Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fermingardagur.

Já þá er runninn upp stóri dagurinn hjá elsta syni mínumSmile  Það er fallget veður og ég er sannfærð um að þessi dagur verði fagur í alla staði.  Þeir eru tveir frændurnir að fermast.  Við systur tvær erum að ferma elsta og yngsta barnið okkarCool orðnar voða spenntar.

Elsku Jóhannes og Sindri innilega til hamingju með daginn.


Mikilvæg áskorun

Það er vonandi að ráðherra iðnaðar fari eftir þessari áskorun og láti Landsvirkjun ekki í té virkjanaleyfi í neðri hluta Þjórsár. 

Hættan á að Landsvirkjun beiti eignarnámi er mjög mikil og er því mikilvægt að Samfylkingin stöðvi þetta.

það yrði sorglegt að sjá þetta fallega svæði verða tekið undir virkjanir. 


mbl.is Sól á Suðurlandi skora á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

sumarGleðilegt sumar kæru vinir og takk fyrir veturinn.


Hvers vegna þarf nekt eða hálfnekt í þessum keppnum?

Ég er nú ekkert sérlega hlynnt þessum fegurðarsamkeppnum, tel að fegurðin komi innan frá og að persónuleiki og hæfileikar fólk byggist ekki á fallegum líkama eða útliti.

En ég var að velta því fyrir mér hvers vegna það þurfi alltaf þessa hálfnekt í þessum keppnum, ef verið er að keppa um fegurð, hvers vegna er þá ekki nóg að koma fram í kjólum eða öðrum fatnaði.  Annars hefði maður haldið að þessar keppnir væru orðnar barn síns tíma með breyttu hugarfari og viðhorfum fólks í dag.


mbl.is Norðlensk fegurð krýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn og feitar konur

Ja  hérna, alltaf  heyrir maður eitthvað nýtt, ég var að lesa bloggið hennar Helgu Völu http://eyjan.is/helgavala/2008/04/18/gisli-marteinn-og-feitar-konur/ þar sem hún segir frá fundi sem Gísli Marteinn  mun  hafa verið staddur á fundi með rúmlega hundrað manns, til að ræða um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Mislæg gatnamót og gangnamunna.

Einhver var að viðra áhyggjur sínar af ljótum gangnamunnum við gatnamótin.

Þá á Gísli Marteinn  að hafa sagt - þótt akfeit kona sé sett á háa hæla... er hún samt sem áður ljót!!!!

Mér finnst þetta afar óviðeigandi ummæli af manni sem er í þeirri stöðu sem hann er í, líka bara af hverjum sem er má segja.


I'm a live.....

Já bara svo þið vitið þá er ég lífi þrátt fyrir bloggleti undanfarnar vikurCool  Það er bara búið að vera svo mikið að gerast í mínu lífi auk þess sem tölvan mín er í verkfalli.  Ég er búin að vera að læra á nýja starfið, sinna börnum og heimili, mikið að gera í félagsstörfum sem er bara skemmtilegt, auk þess sem ég er í svo mikilli sjálfsræktarvinnuCool Minni datt það bara í hug enn og aftur að skella sér í sporin 12 og er ég á fullu í því  fyrsta,  frábær vinna sem gefur manni svo svo svo mikið.  Mér finnst að 12 spora kerfið eigi að vera inni á aðalnámskráSmile Lífið gæti ekki verið betra. Jú reyndar mætti bíllinn minn og tölvan vera aðeins betri, bílnum mínum datt það í hug síðasta föstudag að ákveða að nú væri kominn tími á smá vesen og hitaði sig í botn í miðjum ÞrengslumCrying ég sem þoli ekki bilaða bíla, mín komst að kaffistofunni og heim, síðan tók vandamálapakki mánðarins, ég sem er í fyrsta sporinu sem er að greina vanmátt og stjórnleysi þannig að ég hafði nóg að skrifa um.  Bílnum var ekki batnað daginn eftir eins og ég hafði verið að vona þannig að það var ekki um annað að ræða en að fara með hann á verkstæði, þar fékk ég  það í gegn að hann  yrði tekinn en, to treCool Nota sjarmann skiluru.... en þetta var tímareim, vatnslás og Guð má vita hvað, það er nefnilega líklega hægt að telja mér alla skapaða hluti í trú með bíla, hvort sem það varðar dekk eða vélarShocking Ég fékk að vita það um daginn að dekkin sem ég hélt að væru heilsársdekk eins og mér var sagt eru SUMARDEKK, er það þá nokkur furða að ég hafi verið eins og belja á svelli í allan vetur og föst hér og þar (þótt vissulega hafi það nú verið voða gaman að fá hjálp frá hinum og þessum myndarmönnumCool) En nú er komið sumar þannig að ég ætti að geta notast við þessi dekk þá en líklega fæ ég mér samt nagla næsta vetur.

Annars er það ferming um næstu helgi, stráksi orðinn smá spenntur og mín enn spenntari, er í yngingarmeðferð þessa dagana því það er eitthvað svo stórt skref að fara að ferma.  Fór í bótox og magastrekkingu í dag og svo eru það neglur, tátog,  rass og lærameðferð á morgun, og hinn er það vax og brunkumeðferðLoL hahah nei segi svona en það verður að minnsta kosti strípur, klipping og litun og plokkun.  Geri einnig fastlega ráð fyrir því að ég splæsi eins og í eina fermingarskó (fyrir mig þ.e.a.s hann er búinn að fá sína) jú og kannski eins og einn kjól líka og kannski smá glingur. 

Jæja Guð blessi ykkur

knús knús Sædís

Jamm og já


Tökum þetta upp hér á landi.

Ég tel þessa ákvörðun Norðmanna afar góða og tel að íslensk stjórnvöld ættu einnig að grípa til þessara aðgerða.

 


mbl.is Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRÁBÆRT

Mjög þörf ábending hjá ungu VG, mikilvægt að benda ráðamönnum á að það þurfa allir að leggjast á eitt og spara.
mbl.is Sendu ráðherrum leiðbeiningar með hraðpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi ætla stjórnvöld að skella skollaeyrum við ástandinu?

Nú er um nokkuð liðið frá því að almenningur fór loks að láta í sér heyra varðandi ástandið.

Hvenær ætla yfirvöld að láta til sín taka og gera eitthvað i stöðunni?  Skuldir heimilanna hafa aukist gríðarlega bara t.d nú um sl. mánaðarmót, sú kjarbót sem átti sér stað fyrir nokkrum vikum er horfin, vextir hækka, verðbólga eykst, bensínverð hækkar, vöruverð hækkar, það hækkar allt.

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra verða að fara að vakna af sínum þyrnirósarsvefni og átta sig á því að staðan er mjg alvarleg, það er ekki hægt að humma þetta lengur fram af sér, það þarf að fara að hugsa um almenning og fólkið í landinu, ekki bara fyrirtækin, þótt það sé vissulega mikilvægt að þau nái að dafna svo fólk hafi atvinnu.  Heldur verður að koma til móts við hinn almenna launþega þannig að fólk nái að eiga ofan i sig og á.


mbl.is Buðu lögreglu upp á kaffi og vöfflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband