Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Aðeins ein kona í stjórninni

Forstjóraskipti eiga sér stað í Glitni, hvað ætli sá nýji fái mikinn kaupaukabónus og allt sem þessu fylgirCool en það er svo sem í góðu lagi að menn fái góð laun. Þeir mættu þá kannski líka koma til móts við okkur sem borgum vexti og önnur gjöld með því að lækka það.

  Það sem ég rak hins vegar augun í er að það er einungis ein kona í 7 manna stjórn.  Frekar ójöfn kynjahlutföll þarna á ferðinni.  Það þarf enginn að segja mér það, að af þeim sem koma til greina til að sitja í stjórn Glitnis sé einungis ein kona, hlutföllin á milli kynja ættu að geta verið jafnari.


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn oft sár

Það er aðdáunarvert að mínu mati að Þorsteinn Njálsson læknir hafi komið hreint framt í þessu máli.  Það er nokkuð ljóst að verktakafyrirtækið þolir ekki sannleikann í þessu máli.
mbl.is Impregilo mótmælir vinnubrögðum og ásökunum læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit vonandi á gott sumar:)

 

Það væri óskandi að sumarið yrði svona heitt.  Ég veit fátt betra en að liggja í sólbaði í mikilli sól og hitaTounge Og þá er ég líka að meina hér Sunnanlands.


mbl.is Hitinn í 23°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta merki sumarsins....

Ég er búin að eiga frábæran dag so far so good.  Byrjaði á að kíkja í kaffispjall hjá sigrúnu vinkonu og fór svo í sund og ég meira að segja SYNTICool  Fór síðan í súpufund á kosningaskrifstofu VG i Árborg og þar voru Atli, Jón Hjartar og Árni borgarfulltrúi með erindi.  Mjög skemmtilegur og góður fundur.  Síðan héldum við í Þingborg þar sem Sól á Suðurlandi var með fund um virkjanarmál í Þjórsá.  Atli stóð sig rosalega vel þar og átti salinn greinilega á köflum.  Hann sýndi það þarna að VG verður að komast í ríkisstjórn til að taka við taumunum af þessum óráðsíu......

Þar sem veðrið er svona rosa gott ákvað ég að fara í garðvinnu þegar heim var komið, ætlaði í blómaval að ná mér í garðverkfæri til að brúka í þessari vinnu en var svo "heppin" að það var búið að loka þannig að ég get ekkert gert fyrr en á morgun. Þegar ég sat svo við að blogga og lesa blogg heyri í hér í kringum mig mjög kunnuglegt og sumarlegt hljóð, mjög hávært suðCrying  Það er greinilega að koma sumar.  Ég fór mjög varfærnislega af stað, því mér er MJÖG illa við þessar stóru hlussur.  Er mikill náttúru og dýraverndunarsinni en býflugur, randaflugur og hvað þessi suðandi kvikindi heita öll eiga ekki skjólstað hjá mér.  Þegar ég kem inn i þvottahús sé ég lika þessa stærðarinnar skeppnu í glugganum, ég flýti mér að loka hurðinni.  Var að spá í að hringja í mömmu og biðja hana að koma að bjarga mérShocking (hún hefur gert það áður) en ákvað núna að sýna hörku, beið smá stund fór svo vopnuð inn aftur en sem betur fer þurfti ég ekki að beita afli því hún varð greinilega hræddari við mig því hún flaug út um gluggannCool og mín ekki lengi að loka honum.  Guð veit hvenær hann verður opnaður aftur...... ætli sé til svona flugnafælninámskeið?  Svona sjáflstyrkingarnaámskeið gagnvart stórum suðandi boltum.

En fundurinn var rosalega góður og á honum kom fram að allir flokkar lýstu vilja til að hætta við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Þjórsá á fundi á Selfossi í dag, nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem segir ekki hægt að tala um virkjanaframkvæmdir ef ekki sé komin kaupandi að orkunni.  (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item152407/)

Jæja eigið góða helgi

knús Sædís


Það vantar úrræði fyrir unga afbrotamenn

Það er nokkuð ljóst að Stuðlar eru sprungnir.  Það vantar úrræði þá bæði pláss og meðferð fyrir unga krakka sem eru lent í afbortum.  Það að loka 15 ára ungling á Litla- Hrauni er ekki kannski besta lausnin þrátt fyrir að þar starfi afar gott fólk.  Meðferðarúrræði fyrir unga afbrotamenn verður að finna. 
mbl.is Segir Stuðla plásslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðandi spurning

 

Vg er svo sannarlega að bæta við sig frá síðustu kosningum og það er mjög gleðilegt.  Ég vildi samt sjá VG og Samfó ná meria fylgi samanlagt til að hægt væri að mynda hér tveggja flokka vinstri stjórn.

það er samt eitt sem mér finnst skrýtin aðferðafræði í þessum könnunum en það er hversu leiðandi loka spurningin er.  Spurt var:  Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhver hinna flokkanna?

Hvort er líklegra að þú kjósir tiltekinn flokk eða einhver hinna????? skrýtið að spyrja svona.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagur

Þá er enn ein vinnuvikan að baki.  Föstudagar eru alltaf svoldið spes og ákveðin stemmnig sem fylgir þeim i vinnunni.  Stína í eldhúsinu hefur t.d  þann sið að baka fyrir okkur köku á þessum dögum, það er farið í búðina og verslað inn fyrir helgina, tiltekt og margt annað skemmtilegt.  Ég fór einitt í Bónus áðan og verslaði inn fyrir helgina, það er reyndar pabbahelgi þannig að maður verslar eitthvað minna inn þá.  Reyndar er ég með matarboð í kvöld þannig að ég verslaði í það.

Núna sit ég á kosningarskrifstofu VG í Selinu á Selfossi.  Í dag eru 15 dagar í kosningar.  Það er mikilvægt að í þessum kosningum náist góður sigur vinstri manna.  Hér þarf að komast á góð velferðarstjórn sem hefur að auki umhverfismál að leiðarljósi.  Uppbygging landsbyggðarinnar er mjög mikilvæg og má ekki bara horfa á álver og virkjanaframkvæmdir í því ljósi. Það eru miklir möguleikar í stöðunni sem hægt er að nýta.  Ég vil t.d ekki sjá perlur vestfjarða lagðar undir olíuhreinsunarstöð eða álver.

Blómlegar byggðir eiga ríkan þátt í að þjóðinni vegni vel. Frumkvæði einstaklinga og sköpunarkraftur þarf að njóta sín. Sköpum hagstæðari rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Byggjum upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og eflum samkeppnissjóði. Eflum sveitarfélögin með auknum tekjum á undan nýjum verkefnum. Bætum samgöngur, komum á strandsiglingum og tryggjum nútíma fjarskipti í dreifðum byggðum. Þannig leggjum við grunn að nýjum tímum í atvinnu- og byggðaþróun (www.vg.is)

Í þessum skrifuðum orðum horfi ég út á fótboltavöll þar sem krakkar eru við æfingar, þetta eru þau sem munu erfa landið.  Okkur ber að hugsa um það á eins góðan hátt og mögulegt er, það má ekki spilla þessari náttúruauðlind sem við eigum.

Kjósum því VG á kjördag.


Skiljanlega

Og hún er svo sannarlega ekki ein um það
mbl.is Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

71% telur ójöfnuð hafa aukist í þjóðfélaginu

Ójöfnuður á ekki að líðast og að 71% þjóðarinnar telji hann hafa aukist sl. 4 ár er líka skelfilega há tala.  Ég sjálf er á þessari skoðun að ójöfnuður hafi aukist gríðarlega, bilið milli þeirra sem ríkir eru og fátækir hefur aukist mjög mikið.  Fólk á ekki að þurfa að búa við fátækt, það þarf að snúa blaðinu við og koma betur til móts við þá sem minnst mega sín.  Lægstu laun verða að hækka og skattur á þau laun verður að lækka.  VG hefur kynnt mjög góða og markvissa aðgerðaráætlun gegn fátækt http://www.vg.is/stefna/fataekt/

Með því að kjósa vg er verið að kjósa gegn ójöfnuði.


mbl.is Fólk telur ójöfnuð meiri nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar þetta????

Hver er kostnaður okkar íbúa þessa lands við þetta?  Er þetta nauðsynlegt á friðartímum?  Hvað með varnarsamninginn við Bandaríkin, átti hann ekki að duga?????
mbl.is Skrifað undir samkomulag við Norðmenn um varnarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband