Mismunandi manngerðir

mensÞað er skemmtileg dægradvöl að mínu mati að skoða mismunandi manngerðir.  Öll erum við ólík sem betur fer, við erum með ólíka persónuleika, ólík í útliti og hegðun.  Það er líka skemmtilegt að spá í hvernig týpur fólk laðast að.  Sumir leita eingöngu eftir útlitslegum eiginleikum á meðan aðrir vilja frekar horfa á hinn innri mann.

Ég er svo heppin að eiga margar vinkonur og systur sem eru hamingjusamlegar fráteknar og svo er ég líka heppin að eiga vinkonur sem eru hamingjusamlega á lausu.  Þær sem eru fráteknar eiga allar menn sem eru flestir afar ólíkir þótt vissulega eigi margir ýmsa hluti sameignlegt.  Þær sem eru á laus þ.m. t undirrituð eigum það sameignlegt að hrífast flestar af afar ólíkum manngerðum.

  Það fær mig oft til að hugsa hvað það sé í fari hvers og eins sem fær konu til að laðast að honum og svo gagnstætt.  Núna ætla ég að horfa á það hvað í fari karlmanna geri það að verkum að konur laðist að þeim.  Ein vinkona mín, róleg og hæg kona, alltaf verið voða varfærin og lifað einföldu lifi, hún heillast mest að mönnum sem eru í ábyrgðarstöðum, rólegum mönnum sem ekki bregða of mikið út af vananum, útlitslega séð setur hún engar sérstakar kröfur. 

 Á meðan önnur góð vinkona mín vill hafa þá frekar grófa og karlmannslega í útliti en persónuleikinn ekki neitt aðal mál nema hann þarf að vera skemmtilegur og ,frekar viltur.  

Önnur góð vinkona mín heillast afar mikið af mönnum sem eru smá þéttir, stundum sköllóttir og smá skegg og þá helst svo kallaðan "kleinuhring" um munninn.  Oftast eru þeir þá líka frekar léttir á því ýmist á leið úr eða í meðferð eða ekki tilbúnir að sjá vandann.  Fastir í þroska og misábyrgir.  Hún virðist sogast í þessar týpur eins og fluga að hunangsblómi og ég og hinar vinkonur hennar erum alltaf að segja henni að hún eigi mun betra skilið og margir góðir menn búnir að biðla til henar en hún telur þá of rólega, eða of þetta eða hitt, það vanti alla spennu og neista.   

 Ein önnur vinkona mín heillast af íþróttamannslegum mönnum helst ljósum yfirlitum og með allt pottþétt, enda er hún mög pottþétt sjálf og því hef ég ekki áhyggjur af hennar vali.   Svona eru hugmyndir margra og mun fleiri en ég ætla ekki að telja þær allar hér upp. 

Vissulega verður spenna, hrifning og neisti að vera til staðar, sameiginleg áhugamál og fl.  Annað sem við verðum aðhafa í huga og ég sjálf er að reyna að temja mér er að fara ekki fram úr okkur, slaka á og hlusta á hvað er verið að segja okkur.

Hvernig manngerð heillast þú af?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ......................

Gaman að lesa þetta  ég einmitt pæli oft í því hvers vegna hitt og þetta fólki hafi endað saman, hvað það nákvæmlega hafi verið sem heillaði í fari hins aðilans því öll setjum við ólíkar kröfur.

Spurning hvernig týpu ég heillast af

......................, 21.2.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála að þetta eru rosalega skemmtilegar pælingar. Einu sinni fyrir langa löngu þegar ég var að vinna á Vikunni þá vorum við einmitt að pæla í svona löguðu og fundum út vinkonurnar að smekkur okkar skaraðist ekki.

Ein vildi helst svona ,,berklaveik ljóðskjáld" týpuna, föla, greinda, blanka, langa og dökkhærða. Önnur var yfir sig heilluð af Jeremy Irons (þetta var fyrir daga Die Hard myndanna) sem voru eins og fágaðir enskir aðalsmenn (fannst henni) og ég vildi svona hressa, strákslega, orðheppna og stree-smart greinda náunga, frekar ljósa yfirlitum - James Dean og seinna Brad Pitt týpur með attitude. 

En gleymdir þú ekki að segja okkur frá þinni manngerð? 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.2.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Gaman að þessu Humm mín týpa, ja látum okkur sjá, ég er svolítið veik fyrir svona fyndnum og hressum, menn sem eru með smá reynslu af lífinu, vera smá þreknir/stæltir smá loðnir og smá skeggrót skemmir ekki, dökkir eða skolhærðir, kannski svona Bruce willis týpa.

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.2.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband