Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fræðslufundur í Árborg

Evrópuvika gegn heimilisofbeldi 8. -15. mars 2007 – fræðsluerindi í Ráðhúsi Árborgar

 

Vikan 8.-15. mars n.k. verður tileinkuð átaki gegn heimilisofbeldi.  Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að taka þátt í þessari viku með ýmsum hætti.  Meðal annars verður fræðslufundur í fundarsal á 3ju hæð Ráðhúss Árborgar þann 8. mars n.k. kl.17:15 -18:30  Framsögumenn verða:

  • Ingólfur V. Gíslasson, félagsfræðingur, erindi hans nefnist ,,Hvað hefur breyst”  hann mun fjalla stuttlega  um breytingar á stöðu og möguleikum karla og kvenna á Íslandi á síðustu áratugum, hvað sé helst athugunarvert og hver sé líkleg þróun á næstum árum.
  • Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.   Hún fjallar um kynbundið ofbeldi, þ.á.m. heimilisofbeldi og tengsl þess við jafnréttisbaráttuna.
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélag Íslands, erindi hennar nefnist ,,Kraftur kvenna” sem fjallar um kvenhreyfinguna og baráttu fyrir jafnrétti.

Þá verða send póstkort inn á öll heimili í Árborg til að minna á að heimilisofbeldi á ekki að líðast með upplýsingum um hvert einstaklingar geti leita sér aðstoðar vegna þess.

 


Náttúruauðlindir okkar allra

Já þá er bara spurning hvað Framsókn gerir, stendur hún við stóru orðin frá helginni um að keyra þetta ákvæði í gegn, eða hrökklast hún til baka með orð sín og undir vald Sjálfstæðisflokksins?  Það verður að minnsta kosti  fróðlegt að fylgjast með framvindu mála
mbl.is Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur hjá mínum mönnum

Oh já það er nú ekki að spyrja að mínum mönnumCool 

Auðvitað unnu þeir Liverpool í dag, ég var aldrei efins um annað.  Það var varamaðurinn John O'Shea sem skoraði sigurmark United á 88. mínútu með skoti af stuttu færi eftir að Jose Reina hafði varið aukaspyrnu frá Ronaldo. O'Shea náði frákastinu og skoraði með föstu skoti. United lék manni færri síðustu 10 mínúturnar eftir að Paul Scholes hafði verið vikið af leikvelli.

Þeir eru bara bestirCool


mbl.is John O'Shea tryggði Man.Utd. sigur á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG með meira fylgi en Samfylking

Þetta er ekki amaleg niðurstaða.  Nú er bara að halda áfram og ná hreinum vinstri meirihluta í vor.Wink   Enn eru nokkrar vikur til kosninga og það er bara að nota tímann og afla meira fylgis og fella núverandi meirihluta. 
mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband