Vel að öllu staðið

Ég verð að segja að það er frábært hversu vel hefur verið að öllu staðið þessa daga eftir skjálftann á fimmtudaginn.  Bæði bæjaryfirvöld, hjálparsveitir, lögreglan, sjálfboðaliðar  og allir sem á einhvern hátt hafa lagt fram krafta sína í að aðstoða og hjálpa til.   Allt utanumhald, skipulag hefur verið til stórkostlegrar fyrirmyndar.


mbl.is Fjölmenni á íbúafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér með þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Já en ég segi að Guð hafi varðveit fólki

Guð blessi þetta  og bara Takk

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.6.2008 kl. 04:22

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hvernig er staðan hjá þér Sædís mín eftir skjálftann? Hér sluppu flest allir með skrekkinn. Það var miklu verra hjá ykkur en nokkurn tíma hér. Kær kveðja úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 2.6.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já Gulli þetta var greinilega allt í Guðs höndum og hans verndarhendi yfir fólki

Silla, ég slapp nú mjög vel miðað við marga aðra.  Það brotnaði slatti í stofunni hjá mér og svona eitt og annað sem skemmdist.  reyndar er gólfið í skúrnum eitthvað skrýtið, skyndilega kominn hryggur upp úr miðju gólfinu.

Þetta er ótrúlegur tími og margir sem eiga mjög erfitt.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.6.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband