Furðuleg vinnubrögð minnihlutans D lista manna í Árborg

Fyrir nokkrum mánuðum var samþykkt í íþrótta- og tómstundarnefnd að gera heildar endurskoðun á íþrótta og tómstundarmálum í Árborg.  Ákveðið var að ganga til liðs við Rækt ehf um að taka út þessi mál í sveitarfélgainu. Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirhluta V, S og B lista, gegn atkvæðum D lista.

Núna nokkrum mánuðum síðar þegar mikil vinna hefur verið lögð í skýrsluna og hún tilbúin til kynnigar þá boðar minnihlutinn til blaðamannafundar þar sem þeir kynna skýrsluna, skrýtið þar sem að þeir voru á móti þessu í upphafi.  Og enn skrýtnari vinnubrögð eru það að fara með skýrslu i umfjöllun sem ekki hefur fengið stjórnsýslulega umfjöllun og afgreiðslu.

í bæjarráði í morgun var eftirfarandi bókað:  "Bæjarfulltrúar B, S og V harma þau vinnubrögð fulltrúa D lista að taka skýrsluna til opinberrar kynningar á eigin spýtur áður en hún hefur hlotið stjórnsýslulega afgreiðslu í bæjarráði. Fulltrúar D lista boðuðu til fjölmiðlafundar fyrr í vikunni til að, að því er virðist, kynna niðurstöður skýrslunnar. Skýrsla þessi er niðurstaða vinnu sem bæjarráð samþykkti á 60. fundi þann 13. september 2007 að ráðist skyldi í, gegn atkvæði fulltrúa D lista. Skýrslan liggur nú fyrir til afgreiðslu samhliða afgreiðslu á fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. febrúar s.l.,, (www.arborg.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég frétti að D-lista menn hefður verið svo ánægðir með þessa skýrslu þar sem hún samhljómar nær algjörlega með þeim stefnumálum sem við vorum með í íþróttamálum fyrir kosningar. Menn hafa bara ekki getað hamið sig.  Veistu hvar er hægt að sjá eitthvað um þennan blaðamannafund, hef ekkert heyrt um hann.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 20:43

2 identicon

það er fátt sem ég veit sem ekki er furðulegt hér

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

veit það ekki alveg, sá þetta í Dagskránni

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.2.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband