Færsla á tekjustofnum nauðsynleg....

Undanfarin ár hafa sveitarfélögin verið að taka á sig meiri og meir kostnað vegna verkefna sem færst hafa yfir á þau s.s. skólann á sínum tíma.  Mikilvægt er að nægt fé fylgi þessum verkefnum frá ríkinu.  Ójöfnuður er mikill á milli sveitarfélaga og ríkis í tekjuöflum og því er mikilvægt að færa til tekjustofna frá ríki yfir á sveitarfélög svo sveitarfélögin verði sem best til þess fallin að sinna þessum mikilvægu verkefnum sem sveitarfélögin sjá um.


mbl.is Hægt að jafna kostnað sveitarfélaga vegna grunnskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg til að þú bjóðir ríkinu eftirfarandi díl:

Þitt bæjarfélag tekur yfir utanríkis og varnarmál og fær með því 80% af fénu sem fer í það (góður díll fyrir ríkið).

Svo leggið þið niður alla hernaðarstarfsemi á vegum íslenska ríkisins, kallið flesta sendiherra heim og lokið ráðum þeirra, gefið 20% af utanríkis og varnarbudgetinu í ykkar uppáhalds góðgerðamál hér og erlendis.

Afgangurinn ætti að nægja til að íbúar bæjarfélagsins geti hætt vinnu og byggt eins og eina skólastofu úr gulli (þarf kanski visa-rað á það, nokkra ára budget). 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gullvagninn væri kannski til í að hjálpa okkur við að ná þessum díl Sædís.? kveðja á ströndina

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 19:51

3 identicon

Þó það nú væri, hvernig haldið þið að ég hafi gyllt minn vagn?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hehe já það er bara málið held ég bara

Sædís Ósk Harðardóttir, 18.1.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband