Almenningssamgöngur í Árborg.

Föstudaginn 4. janúar s.l. var undirritaður samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Þingvallaleiðar um almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins. Um er að ræða tímamóta ákvörðun sem vænta má að gjörbreyti búsetuskilyrðum í Árborg. 

Þarna er um flott framtak að ræða.  Í stefnuskrá VG fyrir kosningarnar 2006 kom fram áætlun um að koma á samgöngum innan Árborgar.

Á síðu Árborgar kemur þetta fram:  Gera má ráð fyrir að þessi þjónusta hafi í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa utan Selfoss.  T.d. fyrir börn og ungmenni sem sækja fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf á Selfoss og fyrir þá íbúa sem ekki hafa sjálfir bíl til umráða en sækja ýmsa þjónustu á Selfoss.  Þá eru almenningssamgöngur mikilvægur þáttur í því að draga úr umferð bifreiða og leiða þannig til minni mengunar og slits á vegum auk þess sem rekstrarkostnaður bifreiða getur lækkað nokkuð hjá þeim sem nýtt geta strætisvagninn.   Þetta er mikilvægt skref í þá átt að íbúar Árborgar njóti jafnræðis hvar sem þeir búa í sveitarfélaginu og er til þess fallið að styrkja enn frekar samkennd og samstöðu innan þessa unga sveitarfélags (www.arborg.is)

Vonandi að sem flestir nýti sér þessa þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ......................

Þetta er frábært!

......................, 9.1.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þarf ekki líka örari ferðir til borgarinnar?? kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband