Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 00:54
Tenerife were back......
Já það er bara að bresta á að ég og börnin séum að fara á ný til Tenerife.
já Tenerife sælla minninga frá því fyrir tveimur árum, þá fór ég með krakkana þangað líka. Frábær staður til að vera á og nú fer ég reynslunni ríkar.... eins og fram kom á gamla bloggi mínu í þeirri ferðasögu þá "lentum" við til dæmis í svikahröppum, indverskum sölumönnum, http://soh.blogcentral.is/blog/2006/6/16/naes-lif-og-loddarar/ ég hef sjaldan verið eins reið og þarna á þessu augnabliki og Guð hjálp þeim ef þeir ætla að reyna slíkt við mig aftur en nú hef ég reyndar öðlsast svo mikið æðruleysi og Guðs náð þannig að kannski bítur ekkert á míg núna
Svo má ekki gleyma elsku KAKKALÖKKUM (eða einum kakkalakka) sem ég reyndi að drekkja á svölunum með því að hella nokkrum lítrum af vatni yfir hann, sem bara vægast sagt lítinn árangur þ.e endaði með að hann FLAUG í burtu... arrrggg vá hvað mér er illa við þessi kvikindi.... og svo síðast en ekki síst.... engispretturnar sem ég var búin að telja sjálfri mér trú um að væru líklega bara komnar undir rúmið mitt sjá færslu hér: http://soh.blogcentral.is/blog/2006/6/13/engisprettur-og-elvis-presley/
En nú fer ég sem sagt reynslunni ríkari.... en ég get sagt ykkur að við erum orðin nokkuð spennt. Og þetta er frábær staður, evran mætti kannski lækka smá svona svo ég gæti verslað smá með betri samvisku...
Það verður líka enn skemmtilegra þar sem að systur mínar þ.e 3/4 ætla að koma líka.
Þannig að næstu tvær vikurnar mun ég og systur mínar flatmaga í sólinni og hafa það næs vantar bara að það kæmust allir með sem ég vildi hafa með
adios amigos
Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.6.2008 | 00:20
Frábært.
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 09:43
Standið með ykkar ákvörðun..
Gott að heyra þessa yfirlýsingu frá Þórunni, vonandi er hún manneskja í það að standa við sín orð og vonandi kemur Samfylkingin til með að standa við sín orð. Það er samt ljóst að talsverð óeining er orðin innan ríkisstjórnarinnar um framgang mála í umhverfismálum.
Það er slæmt að sjá svona stóran og sterkan og oft málefnalegan flokk verða svona undir í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 00:54
Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka
Þessa helgi er árleg hátíð á Eyrarbakka, Jónsmessuhátíð. skemmtileg hefð sem hefur myndast hérna i litla þorpinu við sjóinn http://www.eyrarbakki.is/Vefsidan/data/MediaArchive/files/jonsmessa_2008.pdf
Mjög margt skemmtilegt í boði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 23:53
Hvernig væri að fullgera gsm samband í Þrengslum og hellisheiði
Mér finnst það ótrúlegt að innan við 50 km radíus frá Reykjavík skuli enn vera dauðir blettir, þegar maður er að keyra til eða frá höfuðborginni hingað heim eða á Selfoss eru enn svæði þar sem sending rofnar. En þetta er kannski smá eigingirni því það á auðvitað að vera allstaðar á landinu gsm samband. Þess vegna er það mjög gott og algjörlega þarft að það skuli vera farið í það að fjölga sendum um landið enda er þettta spurning um jafnrétti vegna búsetu fólks og einnig vegna öryggis.
Það eiga allir að sitja við sama borð þegar kemur að fjarskiptaþjónustu líkt og annarri þjónustu. Það á ekki að mismuna fólki, hvorki eftir búsetu né neinu öðru.....
Síminn setur upp GSM senda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 09:50
Sumarbros
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri
dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum
við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 23:01
Notaleg kvöldstund með.....
já þetta er svolitið skondið, oft höfum við ógiftu eða fráskildu vinkonurnar verið að spá í því og vorkenna okkur heil ósköp að eiga ekki mann eða kærasta til að kúra með þegar við erum að horfa á svona stelpumyndir, hjúra okkur saman í sófanum samt ekki með ristað brauð með bökuðum baunum á Öfunda hinar giftu vinkonur okkar sem við erum virkilega að ímynda okkur að kúri með sínum heittelskaða fyrir framan kassann og horfi saman á sex in the city eða aðrar rómansa
Nei þannig er þessu ekki á háttað á flestum þeim bæjum sem ég hef fengið vitneskju frá. Það er afar sjaldgæft að MENN yfir höfuð hafi áhuga á að sitja fyrir framan kassann og spá í hvernig þessi og þessi sé klædd (nema hún sé þeim mun fáklæddari) og jafnvel gráta með kvinnunni yfir einhverjum rómansdrama. Ó nei, þeir hnussa og sveia yfir þeirri hugmynd konunnar að halda það virkilega að þeir ætli að setjast niður og horfa á slík efni.
þess vegna er ómetanlegt að eiga góðar vinkonur sem hægt er að fara með í bíó eða hafa svokölluð stelpukvöld þar sem við horfum saman á skemmtilega "stelpumynd" og eigum svo "girlstalk" á eftir Hins vegar er svo hægt að eiga annars konar notalega stund með sínum heittelskaða og þá bara án sjónvarps, fótbolta og stelpumynda. (það er að segja þær sem þá hafa)
Vill helst horfa á Beðmálin með kærastanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 00:27
Ekki skrýtið..
en það sem er samt skrýtnara er að þeir skulu ekki hrapa meira niður, en það hlýtur að gerast. Miðað við ástandið í þjóðfélaginu hlýtur að koma að því að fólk vakni og sjái að sér í næstu kosningum.
En það er því miður oft þannig að fólk er fljótt að gleyma og eflaust á Sjálfstæðisflokkurinn eftir að koma með einhver fögur loforð fyrir næstu kosningar sem reddar þeim fyrir horn.
það er greinilegt að það er Samfylkingin sem er að gera eitthvað rétt í þessu samstarfi, en best væri ef þeir snéru sér að minnihlutanum og mynduðu stjórn með þeim.
Maður má alltaf vona er það ekki
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2008 | 23:55
Vinkonuraunir enn og aftur
Jæja ástkær vinkona mín ein sem ég hef áður fjallað um hér á þessari siðu er enn komin af stað. Hún hefur eins og áður hefur komið fram verið nokkuð óheppin með menn sem hún hefur kynnst. En alltaf er hún jafn ötul að leita ráða hjá mér, sem einnig hef verið nokkuð seig að veðja á rangan hest Mér dettur oft myndin 28 days með Söndru Bullock í hug þegar ég hugsa um mín eigin vandkvæði í þessum málum þetta með plöntuna, gæludýr og mann.....
En þessi kæra vinkona mín er nú búin að kynnast einum enn manninum (ekki það að þeir séu orðinir svona margir) en að þessu sinni telur hún sig hafa kynnst bara nokkuð góðum manni, heilsteyptum, myndarlegum og duglegum. Þá á ég að segja henni hvað hún á að gera. Hún er líklega búin að gleyma því að í al-anon segjum við ekki öðrum hvað þeir eiga að gera heldum bendum á leiðir fyrir fólk að finna það út sjálft. Eins flókið og það getur oft orðið (kannast við það sjálf) Hún spyr mig hvort hún eigi að senda sms, hvort hún eigi að sýna frumkvæði. Ef hún sendir sms, er hún þá of fljótfær og ágeng? Ef hún gerir ekkert sýnist hún þá áhugalaus? Þarna er loksins einhver sem ekki lítur út fyrir að verða 3 barnið hennar, einhver sem er á henni samboðinn, einhver sem hún virkilega er spennt fyrir og málið er það að hún á svo sannarlega allt það besta skilið og ekkert minna en það
Vá hvað það er flókið að vera singel í dag
En hún er voða spennt og langar að kynnast honum frekar, finnst að hann sem kk aðilinn eigi að sýna frumkvæði. Við lifum á árinu 2008, konur eiga alveg eins að geta sýnt frumkvæði er það ekki? Ég benti henni á að biðja Guð um að sýna sér rétta svarið og hún tók því nokkuð vel, en fór svo að hafa áhyggjur af því að ef Hann hefði rétta svarið ekki rétt að hennar mati Já það er oft þannig að við erum með ákveðnar skoðanir á einhverju og viljum fá einhverju framgengt sem kannski er ekki Guðs vilji heldur eingöngu okkar vilji og oft erum við að knýja fram úrlausnir á einhverju sem betur mætti láta ógert, ég þekki það nú mjög vel á eigin skinni. Ég benti henni á að hraði og fljótfærni hefðu yfirleitt ekki gert mér gott og væri ég samt enn að brenna mig á þeim kvilla mínum þ.e strax, helst í gær syndruminu En með hjlálp sporanna 12 og æðri mætti er mér að takast að vinna bug á því.
En málið er hvernig á ég að svara elskulegri vinkonu minni???
Ég veit svarið, en hvort hún fari eftir því er annað mál. Hvað finnst þér?
knús og Guð blessi ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 23:31
Birthday girl:)
Haldið að það séu ekki bara 36 ár í dag frá því að ég leit fyrst dagsins ljós, hver gæti barasta trúað því Finnst einhvern veginn ég vera mun yngri í dag en fyrir ári síðan
Annars er ég búin að eiga frábæran dag eða frábæra helgi reyndar. Ætlaði vísu að fara í sumarferð VG en varð að hætta við það vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
Hér var haldin mikil garðveisla (sem endaði í stofu vegna rigningu sem kom óvænt) Fékk fullt af góðum og skemmtilegum gestum í heimsókn
Svo er það mamma sem á afmæli á morgun, til hamingju með það mamma
Þannig að bara notalegt hér á bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)