Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
18.6.2008 | 18:52
Hvaða lausn er ríkisstjórnin með???
Þetta er að verða frekar slæmt ástand eða er réttara sagt löngu orðið slæmt ástand í þjóðfélaginu hér. Hvað ætlar ríkisstjórnin að láta þetta ganga svona mikið lengur?
Mér persónilega er hætt að lítast á þetta, forsætisráðherra segir fólki að keyra minna, eyða minna og fl. Hvað ætlar hann að gera til að koma til móts við fólk sem er að missa allt út úr höndunum. Gerir hann sér ekki grein fyrir því að ástandið bitnar einna helst verst á því fólki sem minnst hefur, fjölskyldufólk, láglaunafólk sem þarf á yfirdráttum kannski að halda til að ná endum saman. Það eru nefnilega ekki allir að lifa um efni fram. Það er fólk sem rétt hefur fyrir húsaleigu og ekki meira.
Ástandið í þjóðfélaginu fer versnandi og það að segja okkur að í kringum 1969 eða hvaða ár sem hann nefndi hafi ástandið verið mun verra hjálpar fólkinu í dag. Það þarf að koma með lausn, lausn sem dugir lengur en í eina viku.
Bensínið hefur aldrei verið dýrarar, krónan sjaldan eða aldrei lægri og evran aldrei hærri, vextir hækka, verðbólga eykst, matvæli hækka, húsnæði og leiga hækka. Sú hækkun sem átti sér stað á vinnumarkaðinum í vor hefur verið étin upp.
Ég trúi ekki öðru en að fólk sé búið að fá nóg, það verður að gera eitthvað og það strax.
Gengi krónunnar aldrei lægra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2008 | 00:11
Spilling enn og aftur?????
Gagnrýnir að ekki var samið við SÁÁ um áfangaheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2008 | 23:47
Lives goes on
Það er búið að vera mjög mikið að gera síðstu daga. það er enn að mælast skjálftar og sumir yfir 3 á ricther, vona að þessu fari að linna, farið að fara frekar mikið á sálina á manni og fólkinu hér á svæðinu. Ég er búin að vera að reyna að ganga frá hér eftir skjálftann og koma húsinu í horf. Sleppi því að hengja upp þær myndir sem ekki fóru í spað, að svo stöddu
Annars fór ég í bæinn í gær sem er ekki frásögu færandi nema að ég sá þessa lika flottu skó Þeir hreinlega kölluðu á mig úr hillunni, þeir eru grænir með svörtu munstri og 10 cm háum hæl, mín verður sko svaka skvís í þeim Fór á tvo góða fundi í gærkvöldi, samkomu í dag þannig að ég er nokkuð vel andlega nærð
Ég dreif í því að taka tjaldvagninn út í dag, ákvað að viðra hann og gera hann tilbúinn fyrir fyrstu útilegu ársins næstu helgi, þá mun hópur sem starfaði saman fyrsta ár Sunnulækjarskóla hittast í útilegu, það verður voða gaman. Vonandi er þetta á stað sem ég þarf ekki að bakka mikið eða helst ekki neitt, þarf stæði þar sem ég get keyrt í hring með vagninn svo ég þurfi ekki að handsnúa honum eins og í fyrra sælla minninga Er einhver sem getur tekið mig í námskeið í að bakka með kerru eða tjaldvagn
Annars þarf ég að fara að koma mér í að mála þakið á húsinu og klára að mála þakkantinn sem ég byrjaði á í fyrra sumar, er ekki einhver sem finnst rosa gaman að mála þak? þá er það velkomið að minni hálfu að gefa það verk af hendi
jæja best að fara að koma sér í háttinn
Guð gefi ykkur góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2008 | 22:22
Enn skelfur jörðin
Það ætlar að taka jörðina langan tíma að hrista þetta úr sér í þessari lotu. Fólk er farið að verða frekar kvekkt á þessum aðstæðum. Stórir bílar mega ekki keyra framhjá húsum eða fólki án þess að margir verða brugðið við og halda að byrjað sé að skjálfa á ný.
Það er greinilegt samt að mörg kraftaverk hafa átt sér stað, maður heyrir margar sögur af fólki sem nýlega var komið úr aðstæðum sem hefði leitt til alvarlegs slyss hefði það verið á þeim stað þegar stóri skjálftinn reið yfir. það er greinilegt að máttur Guðs er mikill og vernd hans yfir fólkinu til staðar.
vonandi fer þessu að linna
Guð blessi ykkur
Snarpur kippur á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 20:49
Vel að öllu staðið
Ég verð að segja að það er frábært hversu vel hefur verið að öllu staðið þessa daga eftir skjálftann á fimmtudaginn. Bæði bæjaryfirvöld, hjálparsveitir, lögreglan, sjálfboðaliðar og allir sem á einhvern hátt hafa lagt fram krafta sína í að aðstoða og hjálpa til. Allt utanumhald, skipulag hefur verið til stórkostlegrar fyrirmyndar.
Fjölmenni á íbúafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)