Sammála UVG í Reykjavík

Tek undir orð UVG í Reykjavík, þar sem þau lýsa yfir vantrausti á nýmyndaðan meirihluta í borgarstjórn í Reykjavík.  Vissulega er eðliegt að við sem búum fyrir utan borgina höfum einnig áhyggjur af gangi mála þar sem þetta er höfuðborg landsins okkar.
mbl.is Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Bíddu, nú verð ég að biðja þig Fullur að rökstyðja mál þitt betur, er ekki að átta mig á hvað þú ert að fara með þessum orðum.

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.1.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já er samála og þessi F maður sem er Ólafur ég bara skil hann ekki

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.1.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: ......................

Mér finnst svarið frá Fullum engan veginn í takt við bloggfærsluna

......................, 22.1.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Hr. Fullur það er óttalegur ósiður að vega að fólki í skjóli nafnleyndar. Slíkt á ekki að tíðkast, en er orðinn leiður ávani hér á netinu.

Tek undir með þér Sædís og UVG. Ég kaus í Reykjavík síðast og sé ekki eftir mínu atkvæði þar. Við sem studdum VG í þessum kosningum getum svo sannarlega verið stolt af okkar fólki í borgarstjórninni. Þessi uppákoma í Reykjavík lýsir fyrst og fremst hermdarþorsta og örvæntingu Íhaldsins þar á bæ. Það getur aldrei orðið til góðs.

Með kveðju,

Valgeir Bjarnason, 22.1.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Toshiki Toma

Ég er sammála UGV, alveg.

Toshiki Toma, 22.1.2008 kl. 21:30

6 identicon

Sammála, þó ég ættli að vera sangjarn og viðurkenna að í raun er stjórnarkreppa í borginni vegna þess að vinstri menn hafa í raun jafn mikið fylgi í borginni og hægri menn. Hins vegar hafa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn farið hamförum í græðgi sinni á völdum sem og F-listi. Það eina sem Samfylkingin og Vinstri-grænir gerðu var að taka við af óstjórnhæfri borgarstjórn. Ef þeir væru valdagráðugir þá væri annarhvor þessara flokka með Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn.

Baldur Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband