Lög eru lög

Hvort sem að þingmanninum líkar það vel eða verr þá eru lög lög og þeim ber að fylgja hvort maður sé sammála þeim eður ei.

Vissulega er maður ekkert alltaf sáttur við það sem manni er uppálagt að hlýta en löggjafavaldið setur lög og reglugerðir okkur þegnum til að fylgja.  Lög eru sett landsmönnum til auðveldunar um að búa saman í samfélagi við aðra.  Ef engin lög væru og allir færu sínu fram væri nú eflaust mikið kaos og skipulagsleysi í gangi.  Svo má alltaf deila um það hvort lögin séu öll réttmæt og hvort þau standist nútímalegar hugsanir.  Það er svo alltaf matsatriði hvað er nútímalegt og hvað sé gamaldags.  En á meðan lögin gilda ber að fylgja þeim.  Sama þótt lögbrot sé stórt eða stórt þá er lögbrot lögbrot.

 


mbl.is Tvískinnungur að aðrar reglur gildi um póker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg sammála þér mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Já lög eru lög og þau ber að halda. Fyrir lögbrot skal refsa.   Þessvegna skil ég ekki afhverju Spaugstofan er ekki komin í tugthúsið fyrir að brjóta lög um hinn íslenska þjóðsöng. Spaugstofan þverbraut þau lög sl. vor - og enginn sagði neitt.

Lýður Pálsson, 20.2.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já stundum er það þannig að það er eins og það sé ekki sama hver á í hlut þegar kemur að lögbrotum, auðvitað á jafnræðisreglan að eiga við alla, lög eiga að ganga yfir alla.

Sædís Ósk Harðardóttir, 20.2.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Nú spyr ég bara, hvaða lög braut maðurinn ?

er ólöglegt að spila póker ? svo vítt sem ég veit þá kemur orðið "póker" hvergi fram í lögum. enda fyndist mér það vera asnalegt.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband