Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ábyrgð....

Í öllum þáttum lífsins myndi ég telja að hver og einn beri ábyrgð á sínum gjörðum.  Foreldrar eru vissulega ábyrgir vegna gjörða barna sinna þegar þau eru ekki komin á sjálfræðisaldur og bera ábyrgð á hugsa um heilsu og velferð þeirra.

Þegar kemur að fullorðnum einstakling tel ég það nú lámark að menn axli sína ábyrgð sjálfir og þá með öðrum ef aðrir hafa komið að hlutnum með þeim.

Frjálslyndi flokkurinn var ekki við meirihlutann þegar REI málið kom upp, þeir bera ekkí ábyrgð af gjörðum fyrrum borgarstjóra þ.e fyrrum fyrrum og tilvonandi borgarstjóra,  Vilhjálmi.  Það er orðið tímabært og ég tek undir orð forsætisráðherra að hann verður að gera upp við sig fyrr en seinna hvað hann ætli sér að gera.

Vissulega er samt Ólafur F fulltrúi Frjálslynda og hlýtur hann að vera talsmaður þeirra er snýr að stefnumálum þannig að því leiti er flokkurinn á bak við hann geri ég ráð fyrir. 

 


mbl.is Neita að bera ábyrgð á borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annríki og aftur annríki.

Stundum eru sumir dagar þess eðlis að þeir eru búnir áður en þeir byrja jafnvel, svo stíft er prógrammið stundum.  Þessi vika var sannarlega þess eðlis.  Samt var hún alveg frábær í alla staði.  ÉG fór á skólaball með unglingadeildina í Aratungu sl. miðvkudag.  Það var nú voða gaman að koma þangað því það vöknuðu sjálfkrafa upp margar minningar þaðan frá sveitarböllunum hér í dennCool Vá hvað maður gat skemmt sér vel þarna.  Síðan var sálfur Valentínus á fimmtudaginn og mín bara fór út að borða í frábærum félagsskap og svo á samkomu á eftir  Cool Í gær fór ég á frábæra samkomu upp í Kærleika með Elínu vinkonu og fleiru góðu fólki.  Var síðan á rosa fínum fundi í kvöld og eftir hann skelltum við Sigrún okkur á Kaffi krús í einn latte og spjallCool  Er í fríi á morgun sem verður voða notalegt, geta verið að dúlla sér, þarf reyndar að læra eitthvað og svo er víst kominn tími á eitthvað sem heita "heimilisstörf"ég er alltaf að komast betur og betur að því að þau gera sig ekki sjálf eins og ég svo gjarnan vildi.  Ég er nefnilega á þeirri skoðun að það er svo margt annað sem er svo holt og gott að gera, sem ég vil frekar eyða tímanum í. En það dugir ekki að síta það, láta sig bara hafa það og vaða í verkið.

Annars sé ég fram á mjög annríka viku í næstu viku aftur, námsmat og starfsdagur og foreldraviðöl í vinnunni, fundir, samkomur og svo fyrst og fremst börnin mín og sá elsti meira að segja að verða 14 ára næstu helgiWizard sem reyndar gerir það að verkum að ég hlýt að vera að eldast líka, en það er líka nu bara gott ekki satt, aukinn aldur, aukinn þroski Tounge 

Jæja ætti maður ekki að fara að sofa svo maður vakni fersk í fyrramálið

Guð blessi ykkur  og gefi ykkur draumfagra nótt


Svona á að fara að þessu...

Já ég verð að viðurkenna það að mikið er nú gaman að vera Manchester United mannsekja í dagTounge  Ef þeir eru ekki bara langflottastir, bestir og frábærastir í bransanumCool
mbl.is Man Utd tók Arsenal í kennslustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi eigum við að láta bjóða okkur þetta????

Þetta er alltaf að verða alvarlegra og alvarlegra með þetta okur á bensíni og olíu hér á landi.  Hversu langt eiga þessir olíurisar að komast með að seilast ofan í vasa landsmanna.

Málið að við erum bara svo vanmáttug gagnvart þessu svínaríi, oliufélögin fá á sig dóm um að greiða sekt vegna samráðs og hvað gerist??? jú þeir hækka bara enn og aftur verðið.  Alltaf eru það landsmenn sem þurfa að borga brúsann.

Við erum of háð bílnum, veðrið oft á tíðum gerir það að verkum að fólk þarf að fara frekar á bíl í stað þess að hjóla auk þess sem langar vegalengdir koma oft á tíðum í veg fyrir að fólk geti gengið eða hjólað til vinnu eða skóla.  Ég persónulega er mjög háð þessu farartæki þótt ég glöð vildi geta ferðast meira á tveimur jafnfljótum eða hjóli.  Ég sæki vinnu það langt frá mínu heimili að það gengur ekki upp að ætla að ganga, auk þess sem að maður fer ekki langt gangandi eins og veðrið hefur leikið okkur undanfarna mánuði.  En ég mun svo sannarlega reyna að nota þá frábæru þjónustu sem upp er komin hér í Árborg þ.e.a.s strætó á milli byggðarlaga þegar ég kem því við og í sumar mun ég svo sannarlega gripa til minna jafnfljótu.

Ég hvet samt alla sem þess eiga kost að ganga eða nota strætó sem mest og spara bílinn eins og unnt er bæði sökum minni mengunnar fyrir vikið og til að reyna á einhvern hátt að mótmæla skammarlegum álögum á bifreiðareigendur.

Við verðum að fara að sýna að nú sé okkur nóg boðið á einhvern hátt, hvernig sem við förum að því.


mbl.is Eldsneyti hækkar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnun.....

Hvers vegna er það með svo marga að þeir eru hræddir við höfnun?  Vissulega er höfnun alltaf sár, en sumir virðast sífellt lifa í ótta við höfnun og haga sínu lífi þannig að þeir lendi sem sjaldnast í því að verða hafnað. 

 Ein góð vinkona mín er haldin þessari áráttu.  Í hvert skipti sem hún verður ástfangin nær hún yfirleitt að enda sambandið áður en það er hafið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að henni verði hafnað.  Hún er oftast búin að ákveða það í huga sínum að þessi maður sem hún verður ástfangin af muni hafna henni á þeim forsendum að hún sé ekki nægilega góð.  Þar sem hún er haldin afar lágu sjálfsmati.   Sem er hinn mesti misskilningur þar sem þessi yndæla vinkona mín er frábær manneskja af Guðs náð.  Hún á virkilega erfitt með að leyfa sjálfri sér að verða ástfangin og er sí hrædd við þessa "höfnun" sem hún býst við.  Þannig að þessi frábæra tilfinning sem ástin á að vera breytist í andhverfu sína og verður að kvíða og óöryggi og vanlíðan.

Hræðsla við höfnun er oft andlegur ótti, býr oft í meðvirklum þeim sem óttast að flagga sínum skoðunum, þeim sem óttast að segja eitthvað rangt og gera sig þar af leiðandi að "fíflum"  Þetta er oft hugrænn sjúkdómur sem býr í huga hvers og eins.  Í bókinn aldri aftur meðvirkni er tekið mjög skemmtilega á þessum málum.

Á einni vefsíðu sem heitir www.medferd.is er fjallað um hugtakið höfnun:

Höfnun fylgir önnur tilfinning sem oft reynist erfitt að hrista af sér, en það er skömm. Skömm  er sú tilfinning að það sé eitthvað að okkur sem manneskju. Tilfinningin af því að við séum ekki eins og aðrir, að við séum ekki eftirsókarverð. Það er athyglisvert að lítil sjálfsvirðing stafar oft af skömm sem við erum svo vön að finna fyrir að við erum hætt að taka eftir henni, en tölum þess í stað um að við séum feimin eða óörugg. Þegar við verðum fyrir reglubundinni höfnun er hætt við að skömmin setjist að og sjálfsvirðing okkar beri skaða af.

Ein af ástæðunum fyrir því að við erum misjafnlega viðkvæm fyrir höfnun er hvernig sjálfstrausti okkar er háttað. Að alast upp í fjölskyldu þar sem við erum elskuð og tilfinngaþörfum okkar er fullnægt skapar grunn fyrir sterku sjálfi. Einstaklingur sem fær þannig uppeldi á mun auðveldara með að hrista höfnun af sér seinna meir á lífsleiðinni. Ef það var lítið um náin samskipti í fjölskyldunni í æsku er hætt við að viðkomandi sé viðkvæmur fyrir höfnun, upplifi hana sterkt og eigi erfitt með að vinna úr henni.

Þegar höfnun í ástarsambandi á sér stað getur ferlið staðið yfir í langan tíma og í sumum tilvikum nokkur ár. Það sem gerist oft í slíkum tilvikum er að gömul sár, jafnvel úr barnæsku, ýfast upp og gamlar neikvæðar hugmyndir um eigið sjálf taka yfir. Þá er mikið undir því komið að rétt sé á málum haldið. Hættan er sú ef viðkomandi er í eðli sínu ekki mikið fyrir að tala um eigin tilfinningar að hann loki sig af og hleypi ekki öðrum að sér. Það gæti síðan meir orðið erfitt að leyfa sér að elska aftur vegna ótta við að verða særður og hafnað.

Höfnunarferlið er oft mjög líkamlegt, sem lýsir sér í því að viðkomandi á erfitt með að borða eða halda niðri mat. Tilfinningar eins og kvíði, þunglyndi, ótti og skömm eru algengar og í vissum tilfellum löngun til að taka eigið líf. Skammtímaminnið verður oft brigðult þar sem spenna og angist fylgir oft höfnunini.

Já það er margt sem getur búið í huga fólks og oft erfitt að vinna sig út úr vanlíðan. En ein er sú fullvissa sem alltaf er góð er sú að Guð mun aldrei hafna okkur, hvernig sem við erum.

 


Hvað með lengra fæðingarorlof???

Þetta er vissulega gott skref en er ekki kominn timi til að lengja fæðingarorlofið í eitt ár að minnsta kosti?  Ég er á því að það sé svo sannarlega kominn tími til þess að það verði lengt.  Einnig minni ég á færslu mína um framseljanleika feðraorlofs http://www.saedis.blog.is/blog/saedis/entry/427841/   Reyndar er kveðið á í frumvarpinu um yfirfærslu á réttindum en það á bara við ef annnað foreldrið andast eða sé í fangelsi eða ófært um að annast barnið sökum sjúkdóms eða slyss.  Þess vegna er ég hlynnt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur sem ég vísa í hér að ofan.
mbl.is Leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi ályktar

Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi sunnudaginn 10. febrúar samþykkti tvær ályktanir. Sú fyrri snýr að úrbótum á mismunandi stöðu fólks eftir kjörum og búsetu. Fundurinn ályktaði einnig að taka beri fiskveiðistjórnunarkerfið til endurskoðunar þar sem það hefur ekki uppfyllt þau markmið sem upphaflega voru sett. Í því sambandi er sérstaklega bent á tillögur Vinstri grænna á Alþingi til breytinga. Ályktanirnar fylgja hér í heild sinni. http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/3150


Eingöngu bleikar rósir og bleikar gjafavörur....

rósirJamm ég mæli með því að það verði eingöngu seldar bleikar rósir og bleikar gjafavörur, bleikar umbúðir og bleik föt.  Bleikt er einn af uppáhalds litunum mínum og því legg ég þetta tilTounge 

Nei úff spáið annars í þessu, sé fyrir mér menn fara bak við í búðum og biðja um ein rauða rós undir borðið.... þetta er að vísu ekkert til að grínast með og eru þessi þvílíku öfga höft hræðileg, það að fólk hafi ekki frelsi til að kaupa blóm og annað í ákveðnum lit.  Líka þar sem þetta skaðar ekki aðra og því ekki nauðsyn á þessum lögum. 

Já það er gott að búa hér á Íslandi og mega kaupa rauðar, bleikar, bláar, hvítar og bara hvernig lit sem er af rósum og gjafavörumCool 

En svo er það bara stóra spurningin.... fæ ég eitthvað slíkt á ValentínusardaginnTounge  Ekki það að ég sé eitthvað endilega hrifin af þessum fyrirfram ákveðnum "ástardögum" mér finnst að fólk eigi að gefa ástinni sinni eitthvað þegar það finnur það hjá sérHeart Hvort sem það eru sæt orð, blóm eða hvað eina sem fólki dettur í hug.

Guð blessi ykkur

 


mbl.is Trúarlögregla bannar sölu á rauðum rósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað mun Villi gera??

Vilhjálmur mun ekki eiga sjö dagana sæla þessa dagana, hvort heldur sem er innan síns flokks né á meðal almennings í Reykjavík.  Vilhjálmur hlýtur að þurfa að eiga það við sína samvisku hvort hann yfir höfuð muni geta starfað áfram sem oddviti listans eða hvort hann segi af sér.  Traust á hann er rúið og þar með talið líka af hans flokksbræðrum og systrum.  En er hann sá eini sem er "sekur" hvað með aðra úr röðum Sjálfstæðisflokksins, þau vilja fæst tjá sig nokkuð um málið,  láta ýmist ekki ná í sig eða eru með slökkt á símum.    Segi bara eins og stendur í biblíunni að sá sem er saklaus kasti fyrsta steininum.  Ég held nefnilega að það sé maðkur í mysunni og ekki allt komið á yfirborðið enn þá. 

En ég tel eins og ég hef tekið fram áður hér á þessu bloggi að þarf að fara að komast sátt á um þetta og lausn.  Niðurstaða sem er í takt við hagi íbúa borgarinnar.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð helgi að baki...

mikki ogminaÞað má nú segja að þessi helgi hafi farið allt öðru vísi en upphaflega var lagt með.  En vegir Guðs eru órannsakanlegir og ég held ég geti fullyrt að ég hafi ekki átt betri helgi í háa herrans tíðCool

Upphaflega ætlaði ég að fara á Jesúkonuhelgi núna en komst ekki og var því búin að panta bústað sem ég frestaði sökum veðursCrying  Í staðinn vorum við heima í rólegheitum ég og krakkarnir um helgina.  Þau höfðu það voða gott, voru með vini í gistingu og gistu hjá afa og ömmu í Hveró, Agnes Halla fór í náttfatapartý og ég gat lesið helling bæði í lesefninu mínu og náminu um helgina, náði að sóka og hugleiða heilan helling líkaSmile  Á laugardagskvöldið fór ég á rosa góðan fund sem opnaði enn meira augun mín sem er bara gottWink 

Sunnudagurinn var frábær í einu orði sagt.  Fór á samkomu kl. 11 sem var rosa góð, Teddi var að predika og það er nú alltaf svo gott að hlusta á hann.  Etir samkomuna fór ég á aðalfund kjördæmisráðs VG í Suðurjördæmi eftir hádegi.  Þar kom saman gott fólk úr félögum úr kjördæminu auk þess sem að Atli og Rannveig mættu og Steingrímur J kom líka.  Þarna voru samþykktar ályktanir sem birtast von bráðar á netinu og eru þær mjög góðar. 

Eftir þennan fund brunaði mín í bæinn og hiti þar frábært fólk og fór á tvær samkomur þarCool Þvílík upplifun og það sem heilagur andi var að starfa var ólýsanlegt og svei mér ef amour er ekki bara smá að stinga sér niðurCool Guð er góður það er sko sannarlega hægt að segja það.

Jæja löng og ströng vika framundan

Guð blessi ykkur og gefi ykkur draumfagra nótt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband