Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
22.2.2008 | 00:26
Æ ekki aftur snjór....
Oh það var frekar gremjulegt að koma út af þessum frábæra fundi hjá Vg í Árborg í kvöld með Þeim Steingrími J. Sigfússyni og Atla Gíslasyni og bara allt komið á kaf aftur, bíllinn eitt snjólag Mín í morgun vaknaði og sá þetta ljómandi góða veður úti, lá við að það væri bara vorveður. Skellti sér í leggings og pinnaskó og berfætt í þokkabót. Þannig leið dagurinn, mín bara í vorhugleiðingum, farin að huga að vorverkunum í hausnum og bara allt í góðu.
En nei Adam var ekki lengi í paradís, bara kominn snjór og hálka á ný og ég búin að skila jeppanum komin á minn eðalvagn á sínum "heilsárs" dekkjum (kannski voru þau einhvern tímann heilsárs) og berfætt á pinnahælum í þokkabót vaðandi snjóinn Ekki tók nú betra við þegar ég loks komst inn í bílinn, bíllinn ákvað að láta lítið sem ekkert af stjórn, sveigði og beygði allt annað en ég vildi láta hann fara og svo í beygju einni á heimleiðinni tók hann fullkomið vald yfir mér og bara BANG mín bara í tómu tjóni og klessti á. Þá kom sér nú vel að hafa verið í belti því það hélt mér í högginu En sem betur fer meiddist enginn og ég skemmdi ekkert, á reyndar eftir að skoða betur bílinn hjá mér
En fundurinn var rosa góður Atli og Steingrímur voru báðir með góðar umfjallanir um það sem er að gerast í stjórnmálum almennt í dag. Flottar umræður spunnust og fyrirspurnir á eftir. Frábær fundur og góð mæting.
jæja best að fara að sofa og reyna að ná úr sér pestinni
Sweet dreams og Guð blessi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 00:08
Nauðgunarákvæði verndar ekki kynfrelsi
Í lögum um nauðgun er allt of mikil áhersla á verknaðarlýsinguna, hvernig nauðgun er framin, í stað þess að líta á glæpinn í heild sinni og refsa fyrir hann. Segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna sem í um þessar mundir leggur fram frumvarp til breytinga á lögum um nauðgun. Tillaga Atla er einföld;
Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Með frumvarpinu er lagt til að gamla klausan falli út en í henni er tilgreint að ofbeldi, hótanir eða annars konar ólögmæt nauðung sé skilyrði þess að um nauðgun sé að ræða. Atli vill meina að lögin endurspegli ekki þá þekkingu á nauðgunum sem við höfum í dag. Við vitum að andlegir áverkar eru alvarlegustu afleiðingar nauðgana og eru þeir sterkasta sönnun þess að nauðgun hafi verið framin. Samkvæmt núgildandi nauðgunarákvæði er hins vegar einblínt á verknaðaraðferðina og sönnunarstaðan erfið eins og fjöldi niðurfellinga á kærum og sýknudómar bera með sér. Það er ljóst að réttarvörslukerfið hér á landi bregst konum sem verða fyrir ofbeldi og ef við getum einhvern veginn breytt lögunum til að leiðrétta það að þá ber okkur skylda til að breyta þeim. Ég skoðaði þessi mál vel þegar ég starfaði sem lögmaður og hef áður bent á tvískinnunginn í því að það er refsivert að rjúfa bréfleynd eða húsfrið nema samþykki liggi fyrir en þegar kemur að broti gegn kynfrelsi skiptir verknaðaraðferðin meira máli en samþykki. Ég vil meina að núverandi löggjöf um nauðgun standist ekki mannréttindarákvæði um friðhelgi einkalífs og það er að sjálfsögðu alvarlegt mál. Segir Atli. (www.vg.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 23:54
Alvöru aðgerðir strax
Það er löngu orðið ljóst að það þarf að koma til verulega breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Hver byggðin á fætur öðrum hrópar á aðstoð, það er eitthvað mikið að og því þarf að bregaðst strax við og með álvöru aðgerðum. Margt gott sem bæjarstjórn Vestmannaeyja bendir á
Ríkisstjórnin þarf að fara að huga betur að landsbyggðinni, byggðarþróunin er því miður þannig að fólk streymir til höfuðborgarsvæðisins og byggðir landsins tæmast. Það þarf að sporna við þessu. Það að stöðva loðnuveiðar hefur djúpstæð áhrif á fiskverkunarfyrirtæki, kvótaverð á þorski og öðrum fisktegundum hefur hækka mjög svo þannig að það reynist erfitt mörgum að festa kaup á fiskafurðum til veiða, hvað þá að leigja allt þetta hefur margföldunaráhrif á hag fiskverkunarfyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að leggja niður laupana oft á tíðum. Fólk missir atvinnu sína.
Hvernig ætlar sjávarútvegsráðherra að bregðast við hörmungarástandi sem ríkir í sjávarútveginum??????
Stjórnvöld grípi til aðgerða tafarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.2.2008 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 16:15
Furðuleg vinnubrögð minnihlutans D lista manna í Árborg
Fyrir nokkrum mánuðum var samþykkt í íþrótta- og tómstundarnefnd að gera heildar endurskoðun á íþrótta og tómstundarmálum í Árborg. Ákveðið var að ganga til liðs við Rækt ehf um að taka út þessi mál í sveitarfélgainu. Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirhluta V, S og B lista, gegn atkvæðum D lista.
Núna nokkrum mánuðum síðar þegar mikil vinna hefur verið lögð í skýrsluna og hún tilbúin til kynnigar þá boðar minnihlutinn til blaðamannafundar þar sem þeir kynna skýrsluna, skrýtið þar sem að þeir voru á móti þessu í upphafi. Og enn skrýtnari vinnubrögð eru það að fara með skýrslu i umfjöllun sem ekki hefur fengið stjórnsýslulega umfjöllun og afgreiðslu.
í bæjarráði í morgun var eftirfarandi bókað: "Bæjarfulltrúar B, S og V harma þau vinnubrögð fulltrúa D lista að taka skýrsluna til opinberrar kynningar á eigin spýtur áður en hún hefur hlotið stjórnsýslulega afgreiðslu í bæjarráði. Fulltrúar D lista boðuðu til fjölmiðlafundar fyrr í vikunni til að, að því er virðist, kynna niðurstöður skýrslunnar. Skýrsla þessi er niðurstaða vinnu sem bæjarráð samþykkti á 60. fundi þann 13. september 2007 að ráðist skyldi í, gegn atkvæði fulltrúa D lista. Skýrslan liggur nú fyrir til afgreiðslu samhliða afgreiðslu á fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. febrúar s.l.,, (www.arborg.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2008 | 14:51
Ohh ég lenti í þessu sama um daginn....
Hver sendi kampavínið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 00:25
Mismunandi manngerðir
Það er skemmtileg dægradvöl að mínu mati að skoða mismunandi manngerðir. Öll erum við ólík sem betur fer, við erum með ólíka persónuleika, ólík í útliti og hegðun. Það er líka skemmtilegt að spá í hvernig týpur fólk laðast að. Sumir leita eingöngu eftir útlitslegum eiginleikum á meðan aðrir vilja frekar horfa á hinn innri mann.
Ég er svo heppin að eiga margar vinkonur og systur sem eru hamingjusamlegar fráteknar og svo er ég líka heppin að eiga vinkonur sem eru hamingjusamlega á lausu. Þær sem eru fráteknar eiga allar menn sem eru flestir afar ólíkir þótt vissulega eigi margir ýmsa hluti sameignlegt. Þær sem eru á laus þ.m. t undirrituð eigum það sameignlegt að hrífast flestar af afar ólíkum manngerðum.
Það fær mig oft til að hugsa hvað það sé í fari hvers og eins sem fær konu til að laðast að honum og svo gagnstætt. Núna ætla ég að horfa á það hvað í fari karlmanna geri það að verkum að konur laðist að þeim. Ein vinkona mín, róleg og hæg kona, alltaf verið voða varfærin og lifað einföldu lifi, hún heillast mest að mönnum sem eru í ábyrgðarstöðum, rólegum mönnum sem ekki bregða of mikið út af vananum, útlitslega séð setur hún engar sérstakar kröfur.
Á meðan önnur góð vinkona mín vill hafa þá frekar grófa og karlmannslega í útliti en persónuleikinn ekki neitt aðal mál nema hann þarf að vera skemmtilegur og ,frekar viltur.
Önnur góð vinkona mín heillast afar mikið af mönnum sem eru smá þéttir, stundum sköllóttir og smá skegg og þá helst svo kallaðan "kleinuhring" um munninn. Oftast eru þeir þá líka frekar léttir á því ýmist á leið úr eða í meðferð eða ekki tilbúnir að sjá vandann. Fastir í þroska og misábyrgir. Hún virðist sogast í þessar týpur eins og fluga að hunangsblómi og ég og hinar vinkonur hennar erum alltaf að segja henni að hún eigi mun betra skilið og margir góðir menn búnir að biðla til henar en hún telur þá of rólega, eða of þetta eða hitt, það vanti alla spennu og neista.
Ein önnur vinkona mín heillast af íþróttamannslegum mönnum helst ljósum yfirlitum og með allt pottþétt, enda er hún mög pottþétt sjálf og því hef ég ekki áhyggjur af hennar vali. Svona eru hugmyndir margra og mun fleiri en ég ætla ekki að telja þær allar hér upp.
Vissulega verður spenna, hrifning og neisti að vera til staðar, sameiginleg áhugamál og fl. Annað sem við verðum aðhafa í huga og ég sjálf er að reyna að temja mér er að fara ekki fram úr okkur, slaka á og hlusta á hvað er verið að segja okkur.
Hvernig manngerð heillast þú af?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 21:58
Lög eru lög
Hvort sem að þingmanninum líkar það vel eða verr þá eru lög lög og þeim ber að fylgja hvort maður sé sammála þeim eður ei.
Vissulega er maður ekkert alltaf sáttur við það sem manni er uppálagt að hlýta en löggjafavaldið setur lög og reglugerðir okkur þegnum til að fylgja. Lög eru sett landsmönnum til auðveldunar um að búa saman í samfélagi við aðra. Ef engin lög væru og allir færu sínu fram væri nú eflaust mikið kaos og skipulagsleysi í gangi. Svo má alltaf deila um það hvort lögin séu öll réttmæt og hvort þau standist nútímalegar hugsanir. Það er svo alltaf matsatriði hvað er nútímalegt og hvað sé gamaldags. En á meðan lögin gilda ber að fylgja þeim. Sama þótt lögbrot sé stórt eða stórt þá er lögbrot lögbrot.
Tvískinnungur að aðrar reglur gildi um póker | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2008 | 11:48
Framkvæmdir og framtíð
Elsti skóli landsins fær andlitslyftingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 23:28
Spáin í dag..
Krabbi: Eitthver er þess virði að elst sé við hann, sem er frábært fyrir þig sem ert í veiðiskapi. Taktu eftir persónunni sem glóir í návist þinni - og taktu eitt skref í áttina til hennar.
Jamms svona hljómar krabbinn í dag. Ég tek reyndar ekki mikið mark af þessum spám en það er samt stundum gaman að skoða þær og ég tala nú ekki um þegar þær eru svona góðar Humm einhver sem er frábær fyrir mig og ég í veiðiskapi já þetta er spennandi.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 14:49
Rétt hjá honum
ÉG hef einmitt verið að undra mig á því að enginn skuli setja neitt út á þett. Vissulega er gott að það sé búið að semja og að ríkisstjórnin hafi lagt smá af mörkunum. En það hefði verið hægt að ganga mun lengra til að koma til móts við þá lægst launuðu. Fátækt hefur aukist gríðarlega mikið hér á Íslandi sl. árin og þarf að grípa til alvöru aðgerða til að koma sem mest í veg fyrir hana. Ríkisstjórnin hefði getað komið með áætlun og aðgerðir um að lækka enn meira skatta af lægstu laununum.
það verður fróðlegt að sjá þegar Kjardómur hækkar næst kjör þeirra hálaunuðu hvort það verði líka í þessum stíl.
Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)