Hvaða lausn er ríkisstjórnin með???

Þetta er að verða frekar slæmt ástand eða er réttara sagt löngu orðið slæmt ástand í þjóðfélaginu hér.  Hvað ætlar ríkisstjórnin að láta þetta ganga svona mikið lengur?

Mér persónilega er hætt að lítast á þetta, forsætisráðherra segir fólki að keyra minna, eyða minna og fl.  Hvað ætlar hann að gera til að koma til móts við fólk sem er að missa allt út úr höndunum.  Gerir hann sér ekki grein fyrir því að ástandið bitnar einna helst verst á því fólki sem minnst hefur, fjölskyldufólk, láglaunafólk sem þarf á yfirdráttum kannski að halda til að ná endum saman.  Það eru nefnilega ekki allir að lifa um efni fram.  Það er fólk sem rétt hefur fyrir húsaleigu og ekki meira.

Ástandið í þjóðfélaginu fer versnandi og það að segja okkur að í kringum 1969 eða hvaða ár sem hann nefndi hafi ástandið verið mun verra hjálpar fólkinu í dag.  Það þarf að koma með lausn, lausn sem dugir lengur en í eina viku.

Bensínið hefur aldrei verið dýrarar, krónan sjaldan eða aldrei lægri og evran aldrei hærri, vextir hækka, verðbólga eykst, matvæli hækka, húsnæði og leiga hækka.  Sú hækkun sem átti sér stað á vinnumarkaðinum í vor hefur verið étin upp.

Ég trúi ekki öðru en að fólk sé búið að fá nóg, það verður að gera eitthvað og það strax.


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Það er því miður patent lausn hjá Forsætisráðherra að bíða og sjá hvað gerist. Geir Haarde hefur aldrei verið mikið fyrir að breyta hlutum. Hann finnur ekki persónulega fyrir þessu ástandi og passaði sig á því að breyta ekki eftirlaunafrumvarpinu svona "just in case".

Skaz, 18.6.2008 kl. 20:16

2 identicon

Það er í raun barnaskapur að halda að það sé einhver lausn á þessu. Þetta er falleinkun á hagstjórn síðustu ára.  Þessu ástandi hefði mátt forða eða milda ef gripið hefði verið til róttækra aðgerða fyrir 2-3 árum með að hækka skatta, hækka innflutningsálögur, hækka bensín, auka bindiskyldu bankanna í seðlabankankanum, hækka vexti til að minnka neyslu. Auka sparnað, hækka neysluskatta til að hindra "mealtdown".  Núna er íslenska hagkerfið í frjálsu falli.  Lítið er hægt að gera.  Þetta á eftir að versna núna með haustmánuðum, þá kemur atvinnuleysi fyrirtæki fara á hausinn fyrst í þjónustu og innflutningsgeyranum, auglýsingabransanum, fjölmiðlumm ofl.  Þegar fólk missir vinnuna getur það ekki staðið við lánagreiðslur.  Það er spáð gríðarlegum halla á ríkissjóði 2010 vegna stórfelt minnkaðra veltuskatta og ef ríkið ætlar að fjármagna þetta með lántökum grefur þetta undan krónunni og hún fellur ennþá meira sem gerir lánin þá ennþá dýrari.  Með því að gengið hefur fallið um meira um 30%-40% þýðir sambærileg launaskerðing ef við værum með evru þýddi þetta stórfellt atvinnuleysi.  Allar lausnir eru gríðarlega sársaukafullar.  Peningarnir streyma núna úr landinu og fólk fær stórfelt skert lífskjör.

Það er enginn sem hefur komið með neinar hugmyndir um lausn á þessu, einfaldlega er hún ekki til, hagstjórnin á að hindra að þetta gerist en þegar þetta gerist sitjum við í súpunni.  Það er einblínt að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð en það þarf að taka hann á lánum og hæpið að lítið íslensk hagkerfi ráði við það núna..  Íslendingar skulda allt, allt of mikið bæði einstaklingar og fyrirtæki og núna er komið að skuldadögunum, partíið er búið og grár hversdagsleikinn stendur eftir.  Borga niður skuldir og lifa spart og 7 mögur ár framundan. 

Olíuverð er ekkert dýrara á Íslandi en í öðrum löndum. Var í Noregi og Frakklandi síðustu daga og sá að verð á dísil í Noregi var 13,60 - 14,00 Nkr um 215 Íkr/literinn og í Paris 1,60 Evru sem er um 205 Íkr/lítirinn.  Verð á olíutunnu fór í 140 $ í vikunni og innan 18 mánaða nálgast það 200 $ að því flestir spá.  Þeir sem voru eða eru svo vitlausir að kaupa sér eyðslufreka bíla verða bara að losa sig við þá eða keyra minna, þetta á eftir að verða mikið mikið dýrara á næstu árum. 

Gunn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Og hver ert þú að skrifa svona spekingslega undir dulnefni?  Eða öllu heldur gerir ekki grein fyrir hver þú ert

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:01

4 identicon

já allir komnir með nóg af þrengingum!!

Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

þetta á bara eftir að ?

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.6.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband