Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
16.3.2007 | 17:11
ZERO
Nýtt slagorð hefur kollriðið öllu síðustu daga og á fremur ógeðfelldan hátt. Í þessum auglýsingum er um að ræða kvenfyrirlitningu af verstu sort. Þessar auglýsingar fá mann til að kaupa EKKI tiltekna vörutegun. Mér finnst þetta fáranlegt í nútímaþjóðfélagi, þar sem maður hélt að íbúar þessa lands væru komin lengra á veg í jafnréttisbaráttunni. Vilja forsvarsmenn þessa framleiðslufyrirtækis sjá dætur sínar skoðanalausar konur sem karlmenn líta ekki við nema þær séu súper grannar, ekki með neinar skoðanir og eins og ein góð sagði hér á blogginu RBB stelpu.
Það er að vísu hægt að sjá fyrir sér nýtt gildi með þessum slagorðum. Sjáið þessi hér að neða
Af hverju ekki ný ríkisstjórn með ZERO Framsókn?
Af hverju ekki kvenfrelsi með ZERO misrétti?
Af hverju ekki kynfrelsi með ZERO nauðgunum?
Af hverju ekki jafnrétti með ZERO ofbeldi?
Af hverju ekki náttúruvernd með ZERO landdrekkingu?
Af hverju ekki velferðarkerfi með ZERO einkavæðingu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2007 | 22:40
Kúra saman.....
Fleiri pör sofa í sitthvoru herberginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 11:22
Ný búð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2007 | 22:35
Kannski ......
Ég fann þetta á síðu hjá Heiðrúnu vinkonu í Eyjum og varð hreinlega að stela því og setja það hér inn svona mér og öðrum til ánægju
Kannski
Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið svo við kunnum að vera þakklát þegar við loksins hittum þann sem hentar okkur.
Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.
Kannski er besti vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burt og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.
Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til við höfum mist það en það er líka sagt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það.
Það er eitt að gefa einhverjum alla okkar ást, tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást. Bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.
Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka vel við einhvern, einn dag að verða ástfangin af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.
Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa? Vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðæfum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til þess að brosa.
höf. ók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 20:35
Mismunun í þjóðfélaginu
Það að fara til tannlæknis eru orðin forréttindi og ákvðeinn lúxus og munaður okkar þjóðfélagi sem er hræðileg staða. Börn búa við mismunandi heimilisaðstæður og sum búa við fátækt þrátt fyrir að ónefndur þingmaður haldi öðru fram. Hér á landi er tannlæknaþjónusta mjög dýr og ekki niðurgreidd nema að hluta og þá bara fyrir börn. Það er líka misjafnt hversu mikil niðurgreiðslan er eftir því hvaða tannlæknis farið er til. Það að tannlæknaþjónusta skuli ekki vera kostuð að ríkinu líkt og önnur læknisþjónusta s.s ef maður fær kvef eða hita, brotnar, eða bara hvaða læknisþjónusta sem er þá þarf bara að greiða litið komugjald eða smá rannsóknargjald. Þetta er mjög slæmt og tel ég að ástæða aukningar í tannskemmdum sé að hluta til því um að kenna. Vissulega hefur gosdrykkja og sykurneysla aukist til muna og hefur þar af leiðandi mikil áhrif. En það á ekki að líðast í okkar þjóðfélagi sem við leyfum okkur að kalla velferðaþjóðfélag að foreldrar hafi ekki tök á að senda börnin sín til tannlæknis. Í nágrannalöndum okkar sumum er tannlæknaþjónusta inni í skólahjúkrun og þar fer fram eftirlit og þá væntanlega viðgerðir líka sé þess þörf. Það væri kannski sniðug lausn að koma á skólatannlæknum sem börn færu reglulega til og þá þeim og þeirra fjölskyldum að kostnaðarlausu.
Skemmdir í 16 af 20 tönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 17:26
Samkomulag.......
Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 23:02
Vá hvað ég skil hann vel
Fangi strauk frá tannlækninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 17:12
Meiri frjósemi
Fæðingarorlof feðra lengist og frjósemi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 21:52
Kennarar ræða við sveitarfélögin hjá Ríkissáttasemjara
Kennarar ræða við sveitafélögin hjá ríkissáttarsemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 19:06
Ofurlaun og okurvextir
Er ekki eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi okkar. Ég sá þessa frétt inn á www.ruv.is og þetta sló mig talsvert. Þarna er um að ræða ofurlaun til stjórnenda bankastofnunnar hér á landi. Það er í lagi að mínu mati að fólki hafi góðar tekjur vinni það sér inn til tekna. En þegar um slíkar upphæðir er að ræða verður maður svolítið orðlaus. Mér finnst þetta vera svívirða við neytendur. Við erum að borga með hæstu vexti og þjónustugjöld í heimi. Væri ekki nær að láta þetta ganga að einhverju leiti til okkar sem borgum brúsann? Það væri hægt að lækka vextina, draga úr þjónustugjöldum.
Sjá frétt:
,,240 m.kr. laun tveggja æðstu stjórnenda Kaupþings
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fékk tæpar 70 miljónir í laun í fyrra og jafnháa upphæð í bónusa. Stjórnarformaður bankans, Sigurður Einarsson, var með jafnhá árslaun og launaauka. Samtals námu því laun og bónusar til þessara tveggja æðstu stjórnenda bankans um 280 miljónum króna. Það er um 75% hækkun frá fyrra ári.
Sigurður fékk líka rúmar 30 miljónir í fríðindagreiðslur og Hreiðar rúmlega 2 miljónir. Forstjóri Kaupþings hér á landi, Ingólfur Helgason, var með 30 miljónir króna í árslaun og 40 miljónir í bónusa. Stjórnarmenn í bankanum fengu á bilinu 1,2 miljónir til 4,6 fyrir sína vinnu í fyrra.,, (ruv.is)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)