Eftirlit á netinu

Þetta er meðal annars ástæða fyrir því að mikilvægt sé að koma á skilvirku eftirliti í netheimum.  Eins og allir vita er netheimurinn sífellt að stækka og það sem fer þar fram er margt mjög slæmt.  Eins og netið getur verið góður kostur og komið mörgu góðu til leiða þá er hræðilegt hversu mikið ofbeldi þrífst þar.  Með góðu og virku eftirliti væri vonandi hægt að koma í veg fyrir hluta af þessum brotum sem þar fer fram.  Ef hægt er að koma í veg fyrir þótt ekki væri nema eitt ofbeldi (ef þannig má að orði komast) tel ég þetta réttlætanlegt.
mbl.is Um 30-40% ábendinga barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryptophan

Eins og svo oft áður þá er þetta spurning um hversu miklu frelsi sé hægt að fórna fyrir öryggiskennd, og hvort sú öryggiskennd sé raunveruleg eða bara ímynduð.

Ég held eitthvað eins og "netlögregla" sé einfaldlega ekkert mikið skárri en það sem hún væri búin til til ætti að berjast gegn. Að ríkið getið einfaldlega fyrirhafnarlaust tekið úr umferð það sem því er illa við að sé á netinu (eða öðrum opnum miðlum) er einfaldlega rangt. Auðvitað er erfitt segja svona, hljómandi eins og maður sé á móti því að barist sé gegn barnaklámi, en ég er ekki að meina það. Svona "netlögregla" væri örugglega ekki skilvirkasta leiðin.

Sorry ef ég fór aðeins út fyrir þráðinn :-o Þetta liggur mér bara þungt á hjarta ;)

Kv. W 

Tryptophan, 19.3.2007 kl. 19:08

2 identicon

En afhverju stöðva við neteftirlit? 

Gífurlega mikið af glæpum eru framkvæmdir á heimilum, jafnvel framleiðsla á allskins ólöglegu efni.  Með góðu og virku eftirliti væri vonandi hægt að koma í veg fyrir hluta af þessum brotum sem þar fer fram.  Ef hægt er að koma í veg fyrir þótt ekki væri nema eitt ofbeldi (ef þannig má að orði komast) tel ég þetta réttlætanlegt.

Ef við ætlum að ganga þann stíg sem ritskoðun er þá verðum við að vera að gera okkur grein fyrir því hvar hann endar.  Því það frelsi sem við gefum frá okkur verður aldrei tekið til baka. 

"Ég vil stofna Netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk að stöðva klámdreifingu."

Steingrímur J. Sigfússon,  25. febrúar 2007.
 

Kalli (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frelsi hvað... eigum við í nafni frelsis leyfa fólki að brjóta íslensk lög með niðurhal á klámi á netinu.  Klám er ólöglegt á Íslandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 23:17

4 identicon

Það er hægt að loka fyrir þetta allt. sjá slóð: http://www.123.is/hadda/default.aspx?page=home&sa=GetRecord&id=78200

Óðinn k Andersen (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband