Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Mjög gott framtak VG

Eftir 17 daga rennur út frestur íslenskra stjórnvalda til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem íslenska fiskveiðistjórnarkerfið er gagnrýnt fyrir að brjóta gegn jafnræðis- og sanngirniskröfum alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

 Það er því afar mikilvægt að brugðist verði við og það á réttan hátt.  Í áraraðir hefur verið brotið á réttindum margra og því kominn tími til að leiðrétta þessi brot.  Því eru tillögur Vinstri grænna afar tímabærar og góðar og vonandi að tillaga VG nái í gegn.  Þessar tillögur eru ekki ólíkar þeim hugmyndum sem Samfylkingin hefur haft á sinni stefnuskrá og því ætti ekki að vera erfitt fyrir hana að samþykkja hana.  Hins vegar getur orðið erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að samþykkja þetta og því spurning um hversu lengi þessi stjórn á að hanga saman, þar sem ósamstaða er í fleiri málum s.s. hrefnuveiðum.

Á heimasíðu Vg má finna ferkari upplýsingar um þessa tillögu:        

 http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/3389

.


mbl.is VG vilja breyta lögum um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15 ára stúdentsafmæli...

Vá hvað tíminn líður hratt, finnst eins og ég sé nýbúin að setja upp hvíta kollinn.  Í dag eru hins vegar orðin 15 ár frá því að  sú athöfn varCool

Annars var ég að koma af öðru frábæru reunion, við vorum að hittast bakkaskvísurnar sem erum  fæddar á árunum 1971-1974, rosa stuð, mikið hlegið og rifjað upp.  Takk fyrir frábært kvöld stelpurTounge


Vor í Árborg

Í dag er síðasti dagur hátíðarinnar Vor í Ároborg.  Þessi frábæra menningar- og listahátíð hefur staðið yfir frá því 8. maí síðastliðinn.  Hátðíðin hefur öll verið með glæsibrag og hafa margir lagt hönd á plóg til að allt gangi upp. Margir viðburðir hafa verið í gangi og hafa bæði ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.   Bæjarstjórn og lista- og menningarnefnd eiga hrós skilið fyrir þetta frábæra framtak í ár.


Sunnudagur.....

Þetta er bara búin að vera hin ágætasta helgi.  Krakkarnir fóru að vísu í burtu i gær í Borgarfjörð í brúðkaup hjá pabba sínum og Brynhildi þannig að mín var bara ein i kotinu.  Það hefur aldrei verið vandamál hjá mér að nota tímann vel og má segja að hver einasta mínúta frá því að ég vaknaði og fram eftir nóttu,.....Shocking

Annars var í gær síðasta jesúkonusamkoma vetrarins, frábær samvera með frábærum konum,  gott að hittast alltaf.  Sðíðan fór ég að lesa með trúnaðarkonu minni í bókinni góðu og fór svo á aðalfund í kirkjunni, þannig að það má segja að ég hafi verið afar andleg í gærTounge  Um kvöldið borðuðum við Sigrún saman og skelltum okkur svo á fund, nokkuð góður fundur bara þannig að mín var virkilega andlega nærð.   Þannig að seinna um kvöldið ákváðum við að skoða mannlífið og úrvalið (fyrir mig skoCool)og kíktum í einn latte á krúsinni. Nei segi svona, fínt að hafa lífið eins og það er í dag, einfalt og gottWhistling  Það var trúbador á krúsinni sem var voða skemmtilegt nema hvað hávaðinn var þvílíkur, furðulegt á svona litlum stað að fólk þurfi að hrópa og kalla til að geta talað saman, flott að hafa tónlist en má hún ekki vera aðeins lægra stilltCrying eða er ég að eldastErrm 

Í morgun hóf ég svo daginn á fundi, var að leiða 3. sporið.  Frábær fundur og svo mögnuð samkoma á eftir.  Eftir hana skellti mín sér bara í Blómaval, því nú var komð að því að taka upp grænu fingurna. Ég fæ samt hnút í magann við að hugsa um illgrésið sem ég þarf að hreinsa og garðinn minn sem er of stór fyrir mig að skipuleggja, ég með minn flókna haus og skipulagsflælni oft á tíðumCrying Það er kannski bara málið að fá einn garðyrkjumann til landsins, svona eins og þær eru með í aðþrengdum eiginkonumLoL Þá gæti ég setið á pallinnum, með óáfengan koketeil í glasi, í sólstól og slakað áCool  Eftir að hafa ígrundað þetta í smá stund inni í Blómaval, sá ég að það gengi líklega ekki upp, ég yrði líklega að gera þetta sjálfWoundering  Hófst þá leitin að sterkasta illgrésieitri sem til var í búðinni (samt einhverju umhverfisvænu)  Þótt ég elski náttúruna þá er það svo að ég á rosa erfitt með að einbeita mér að því að hreinsa beð og reita arfaShocking  Ég fann þarna eitthvað og dreif mig þá heim.   Fór reyndar fyrst í afmæli hjá síungu systur minni henni Addý, þáði þar frábærar veitingar eins og henni einni er lagiðTounge gleymdi aðhaldinu um stund (viljandi reyndar) En með garðaátakinu verð ég nú ekki lengi að brenna þessuLoL

Þá var komið að því, nú skyldi halda út i garð, arfaeitri búin að vopni réðist ég á beðin og stráði yfir og nú er bara að vona að beðin verði fín og sælleg í sumarLoL

Indæl helgi að baki og frábær vika framundanSmile

Guð blessi ykkur


Er maður barn 23 ára???

Þetta er ákaflega furðuleg ákvörðun hjá Akranesbæ að mínu mati.  Vissulega er það mjög gott að sporna eigi við unglingdrykkju og látum.  En að banna 22 ára gömlum einstakling að koma á tjaldsvæðið og tjalda þykir mér afar fráleitt.  Margir eru komnir með sínar eigin fjölskyldur 21 - 23 ára gamlir og að ætla banna ungu fóki t.d barnafólki að fara á þessa hátið er furðulegt.  Ég var t.d sjálf komin með tvö börn þegar ég var 23 ára, ekki hefði ég farið að biðja foreldra mína um að koma með mér í útilegu svo ég fengi að tjalda á tjaldsvæði.  Ekki það að ég vilji ekki ferðast með þeim, heldur er það kannski meira prinsipp mál að fá að fara á þá staði sem maður langar til að fara á.

En gott mál að ætla að koma í veg fyir unglingadrykkju og því sem að henni fylgir, aldurinn samt furðuleg ákvörðun.  Frekar að horfa á aldurinn 15- 20 ára og yngra.


mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook og bloggleti

Það er ekki hægt að segja að ég sé búin að vera eitthvað stórtæk á blogginu sl. vikur.  Það er eitthvað svo mikið búið að vera að gera líka, s.s fermingin, Londonferðin, vinnan og félagsmálin.  Allt er þetta bara gaman.  Ég á nú eftir að setja myndir inn frá London, fyrst þurfa þær að fara í ritskoðun hjá þeim Sigrúnu og Guðbjörgu Helgu áður en ég fæ leyfi til að setja þær hér innLoL

Ein er sú síða sem er hinn mesti tíma- og svefnþjófur en að er facebook.com, hún er frekar vinsæl þessa dagana hjá ungum sem öldnum.  þar er hægt að taka hin margbreytilegustu próf,  allt frá persónuleikaprófum, prófum í hver og þessi karakter úr þáttum og tónlistarheiminum þú ert og hvers konar karlmönnum þú heillast af.  Mínar niðurstöður koma mér sífellt á óvartCool

Annars er lífið bara sweet and nice þessa dagana, ég er svona að spá í sumarið, hvert eigi að fara í útilegur og göngur, langar að fara Fimmvörðuháls og svo margt fleira.  Einhver sem er til í að koma með Tounge.  Svo verður maður nú að taka fram tjaldvagninn og fara nokkrar ferðir á honumCool Spurning um að taka smá tíma í að æfa sig að bakka með hann, svo ég þurfi ekki að handsnúa honum líkt og í fyrrasumarShocking  Það er bara vonandi að við fáum gott sumar.

Jæja Guð gefi ykkur fagra drauma og góða nótt.


Stöndum saman gegn virkjun við Bitru.

Það er hreint glaprlæði að fara af stað með virkjun á þessu fallega svæði.  Bæði hvað varðar umhverfisspillingu og eyðileggingu á fallegu umhverfi og útivistarsvæði.  Einnig og síðast en ekki síst heldur vegna þeirrar hættu á mengun sem af henni stafar.

Ég ætla rétt að vona að bæjarstjórn Ölfuss hafni þessum áformum.


mbl.is NSS leggjast gegn áformum um Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart....

Ég get nú ekki sagt að ég sé neitt hissa á þessum niðurstöðum miðað við við stöðuna i borginni eins og hún er búin að vera síðustu mánuði.  Það besta væri ef hægt væri að kjósa bara aftur og þá gætu Vinstri grænir og samfylking myndað meirihluta og þá væru Reykvíkingar í góðum málum.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpuferd til London

Tad er buid ad vera alveg frabaert hja okkur vinkonunum i London, vid erum bunar ad gera alla  mogulega og omogulega hluti her sem ekki verdur faert her a bladWink  Vedrid hefur  leikid vid okkur, Kalli, Beta og Andrew toku rosa vel a moti okkur i te a fostudaginn tegar vid kiktum vid i hollinaTounge  I dag vorum vid i Notting Hill a afar serstokum markadi sem hafdi tann eiginleika ad okkur langadi ekki ad kaupa neitt tar.  Vid vorum reyndar ad vonast eftir ad sja Hugh Grant i bokabudinni sinni en okkur vard ekki ad osk okkar.  Held vid seum bunar ad skoda alla stadi sem  haegt er ad skoda her og meira til, enda erum vid komnar a stja fyrir allar aldir a morgnanna og erum ad fram a nottCool

tetta er buid ad vera frabaer og altjodleg ferd i alla stadiKissing, lestarkerfid her er hrein snilld og maturinn og budirnar frabaertCool

knus fra London

Saedis, Sigrun og Helga


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband