Lives goes on

Það er búið að vera mjög mikið að gera síðstu daga.  það er enn að mælast skjálftar og sumir yfir 3 á ricther, vona að þessu fari að linna, farið að fara frekar mikið á sálina á manni og fólkinu hér á svæðinu.  Ég er búin að vera að  reyna að ganga frá hér eftir skjálftann og koma húsinu í horf.  Sleppi því að hengja upp þær myndir sem ekki fóru í spað, að svo stödduWoundering

Annars fór ég í bæinn í gær sem er ekki frásögu færandi nema að ég sá þessa lika flottu skóLoL Þeir hreinlega kölluðu á mig úr hillunni, þeir eru grænir með svörtu munstri og 10 cm háum hæl, mín verður sko svaka skvís í þeimCool  Fór á tvo góða fundi í gærkvöldi, samkomu í dag þannig að ég er nokkuð vel andlega nærðTounge 

Ég dreif í því að taka tjaldvagninn út í dag, ákvað að viðra hann og gera hann tilbúinn fyrir fyrstu útilegu ársins næstu helgi, þá mun hópur sem starfaði saman fyrsta ár Sunnulækjarskóla hittast í útilegu, það verður voða gaman.  Vonandi er þetta á stað sem ég þarf ekki að bakka mikið eða helst ekki neitt, þarf stæði þar sem ég get keyrt í hring með vagninn svo ég þurfi ekki að handsnúa honum eins og í fyrra sælla minningaWhistling  Er einhver sem getur tekið mig í námskeið í að bakka með kerru eða tjaldvagnShocking

Annars þarf ég að fara að koma mér í að mála þakið á húsinu og klára að mála þakkantinn sem ég byrjaði á í fyrra sumar, er ekki einhver sem finnst rosa gaman að mála þak? þá er það velkomið að minni hálfu að gefa það verk af hendiLoL

jæja best að fara að koma sér í háttinn

Guð gefi ykkur góða nótt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt til þín og segi það sama, skjálftarnir meiga alveg hætta núna strax.  Hafðu það gott mín kæra. Er ekki nefndin komin í sumarfrí???

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 00:28

2 identicon

Er nú ekki rétt að láta þessa skjálftahrinu líða alveg hjá áður en prílað er uppá þak?

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er hjartanlega sammála síðasta ræðumanni.......Það gerir pottþétt enginn svona nema þú.....sleppa því að hengja myndirnar upp svo þær brotni ekki og fara svo upp á þak að mála bara......jahérna dúdda mía

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 9.6.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband