og kaupa fyrirtækið aftur þegar það er búið að hreinsa af því gömlu skuldirnar þannig að þá er hægt að hefja leikinn á nýDevil

Er ekki kominn tími til í þessu viðskiptalifi hér á landi að þeir sem koma sér í skuldir axli sjálfir ábyrgð á sínum skuldum.

 Ekki að hinn almenni borgari þurfi alltaf að borga brúsann líkt og er að gerast með bankahruninu og útrásarliðinu.


mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar tillögur VG

Það voru góðar tillögur sem voru samþykktar á flokksráðsfundi VG í dag.  Það er afar mikilvægt að hugað sé að stöðu sveitarfélaga í þessu efnahagsástandi sem nú er.  Sveitarfélög gegna lykilhlutverki i endurmótun samfélagsins og því er afar mikilvægt að hlúið sé vel að sveitarfélögum og meira fjármagni sé veitt til þeirra.
mbl.is Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fólk sem býr fyrir utan höfuðborgarsvæðið?

Eða er Morgunblaðið kannski bara að hugsa um 101 og þar um kring??????
mbl.is Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak hjá Femínistafélaginu

Þetta er virkilega vel orðað bréf hjá Femínistafélaginu.   Vonandi að það hreyfi við þeim sem það fá sent til sín.

það er mikilvægt að fara að endurskoða dóma og "dómsleysi" í þjóðfélaginu.  Það er mikilvægt fyrir þolanda að vita að hann geti treyst dómsvaldinu fyrir sínu máli.  Það er ekki alltaf auðvelt skref fyrir fórnarlamb kynferðisofbeldis að fara og kæra, slíkt krefst kjarks.


mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þessi könnun kemur mér ekki á óvart.  Það gefur augaleið að sú hugmyndafræði og stefna sem hefur ráðum ríkjum hér síðasta áratuginn og lengur hefur ekki verið að ganga upp.  Græðgishugmyndafræði kapitalismans hefur gert það að verkum að nú munu næstu kynslóðir sitja uppi með milljarðaskuldir

VG hefur talað gegn þessari stefnu og gagnrýnt þessa hugmyndafræði.  Nú er það að skila árangri, fólk vill breytingar, það vill að það sé virt og það vill að það sé komið fram við það að heiðarleika.

Ríkisstjórnin verður að fara að axla ábyrgð og það gerir hún meðal annars að fylgja vilja fólksins og boða til kosninga í vor.

Við búum í lýðræðis þjóðfélagi, eða höfum talið okkur búa í því hingað til þess vegna á að kjósa.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband