Hvað með lengra fæðingarorlof???

Þetta er vissulega gott skref en er ekki kominn timi til að lengja fæðingarorlofið í eitt ár að minnsta kosti?  Ég er á því að það sé svo sannarlega kominn tími til þess að það verði lengt.  Einnig minni ég á færslu mína um framseljanleika feðraorlofs http://www.saedis.blog.is/blog/saedis/entry/427841/   Reyndar er kveðið á í frumvarpinu um yfirfærslu á réttindum en það á bara við ef annnað foreldrið andast eða sé í fangelsi eða ófært um að annast barnið sökum sjúkdóms eða slyss.  Þess vegna er ég hlynnt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur sem ég vísa í hér að ofan.
mbl.is Leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Frjálst framsal feðraorlofs er algerlega gagnstætt grunnhugsuninni með fæðingarorlofslögunum. Að gera karlmenn í barneign jafn "slæma" konum í barneign, þegar ráðið er í stöður og samið um kaup og kjör.

Gestur Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Nei það sem ég er að meina með þessu Gestur er að í sumum tilfellum eru engin tengsl nema kannski ein nótt að baki þegar barn verður til og ég veit um dæmi þar sem að kona á barn og maðurinn hefur ekkert viljað með barnið að gera.  Þarna lít ég svo á að það barn sitji ekki við sama borð og þau börn þar sem að báðir foreldrarnir vilja taka fæðingarorlof.  Í þessu tilfelli finnst mér rétt að móðirn ætti rétt á að notfæra sér þessa 3 mánuði sem annars nýtast ekki neinum. 

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.2.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband