Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kosningasigur Vinstri grænna

Það er  nokkuð ljóst að þjóðin vill vinstri stjórn, vinstri velferðarstjórn er það sem fólk vill. Nýfrjálshyggjan er fallin og er það enn ljósara eftir hrun Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í gær.Vg er sá flokkur sem bætir hvað mest við sig á milli kosninga og mun þá teljast sigurvegari þessa kosninga. Bætum við okkur 52% atkvæða milli kosninga og 5 þingmönnum.Samfylkingin er að bæta við sig 11% atkvæða milli kosninga og eru ekki að ná sínum fyrri styrk frá 2003. Vinstri græn eiga 5 nýja stjórnarþingmenn en Samfylkingin aðeins tvo. 
mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kjósum heiðarleika, velferð, réttlæti; réttlátt samfélag sem byggir á jafnrétti, félagshyggju og náttúruvernd xV

Í dag göngum við að kjörborðinu

Í dag höfum við tækifæri til að koma að öflugri velferðarstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Í dag höfum við tækifæri til að kjósa um heiðarleika, velferð, réttlæti; réttlátt samfélag sem byggir á jafnrétti, félagshyggju og náttúruvernd.

Með þvi að kjósa Vg erum við að velja heiðarleika, velferð, réttlæti, umhverfisvernd, félagshyggju.

kjósum VG- setjum x við V


mbl.is Kjörfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir afþökkuðu milljónastyrki

Skv. frétt á dv.is

Segið svo að allir séu eins.......

 

hér er fréttin:

 

Vinstri grænir afþökkuðu styrki upp á milljónir úr Landsbankanum því það var vinnuregla hjá flokknum að taka ekki við hærri styrkjum en 300 þúsund krónum. Mynd DV.

Föstudagur 24. apríl 2009 kl 13:15

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag.

Vinstri grænir afþökkuðu milljónastyrki frá gamla Landsbankanum á árunum fyrir bankahrunið, samkvæmt heimildum DV, meðal annars fyir þingkosningarnar 2007. Heimildarmaður DV innan gamla Landsbankans segir að Vinstri grænir hafi þegið styrki frá Landsbankanum upp á 300 þúsund krónur en ekki hærri upphæðir. Hann segir að það virðist hafa verið verklagsregla hjá flokknum að þiggja ekki hærri upphæðir.

Samkvæmt heimildarmanni DV stóð Vinstri grænum til boða að fá mun hærri styrki, upp á milljónir króna, en þeir sóttust ekki eftir því. ,,Vinstri grænir fengu styrk en þeir höfðu bara sínar vinnureglur. Einhver úr flokknum hringdi og óskaði eftir styrk upp á 300 þúsund en ekki meira. Og það var ekkert flóknara en það," segir heimildarmaðurinn.

Hann segir að oft á tíðum hafi stjórnmálamennirnir hringt beint í bankastjóra Landsbankans til að biðja þá um styrki vegna prófkjara í þing- og sveitastjórnarkosningum. Styrkir við einstaka stjórnmálamenn frá Landsbankanum voru á bilinu 200 þúsund til einnar milljónar króna en stjórnmálaflokkarnir fengu allt að fimm milljónum. Svo var beygt frá þessari vinnureglu í ,,styrkjakerfi" bankans í árslok 2006 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25 milljóna króna styrk frá Landsbankanum, segir heimildarmaðurinn.


Siðleysi Guðlaugs á sér engin takmörk....

Ég er sannfærð um það að þorra Íslendinga finnst 2 milljónir vera ágætis upphæð.....

  "Miðað við það umhverfi sem var þá þóttu þetta ekki háar upphæðir,“ sagði Guðlaugur í þættinum."

Mér finnst þetta há upphæð, ég er sannfærð um að manneskja á örorkubótum, atvinnuleysisbótum, manneskja sem vinnur skv. lágmarks taxta eða bara manneskja á meðallaunum.

Ef einhverjum finnst þetta í lagi þá væri fróðlegt að heyra frá honum.

Þetta lítur vissulega út sem mútur.


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska

upprisan

Megið þið eiga notalega stund í faðmi ættinga og vina í dag:) Guð blessi ykkur


Mútur og spilling

Manni verður óglatt af því að  heyra af þessu máli öllu saman  svo vægt sé til orða tekið.  Halda Sjálfstæðismenn að við Íslendingar séum svo miklir asnar og fífl að við kaupum þessar útskýringar?

Fjáröflun fyrir flokkinn?????? Fjáröflun er í mínum huga það þegar t.d gengið er á milli manna með bauk og hver og einn leggur smávegis að mörkunum, eða það er landssöfnun í sjónvarpinu fyrir einhverjum hjálpartækjum eða fyrir langveik börn svo dæmi sé tekið.

Það er augljóst að það er mikil spilling í gangi þarna og maðkur í mysunni,  REI málið, Geysir green energy hringir það ekki bjöllum hjá fólki?

Ef Geir á að vera ábyrgur fyrir þessu þá hlýtur varaformaðurinn líka hún Þorgerður Katrín að vera ábyrg, gjaldkeri, ritari og stjórnin öll.

Axlið ábyrgð, ekki hengja bakara fyrir smið eins og svo algengt er hjá ykkur.

 


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fékk FL Group í staðinn?

eða Landsbankinn?

Og nú á að reyna að klóra yfir skítinn og greiða þetta til baka, en það var búið að taka við þessum styrk og ef þetta hefði ekki komist upp og í fjölmiðla þá hefði þetta ekki verið endurgreitt.

Ég vona að fólk beri gæfu til þess að kjósa rétt þann 25. apríl með því að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og losa þjóðina þar með við þann flokk sem hefur vaðið í spillingu og flokksgæðingshætti undanfarin 18 ár.


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry, svekktir og sárir....

...finnst mér vera orð sem lýsa Sjálfstæðismönnum best þessa dagana, þeir eru gramir og hundfúlir yfir því að fá ekki að stjórna öllu lengur.  Að sjá Birgir Ármannsson í Kastljósi í gær að fara yfir á límingunum í viðtali á móti Atla Gíslasyni var kostulegt, maðurinn var svo gramur og fullur af brestum að hann átti eiginlega bágt.

Sjálfstæðismenn eru greinilega hræddir við lýðræðið, þ.e að almenningur í landinu fái að koma að stjórnarskránni með stjórnlagaþingi.

Þeir eru augljóslega hræddir við að það verði nú loks farið að grafa upp enn meiri spillingu.

Það sem að ríkisstjórnin er að gera er að fylgja því sem almenningur vill, almenningur vill breytingar. Það voru þær kröfur sem heyrðust hvað hæðst þegar bankahrunið og lýðræðishrunið átti sér stað í haust.


mbl.is Vilja taka önnur mál framfyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband