ZERO

Nýtt slagorð hefur kollriðið öllu síðustu daga og á fremur ógeðfelldan hátt.  Í þessum auglýsingum er um að ræða kvenfyrirlitningu af verstu sort. Þessar auglýsingar fá mann til að kaupa EKKI tiltekna vörutegun.  Mér finnst þetta fáranlegt í nútímaþjóðfélagi, þar sem maður hélt að íbúar þessa lands væru komin lengra á veg í jafnréttisbaráttunni.  Vilja forsvarsmenn þessa framleiðslufyrirtækis sjá dætur sínar skoðanalausar konur sem karlmenn líta ekki við nema þær séu súper grannar, ekki með neinar skoðanir og eins og ein góð sagði hér á blogginu RBB stelpu.  

Það er að vísu hægt að sjá fyrir sér nýtt gildi með þessum slagorðum.  Sjáið þessi hér að neðaCool 

Af hverju ekki ný ríkisstjórn með ZERO Framsókn?

Af hverju ekki kvenfrelsi með ZERO misrétti?

Af hverju ekki kynfrelsi með ZERO nauðgunum?

Af hverju ekki jafnrétti með ZERO ofbeldi?

Af hverju ekki náttúruvernd með ZERO landdrekkingu?

Af hverju ekki velferðarkerfi með ZERO einkavæðingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með ZERO umræðu um ZERO vitleysu.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst flott hvað annars frekar pirrandi auglýsing hefur leitt af sér miklu betri vangaveltur, til dæmis hjá þér, held að fólk sé að upplagi frekar skapandi og bjartsýnt þegar það getur búið til eitthvað nothæft úr svona bull-hráefni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.3.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þetta eru fáránlegar auglýsingar, en skemmtilegar pælingar hjá þér. :)

Svala Jónsdóttir, 18.3.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Algerlega ömurlegar auglýsingar.

Brynja Hjaltadóttir, 19.3.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband