Nauðgunarákvæði verndar ekki kynfrelsi

atliAtli Gíslason þingmaður Vg í Suðurkjördæmi hefur lagt fyrir á alþingi frumvarp til breytinga á lögum um nauðgun.  Þetta er virkilega þörf og góð  breytingatillaga hjá honum.  Sjá hér: 

Í lögum um nauðgun er allt of mikil áhersla á verknaðarlýsinguna, hvernig nauðgun er framin, í stað þess að líta á glæpinn í heild sinni og refsa fyrir hann.“ Segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna sem í um þessar mundir leggur fram frumvarp til breytinga á lögum um nauðgun. Tillaga Atla er einföld;

„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.“

Með frumvarpinu er lagt til að gamla klausan falli út en í henni er tilgreint að ofbeldi, hótanir eða annars konar ólögmæt nauðung sé skilyrði þess að um nauðgun sé að ræða. Atli vill meina að lögin endurspegli ekki þá þekkingu á nauðgunum sem við höfum í dag. „Við vitum að andlegir áverkar eru alvarlegustu afleiðingar nauðgana og eru þeir sterkasta sönnun þess að nauðgun hafi verið framin. Samkvæmt núgildandi nauðgunarákvæði er hins vegar einblínt á verknaðaraðferðina og sönnunarstaðan erfið eins og fjöldi niðurfellinga á kærum og sýknudómar bera með sér. Það er ljóst að réttarvörslukerfið hér á landi bregst konum sem verða fyrir ofbeldi og ef við getum einhvern veginn breytt lögunum til að leiðrétta það að þá ber okkur skylda til að breyta þeim. Ég skoðaði þessi mál vel þegar ég starfaði sem lögmaður og hef áður bent á tvískinnunginn í því að það er refsivert að rjúfa bréfleynd eða húsfrið nema samþykki liggi fyrir en þegar kemur að broti gegn kynfrelsi skiptir verknaðaraðferðin meira máli en samþykki. Ég vil meina að núverandi löggjöf um nauðgun standist ekki mannréttindarákvæði um friðhelgi einkalífs og það er að sjálfsögðu alvarlegt mál.“ Segir Atli. (www.vg.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband