Ofurlaun og okurvextir

 

Er ekki eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi okkar.  Ég sá þessa frétt inn á www.ruv.is og þetta sló mig talsvert.  Þarna er um að ræða ofurlaun til stjórnenda bankastofnunnar hér á landi.  Það er í lagi að mínu mati að fólki hafi góðar tekjur vinni það sér inn til tekna.  En þegar um slíkar upphæðir er að ræða verður maður svolítið orðlaus.  Mér finnst þetta vera svívirða við neytendur.  Við erum að borga með hæstu vexti og þjónustugjöld í heimi.  Væri ekki nær að láta þetta ganga að einhverju leiti til okkar sem borgum brúsann?  Það væri hægt að lækka vextina, draga úr þjónustugjöldum.

Sjá frétt: 

,,240 m.kr. laun tveggja æðstu stjórnenda Kaupþings

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fékk tæpar 70 miljónir í laun í fyrra og jafnháa upphæð í bónusa. Stjórnarformaður bankans, Sigurður Einarsson, var með jafnhá árslaun og launaauka. Samtals námu því laun og bónusar til þessara tveggja æðstu stjórnenda bankans um 280 miljónum króna. Það er um 75% hækkun frá fyrra ári.

Sigurður fékk líka rúmar 30 miljónir í fríðindagreiðslur og Hreiðar rúmlega 2 miljónir. Forstjóri Kaupþings hér á landi, Ingólfur Helgason, var með 30 miljónir króna í árslaun og 40 miljónir í bónusa. Stjórnarmenn í bankanum fengu á bilinu 1,2 miljónir til 4,6 fyrir sína vinnu í fyrra.,, (ruv.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband