Góð helgi að baki...

mikki ogminaÞað má nú segja að þessi helgi hafi farið allt öðru vísi en upphaflega var lagt með.  En vegir Guðs eru órannsakanlegir og ég held ég geti fullyrt að ég hafi ekki átt betri helgi í háa herrans tíðCool

Upphaflega ætlaði ég að fara á Jesúkonuhelgi núna en komst ekki og var því búin að panta bústað sem ég frestaði sökum veðursCrying  Í staðinn vorum við heima í rólegheitum ég og krakkarnir um helgina.  Þau höfðu það voða gott, voru með vini í gistingu og gistu hjá afa og ömmu í Hveró, Agnes Halla fór í náttfatapartý og ég gat lesið helling bæði í lesefninu mínu og náminu um helgina, náði að sóka og hugleiða heilan helling líkaSmile  Á laugardagskvöldið fór ég á rosa góðan fund sem opnaði enn meira augun mín sem er bara gottWink 

Sunnudagurinn var frábær í einu orði sagt.  Fór á samkomu kl. 11 sem var rosa góð, Teddi var að predika og það er nú alltaf svo gott að hlusta á hann.  Etir samkomuna fór ég á aðalfund kjördæmisráðs VG í Suðurjördæmi eftir hádegi.  Þar kom saman gott fólk úr félögum úr kjördæminu auk þess sem að Atli og Rannveig mættu og Steingrímur J kom líka.  Þarna voru samþykktar ályktanir sem birtast von bráðar á netinu og eru þær mjög góðar. 

Eftir þennan fund brunaði mín í bæinn og hiti þar frábært fólk og fór á tvær samkomur þarCool Þvílík upplifun og það sem heilagur andi var að starfa var ólýsanlegt og svei mér ef amour er ekki bara smá að stinga sér niðurCool Guð er góður það er sko sannarlega hægt að segja það.

Jæja löng og ströng vika framundan

Guð blessi ykkur og gefi ykkur draumfagra nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega hlakka ég til að hitta þig á morgun,  Tell með more.... tell me more 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hlakka líka til að hitta þig Ásdís mín

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.2.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: ......................

Ég hlakka til að fá frekari fréttir af Amor

......................, 11.2.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband