Sveitarpía í borgarferð....

bíllMín þurfti að skreppa í höfðuborgina í dag með frumburðinn.  Þegar því var lokið sem við vorum að sinna saman setti ég hann í hendur föður sins og ætlaði svo sannarlega að notfæra mér það að vera í borginni og börnin hja pabba sínumCool.

Mér hafði nefnilega skilist að það væru hafnar útsölur í borginniþ   Mín brunaði niðri i Kringlu og þegar ég kom þangað hélt ég að ég væri hreinlega að missa af einhverju, eitthvað stórfenglegt hlyti að hafa farið framhjá mér því slík var traffíkin,  þarna og bíll við bíl og hvergi stæði að sjá við alla KringlunaShocking.  Litla sveitarhjartað lagði nú ekki i þetta og ákvað ég þá bara að kíkja í Smáralind í staðinn.  Oh nei þarna var það sama upp á teningnum.  Var síðasti dagur verslanna í dag?  Átti að fara að loka öllu endanlega og allir að flýta sér að ná einhverju??? úff ég bara skildi þetta ekki, enda ekki vön slíkum mannfjölda hérna á bakkanum, nema ef skildi verða á JónsmessuGasp.

En stæði fann ég  við Smáralind og þar sem ég var nú í alvöru erindagjörðum, annað en allir hinirTounge ákvað ég að skella mér inn, setti mig í stellingar og inn í mannþröngina fór ég.  Ég lauk við að skila þessu sem ég var að skila og ákvað þá að láta aðeins freistast og kíkja smá á útsölurCool  Haldið að mín hafi ekki bara séð þessi agalega lekker stígvel á 50 prosent off.... humm allt of gott til að láta það fram hjá sér faraWhistling  En þá kom nú babb í bátinn, mín hafði gleymt kortinu einhver staðar á Eyrarbakka (líklega Guðsvilji þar á ferð til að bjarga mér) og þá voru nú góð ráð dýrSick  En þá mundi ég eftir því sem var sérhannað fyrir okkur konurnar, Krítarkortið, það var ný kolnað eftir desember og þá var bara að velgja því aðeinsCool   Nú þar sem mín er líka búin að minnka smá, varð ég hreinlega að fá mér nýjar gallabuxur og fann svaka fínar buxur í vero moda og top shopCool  Þegar þarna var komið við sögu áttaði ég mig á því að ég var að verða of sein á fund hjá danska, því nú var ekki nein miskunn í gangi, sá danski skyldi aftur í gang eftir mikið át og sukk yfir blessuð jólinCrying

Klukkan að verða 6 og ég átti að mæta klukkan 6.  Það er nú ekki langt að fara úr Smáralind niður á Garðatorg.  En þegar ég er annars vegar getur það verið mjög langt.  Mín brunaði út í myrkrið og rigninguna, tók stefnuna í þá átt sem ég taldi vera rétta og ég get svarið það, ég hef líklega fundið eina malarveginn og ólýsta veginn í Kópavogi.  Allt í einu var ég komin á einhvern hestastíg eða ég veti ekki hvert þannig að ég varð að snúa við og finna réttu leiðina til baka. Verst að þarna var ekki riddarinn á hvíta hestinum (bílnum) að leiðbeina mérTounge

Allt tókst þetta á endanum og mín náði á vigtina og viti menn það voru farin 1.7 kg. til viðbótar og í alls eru þá farin 14.9 kg.LoL 

En þetta er nú ekki allt, ég skellti mér síðan á samkomu hjá Samhjálp, þegar ég loks fann það húsnæði fann ég líka þetta fina bílastæði og ég voða glöð, lagði bílnum og gekk inn.  Svolítlu seinna heyrði ég sagt í kallkerfið að það væri grár skódi sem væri lagt ólöglega fyrir innkeyrsluErrm humm mín ekki alveg að fatta leikreglur borgarinnar, læddist út og færði bílinn svo litið bæri á.  En samkoman var yndisleg og mikill kraftur þar á ferð og gaman að hitta svona mikið af vinum sínum.

Já ég hugsa að ég leggi ekki í aðra borgarferð á næstunniLoL eða ekki í brá að minnsta kosti nema kannski þá aðgengilegar leiðir.

Guð gefi ykkur góða nóttHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth

Ég kannast vel við þessar ökuleiðir jamm ,einhvernvegin villist ég alltaf inn á akrein sem leiðir mig burt frá þeim stað sem ég ætlaði á þó eru nú ekki nema um 4 ár síðan ég var borgarbarn

Guð gefi þér góða nótt

Ruth, 3.1.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: ......................

Krafturinn í þér kona! 14,9 kg er frábær árangur sem þú mátt sko vera stolt af. Þú ert líka orðin stórglæsileg

......................, 4.1.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Kær kveðja. Hittumst fljótlega, litli íþróttaálfurinn þinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha frábær lýsing á borgarferðinni hjá þér  

Gleðilegt ár Sædís mín.  Flott mynd af þér í Dagskránni.  Ég leyfi mér að segja það að þú hefur bara aldrei litið betur út  

Samkvæmt stjörnuspánni minni á ég að byrja á þessu 'átaki' fyrir alvöru 9.janúar hehehe.

Bestu kveðjur úr sveitinni

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.1.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Gleðilegt ár elsku Sædís mín og til hamingju með FLOTTAN árangur....

Hlakka til að hitta þig sem fyrst og spjalla..

knús og kjass

anna

Anna S. Árnadóttir, 5.1.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já flott saga. Guð blessi þig já samkomu hjá samhjálp eru góða ég var þar þegar ég átti heima í Reykjavík en fer núna á Hérinn eða bara á allar samkomu

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.1.2008 kl. 13:49

7 identicon

Vá hvað þú ert dugleg að vera að týna af þér kílóin og samt jólahaldið ný yfirstaðið!
Þetta kallar maður að standast freistingar!!!
Já - samkomur Samhjálpar eru alveg frábærar - maður fer alltof sjaldan.....
Guð blessi þig og þína og gefi ykkur hamingjuríkt ár!!

Ása (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband