Frú flækja....

kassiEnn á ný er frú flækja komin af stað, hún náði að brjótast út í dag.  Alltaf þegar kemur að einhvejru skipulagi þá nær hún að ná yfirhöndinni og setur allt úr skorðum.

Málið er það að í gær var þrettándinn... sem þýðir það að blessuðu jólin eru á enda... sem þýðir það að þá þarf að taka saman allt blessaða jólaskrautiðCrying Ef ég hefði nú skipulagt það betur í fyrra eða bara núna í des..... nei, nú eru kassarnir komnir inn á gólf 21 talsins með mismunandi miklu innihaldi í og ég þarf núna að setja allt skrautið í þá sem gladdi augu mín og barnanna um jólin.  Ekki er neitt gaman að hafa þetta uppi allt árið þannig að ég er sjálfneydd til að ráða fram úr þessari flækju.  Núna stend ég sem sagt frammi fyrír því að þurfa að flokka þessa kassa, taka úr þeim það sem ég mun aldrei nota afturSick Þar flækist málið, ég á svo erfitt með að losa mig við hluti, hvaða nöfnum sem því tekur að nefna, ég tel mig alltaf þurfa ef til vill, hugsanlega, kannski, eflaust  að nota þetta einhvern tímann afturCrying  Þetta er kannski bara æfing í því að sleppa tökunum....   En hvernig á ég að fara að því að raða skynsamlega í 20 kassa, raða rétt og vandlega þegar ég get ekki einu sinni raðað  þokkalega í eitt lítið ferðabox hvað þá meria.Crying  Ef ég þekki minn skipulagshæfileika rétt þá verð ég búin að þessu eftir klukkutíma og allt út um allt í öllum kössunum, gamla draslið neðst og hitt ofan á og nokkrar kúlur brotnarSideways

Núna er ég búin að eyða góðum tíma í að velta mér upp úr þessu í stað þess að takast á við vandann.  ÉG er nú svo sem snillingur í að takast á við vanda og meira að segja að finna nýjan vanda að takast á við núna,  meira um það kannski síðarCool

Anyway best að fara að róta í kössumShocking  Ætti bara að biðja fyrir þessu, fá lausnina og þá verður þetta ekkert málSmile

Guð veri með ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman væri að sjá dótið drífa sig sjálft oní kassana eftir góða fyrirbæn. Annars vona ég bara að þú hafir það gott mín kæra. Annars finnst mér svaka mikið að eiga 20 kassa af jólaskrauti.  Vááá

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já það er satt Ásdís, það er kannski svolítið mikið, maður getur verið soddannnnn öfgi stundum  er með tvo umganga, einn marglitann og einn í hvítu og silfur...

Sjáumst fljotlega á fundi

Sædís Ósk Harðardóttir, 7.1.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: ......................

Já þú átt sko mikið af jólaskrauti. Mér hrökkbrá þegar ég kom til þín í gær og sá alla kassana og skrautið. Hafði sjálf verið að mikla það fyrir mér að taka mitt skraut niður. Eftir innlitið brunaði ég heim og gekk frá mínum 3 kössum  og erum við að tala um litla kassa. Rakst á nokkuð þarna sem ég var viss um að ég myndi ekki vilja nota aftur en þá vandaðist málið....Eggert var ekkert alltof hrifin af því að henda  ég fékk loks leyfi til að taka það sem ég var ekki hrifin af og setja í pokann með dótinu sem dóttir þín segist ætla að selja næsta sumar

......................, 8.1.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

úff já kassar út um allt gólf, en núna komnir upp á loft loksins nema tveir hjúts stórir sem ég verð að biðja einhvern að hjálpa mér með upp.

Já hún ætlar víst að opna búð næsta sumar

Sædís Ósk Harðardóttir, 8.1.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband