Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Vinkonuraunir....

dateVinkona mín ein sem er í sömu sporum og ég, fráskilin, móðir í vinnu sem henni finnst að mætti vera betri á meðan mér finnst hún vera voða heppin því hún er með mun hærri laun en ég, en kannski eru launin ekki alltaf allt.

En þessi frábæra vinkona min er alltaf að koma sér í vandræði sem varða karlpeninginn. Hún er búin að vera að leita að hinum eina sanna frá því að hún skildi og alltaf er hún jafnlagin við að ná sér í einhverja menn sem eru henni ekki samboðnir, það mætti halda að á enni hennar væri spjald sem á stæði: " ég tek að mér að annast menn og hugsa um þá", annað hvort drekka þeir of mikið, þeir eru fastir í sínum vilja þ. e hinir mestu egóistar, eða  þeir eru skuldum settir, eiga ekkert eða vinna ekkert eða þá þeir eru að leita sér að leikfangi til að geta hóað í þegar þeim hentar.  Samt er hún föst í þessum vítahring.  Hún hringir i mig reglulega til að spyrja mig hvað hún eigi að geraCrying  í hinu og þessu tilfellinu, hún að hringja í mig meðvirkilinn sem segi bara alltaf já það er alveg rétt hjá þér eða nei það myndi ég ekki heldur gera.  En mig langar virkilega að hjálpa henni, ekki get ég komið með þann rétta fyrir hana bara og lagt hann á borðið fyrir framan hana því þeir eru nefnilega svo vandfundnir þessu "einu sönnu"  Ég hef bent henni á að nota mína aðferð að biðja Guð um að sýna sér hvað á að gera.  Hún gerir það stundum en þar sem hún er oft á tíðum svolítið hvatvís (sem nota bene ég get verið líka þannig skil ég hana svo vel) að hún er alltaf komin framúr sér um leið og úr Guðs vilja í sinn vilja.   En hún getur ekki komið sér út úr þessum vítahring, hún er með þá nokkra stanslaust á herðum sér, viðheldur sambandi við þá hvern á sinn hátt, hringir,  svarar þeim, svarar þeirra smsum, sendir sms, tölvupósta, msn eða hittir þá á deiti.  Samt aldrei nema einn í einu, hún er alltaf að vonast eftir sambandi en þeir vilja yfirleitt bara þetta "vinasamband" þegar hún gefst upp á einum þá byrjar næsti að hafa samband og svo koll af kolli þannig að hún er í sama hringnum en fer stundum nokkra hringi.Shocking  Ég benti henni á að hún finndi ekki mr. rigth fyrr en hún gerði hreint fyrir sínum dyrum, eyddi þessum vonlausu gaurum út úr símaskránni, segði þeim að hún kærði sig ekkert um þá og stæði með sjálfri sérCool  Gerði sjálfir sér grein fyrir því að hún á miklu betra skilið en einhverja uppdankaða gaura sem eru oft bara að leita sér að húsaskjóli....... (grimm, nei raunsæ)

Vá hvað maður getur verið duglegur að ráðleggja öðrum, en er stundum óttlega mikill flækjufótur sjálf í þessum málum, en það er nú allt allt önnur sagaTounge  En ég veit að ef hún biður Guð um að leiða hana á rétta braut mun hún finna hamingjuna.  En þetta er samt svo algengt með fólk sem er fráskilið og er í þessari miklu leit, það á oft svo erfitt með að treysta, treysta hver sé sá rétti eða rétta.  Hvert þessi manneskja sé traustins verð, því það er nú þannig að þegar fólk er farið að nálgast fertugt og sumir eldri þá verður oft erfiðara að treysta, nema fólk geti látið áhyggjur sínar í Guðs hendur og sleppt tökunum.  Oft hefur þetta fólk brennt sig í samböndum, upplifað óheiðarleika, svik og fl þá er það eðlilega meitt og ég tel að það haldi aftur að fólki. 

En ég vona að vinkona mín finni sig og átti sig á því hvað hún virkilega villCool er það ekki dúllan mín, því ég veit þú lest þetta elskan, Guð blesi þig og ég veit að hann er með rétta manninn fyrir þig þarna við horniðTounge

Jæja best að halda áfram að gera eitthvað gáfulegt hérna, því ég er nefnilega að lesa mjög áhugaverða bók sem ég veit að mun breyta lífi mínu til batnaðarCool

knús og Guð blessi ykkur


Samt smá spennandi...

....að vera að keyra um í þæfingi, smá festa sig hér og þar, moka, ýta og draga.  Ég náði að festa mig að minnsta kosti 4 sinnum í gær og fékk nú sem betur fer alltaf aðstoð.  Núna er ég að fara að gera bragarbót á þessu.  Sumir hafa fengið nóg af þessu basli mínu í snjónum og þessu vesini hjá mér að vera sífelt að festa mig og það stundum á jafnsléttuShocking að mér hefur verið falinn að láni JEPPICool nú held ég að mín geti farið  að torffærast.  En Eggert og Brynhildur búa svo vel að vera með auka bíl sem þau nota lítið þessa dagana og fæ ég að hafa hann á meðan.  Svo nú verð ég sko mætt í snjóinn.

Jæja best að gera sig ready í snjóinnTounge


mbl.is Útlit fyrir annan hvell undir kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt

Já það er depurð í huga mér í dag við þessar fréttir.  Dagur er tilvalinn í borgarstjórahlutverkið og stóð sig vel þessa 100 daga sem hann fékk við það embætti.

Lætin í dag í ráðhúsinu eru líklega bara byrjun á óánægju Reykvíkinga. 


mbl.is Ólafur tekur við lyklum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig mun ráðherra axla sína ábyrgð í þessu???

Það er athyglisvert að fylgjast með þessu máli, nú hefur dómarafélag Íslands sent frá sér ályktun vegna þessa máls.  Í ályktun þeirra segir að álit þeirra sé að ráðherra beri að hafa umsögn nefndar til hliðsjónar við skipun dómara eða færa fyrir því viðhlítandi rök en það hafi ráðherra ekki gert.

Erlendis tæki menn í sambærilegri stöðu pokann sinn og segðu af sér og viðurkenndu misstök sín.  Hér á landi hins vegar virðist allt viðgangast, það er sama hve langt menn seilast í valdagræðgi og baráttu, menn virðast komast upp með allt.

Ég tel það miður að valdafíkn og valdahroki sé orðinn slíkur hér á landi að hugsjónir og annað sé látið víkja oft á tíðum sbr. borgarstjórnarmálíð og svo þessi ráðning.  Það getur vel verið að Þorsteinn sé fínn starfsmaður og góður dómari en málið snýst ekki um það, málið snýst um að hann var ekki metinn hæfasti umsækjandinn.  Það voru lika fleiri en einn sem voru taldir hæfari en hann.


mbl.is Dómarafélag Íslands: Ráðherra færði ekki viðhlítandi rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mun heldur ekki mæta....

oskarJá ég er búin að taka ákvörðun um að ég ætla að gera eins og Viggó og mæta ekki heldur, ég stend með kjarbaráttu handritshöfunda, minnug langa verkfallinu sem ég tók þátt í hér um áriðCrying   Þannig að ég og nokkrir vinir mínur úr bransanum ætlum bara að chilla heima í staðinn.
mbl.is Hótar að sniðganga Óskarsverðlaunahátíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætó:)

Þá eru almenningssamgöngur hafnar hér í Árborg.  Fyrsta ferðin fór hér um í morgun.  Þetta eru merk tímamót og jafnar að vissu leiti stöðu íbúa í sveitarfélgainu.  Á heimasíðu Árborgar er eftirfarandi að finna:

Frá og með miðvikudeginum 23. janúar n.k. býður Sveitarfélagið Árborg upp á ókeypis almenningssamgöngur milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss.

Eknar verða sex ferðir á dag, auk þess sem þrjár áætlunarferðir Þingvallaleiðar ehf., sem tengjast áætlunarferðum við Reykjavík, eru fléttaðar inn í áætlunina, í þeim ferðum er þó um að ræða aðra akstursleið innan þéttbýliskjarnanna. Alls verða því farnar níu ferðir á dag á milli staðanna. Leiðakorti og tímaáætlun verður dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Árborg þriðjudaginn 22. janúar.

Stoppistöðvar verða merktar sérstaklega með skiltum. Af óviðráðanlegum ástæðum hefur ekki tekist að koma merkingum upp, en vonast er til þess að það takist í vikulokin. Stoppistöðvar eru merktar inn á leiðakortið, auk  þess sem sjá má lista yfir þær á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www.arborg.is/upplýsingar/Almenningssamgöngur  

Auk þess sem hægt verður að komast á milli þéttbýliskjarnanna verður unnt að fara með vagninum á milli stoppistöðva innanbæjar, s.s. frá Sunnulækjarskóla að íþróttahúsinu Iðu,  frá Stað á Eyrarbakka að Barnaskólanum eða frá Kumbaravogi að Shellskálanum á Stokkseyri, svo dæmi séu nefnd. Brottfarartímar miðast við brottför frá Shellskálanum á Stokkseyri, ÓB á Eyrarbakka og N1 á Selfoss og verða þær stoppistöðvar jafnframt notaðar til tímajöfnunar ef þörf krefur.

Fyrsta ferð á morgnana er frá N1 á Selfossi kl. 06:55 og er áætlað að vagninn sé kominn aftur á Selfoss laust fyrir kl. 08:00 (08:10 við N1). Aksturinn hefst síðan eftir hádegið og er síðasta ferð frá Selfossi kl. 22:15.

Um er að ræða fyrsta skrefið í að byggja upp almenningssamgöngur innan Árborgar og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustuna

 


Sammála UVG í Reykjavík

Tek undir orð UVG í Reykjavík, þar sem þau lýsa yfir vantrausti á nýmyndaðan meirihluta í borgarstjórn í Reykjavík.  Vissulega er eðliegt að við sem búum fyrir utan borgina höfum einnig áhyggjur af gangi mála þar sem þetta er höfuðborg landsins okkar.
mbl.is Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lady in hrakningum....

Ég segi það enn og aftur að ég er ekki gerð fyrir þetta veðurfar, ég á meira heima í sól og hitaTounge Þess vegna ákvað ég í ferð minni á Selfoss í dag að skella mér í ljós til að fá smá hita í kroppinn.  Ég hafði hálftíma á milli þess sem að ég átti að sækja Hörð í skólann og Jóhannes var í trommutíma, tímaplanið small saman og ég bruna í Suðurlandssól, sé reyndar að bílastæðið er frekar svona yfirfullt af snjó og krapi en ég með mína tröllatrú á mínum bíl læt mig vaða og í stæðið.  Um leið og legg bílnum man ég að ég þarf að redda einum hlut áður en ég leggst í hitann. Bakka út og bang, mín beint í skafl eða hvað sem þetta nú var og þar við sat ég var þarna pikk föstCrying  ÉG byrjaði á að reyna að bakka og fara áfram og svona gekk þetta í góðan tíma, fram, aftur, fram, aftur og ég fann að það var farið að síga smá í mig......   Til mín kom ung kona sem reyndi að ýta á mig en ekkert gekk.  Þarna keyrðu heilu jepparnir fram hjá og engum datt svo lítið í hug að leggja manni liðGetLost Ég var að spá hvort ég þyrfti að fara út og stilla mér aumkunnaverðri fyrir utan bílinn til að einhver kæmi á hvíta hestinum mér til bjargar.  Þá kom Agnes Halla með þessa snilldarhugmynd, hún sagði mér að biðja bara Guð um að senda engla sína til að hjálpa okkurSmile Og mín gerði það og ég var ekki frá því að eitthvað gerðist, bíllinn smá mjakaðist áfram.  En allt í einu eins og úr heiðskýru lofti kom engill í mannsmyndCool eða riddarinn á hvíta hestinum hvort heldur sé, að minnsta kosti kom þessi yndæli  maður og mokaði undan bílum og kom mér þannig áframCool.  Takk kæri vinur fyir hjálpina, ég náði ekki að þakka honum þar sem ég þaut svo áfram að ég þorði ekki að stoppa til að segja takkTounge

Þannig að ég missti af ljósatímanum,  sótti strákana, fór í búðina og keypti handa okkur nammiCrying Ég er búin að missa mig frekar mikið í nammi sl. daga og það er nú ekki gott, mín sem er að ná svo góðum árangri í vigtinni, þess vegna er þetta stjórnleysi frekar gremjulegt.  Humm stjórnleysi og gremja, er það ekki eitthvað sem maður á að vera búinn að vinna bug áBlush

En þetta er svona

Guð blessi ykkur dúllurnar mínar

knús Sædís 

 


Velkominn í nágrennið og hvíl í friði

Eftir miklar umræður í þjóðfélaginu er bara allt í einu búið að grafa Fischer í Laugardælum.  Það er nú ekki slæmur staður til að hvíla í.  Vona að Fischer hvíli í friði þarna og liði betur núna en áður.
mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nú?

Já ég á nú ekki von á að þetta verði traust samstarf eða öruggt.  Þetta er veikur meirihluti með manni sem segir eitt í dag og annað á morgun.  Sjálfstæðismenn hafa líklega legið í Ólafi og lofað honum gull og grænum skógum gengi hann til liðs við þá.    Ég er eiginlega orðlaus og bara hálf döpur í hjarta mér yfir þessu öllu.

Hvað gerist ef Ólafur verður veikur á ný?  Ekki það að ég sé að óska þess því það á enginn það skilið að glíma við veikindi.  Heldur er þetta vissulega staða sem gæti komið upp.  Er þá ekki Margrét inni fyrir hans hönd og þá heldur ekki meirihlutinn.

Hvernig eiga borgarbúar að geta verið rólegir, hvenær springur þessi meirihluti?  Líka þar sem fregnir herma að ekki sé heldur eining innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna.  Borgin var í góðum málum í 100 daga með gott vinstri fólk við stjórnvöllinn, vona að borgarbúar beri þess gæfu að fá þau aftur að borðinu.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband