Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
17.10.2007 | 23:13
Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra
Í gangi er undirskirftarsöfnum sem ég hvet alla til að skrifa undir. Óréttlætið og ójöfnuðurinn í þessu þjóðfélagi er þvílíkur að það verður að fara að gera eitthvað til að sporna við honum. Við getum verið þrýstiafl á stjórnvöld. Nú er lag að láta Samfylkinguna standa við gefin loforð í aðdraganda kosninganna í vor. Farið inn á þessa síðu, sendið slóðina í tölvupósti, takið þátt sýnum samhug. Nú er komið nóg.
http://www.petitiononline.com/lidsauki/petition.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 07:17
Aldarminning ömmu
Amma Alla hefði orðið 100 ára gömul í dag, væri hún á lífi. Hún var fædd þann 15. okt. 1907. Hún lést í apríl 1997. Blessuð sé minning hennar.
Um helgina áttum við afkomendur hennar frábæra stund þar sem við komum saman til að heiðra minningu hennar. Amma var frábær kona í alla staði. Hún ól af sér 10 börn og komust 8 af þeim á legg og í dag eru 5 eftir af þessum hóp.
Ég þekki ekki duglegri konu en hana ömmu, hún var alltaf að, hún vann mjög mikið þegar hún hafði heilsu til og jafnvel lengur. Ég man eftir þegar ég var lítil stelpa og var að skottast yfir til hennar og afa í Björgvin, kíkti í kjallaran hjá afa eða settist inn í eldhús eða borðstofu hjá ömmu. Amma hafði mikla þolinmæði við að kenna mér að prjóna og oft tók hún spil við mig líka. Ég man alltaf eftir lyktinni hjá henni, það var alltaf svo góður bökunarilmur hjá henni. Hún bakaði í mörg mörg ár flatkökur fyrir kaupfélagið hérna. Ef hún var ekki að baka þær þá var hún að baka vinarbrauð eða aðrar kökur. Hún var aldrei aðgerðalaus. Mér er líka minnistæðar þær ferðir sem ég fór með henni og Nonna frænda austur að Skógum eða annað. Amma hafði mjög gaman af því að ferðast og stundum fékk ég skottan að fara með og það var sko ekki leiðinlegt. Mér eru líka minnistæðar ferðirnar í Hveragerði rétt fyrir jólin, þegar ég fékk að fara með henni og Nonna í jólakaupaleiðangur, þá tók ég allt klinkið mitt með mér og fór að kaupa gjafir handa mömmu og pabba, þessar ferðir voru fastur liður í kringum jólin. Í hádeginu á sunnudögum hringdi ég oftar en ekki yfir í Björgvin til að gá hvað amma ætlaði að fara í matinn, yfirleitt leist mér nú betur á að en það sem mamma ætlaði að hafa og fékk ég þá að koma yfir að borða. Amma var svo hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera, tók nærri sér ef einhver áttu um sárt að stríða. Hún var kona með hjarta úr gulli.
Amma lifði á tímum mikilla breytinga, hún fæðist í kringum aldarmótin þarsíðustu og lifir nærri því fram á síðustu aldarmót. það var því eðlilega mikið sem gekk á í lifi hennar, hún upplifði gleði og sorg og er ekki hægt að segja að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni, hún þurfti alltaf að hafa mikið fyrir lífinu. En það var gleðin sem einkenndi hana ömmu og hún var sko sannarlega rík af henni. Gleðina smitaði hún svo sannarlega af sér því það sótti í hana fólk, allir vildu þekkja Öllu Gests. Amma kunni ógrinni af vísum og textum og fór óspart með þær þegar hún sat með prjónana sína við borðstofuborðið og prjónaði. Eða þá að þegar við vorum lítil átti hún það til að taka okkur í fang sér og stíga spor með okkur og syngja "óli skans" Ég man líka alltaf að þegar hún kom út á tröppur fyrst á morgnanna þá byrjaði hún alltaf á að signa sig og fara með morgunbæn.
Það væri hægt að skrifa heila bók um þessa merku konu sem hún amma var, þeir sem þekktu hana vita hvað ég er að tala um. Hennar er enn sárt saknað meðal okkar en við vitum að hún unir sér vel í himnaríki með afa og börnum sínum 4 sem eru farin. Hún var orðin gömul og veik í lokin og fékk því lausn frá veikindum sínum.
Blessuð sé minning hennar ömmu sem var okkur öllum svo góð
kveðja Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2007 | 23:48
Mikið að gerast
Þetta er svo sannarlega búinn að vera áhugaverður dagur í íslenskum stjórnmálum. Miklar fréttir úr höfðuborginni Við völdum hafa tekið frábærir einstaklingar að mestu, reyndar hefði verið gott ef VG og S hefðu getað tekið þetta einir. Ég sé fram á góða tíma í höfuðborginni þar sem þeir gefa sig út fyrir að vera félagshyggjustjórn. Vonandi er spillingin með orkuveituna að baki og fólk getur treyst þessum meirihluta fyrir hagsmunum sínum. Vonadi verður það bara ríkisstjórnin næst
Það gekk bara nokkuð vel hjá doktor útlenskum í dag Ég skrifaði samviskusamlega orðalista á ensku, sat lengi með orðabókina og valdi nokkur vel völd oroð, mjög fræðileg og flott orð. Þannig að ég mætti með blað til hans og settist fyrir framan hann og byrjaði að þylja upp sögu mína. Gleymdi að finna rétt orð yfir heiladingul, þannig að ég benti bara á hausinn á mér og sagði "braindong" eins og einn góður samkennari minn sagði mér að gera. Það kom nú margt og mikið út úr þessum tíma en ég þarf reyndar kannski að hringja aðeins í lækninn minn og fá nokkrar útskýringar á einu og einu hugtaki sem ég náði ekki alveg
Ekki það að enskan mín sé svona slök, heldur eru þetta svo mikið af fræðorðum.... hummm en stórfínn læknir sem gaf sér virkilega góðan tíma til að athuga alla ómögulega og mögulega þætti.
En svo var kvöldið alveg frábært, við bakkaskvísur fæddar 71, 72, 73 og 74 vorum að hittast í kvöld, frábær mæting og mikil stemming. Frábært að hitta þær allar.
En nú ætti maður að fara að sofa
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.10.2007 | 16:48
Þvottur og læknisþjónustuleysi
Vá hvað þvottur getur orðið að stóru vandamáli, kannast einhver við þetta???? það er ekkert mál að setja í vél og svo úr henni í þurkarann. En að ganga síðan frá þessu, það er bara erfitt oft á tíðum. En þetta er vissulega bara hugarfarið en ég er því miður á þeim stað að finnast þetta bara eitt af a því leiðinlegasta sem ég geri. En svo er svo skondið að þegar ég byrja þá er þetta bara nokkuð ok
Annars á ég tíma hjá lækni/sérfræðingi á morgun sem er ekki frásögu færandi nema af því leiti að hann talar ekki íslensku, ég get valið að tala við hann á pólsku eða ensku. Hum ég tala nú alveg ensku en er ekki alveg kannski með svona fræðiheiti í læknisfræði á hreinu. Kannski ég taki með mér orðabók eða við notum bara tákn með tali, bendum og potum Ef ég hefði ætlað að fá tíma hjá mínum lækni sem er íslenskur hefði ég orðið að bíða í tvo mánuði. Þannig að maður verður bara að láta sig hafa það, ekki það að erlendir læknar séu eitthvað slæmir, heldur er kannski svolidð vont að skilja ekki hvort annað. Sé fyrir mér: Hello mæ neim is Sædís end æm fíling very bed her( og benda staðinn) kan jú dú somting for mí???? þá fæ ég lílklega fræðilegt svar sem getur þýtt hvað sem er
og ég enda kannski með kolranga greiningu og vitlaus lyf..... humm kannski ég ætti að bíða í tvo mánuði??????
Well bootcamp bíður
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2007 | 22:10
6.9 að baki og engin eftirsjá
Jamm nú eru farin í burtu 6,9 kíló og ekki minnsta eftirsjá að neinu þeirra. Ég væri samt til í að þau væru miklu fleiri sem væru farin en á fimm vikum er þetta kannski ok. En ég hlakka samt til eftir tvær vikur þegar það verður mæling í bootcampinu. Segir ekki á góðum stað að góðir hlutir gerist hægt. En að minnsta kosti stefni ég á að vera komin í ásættanlegt ástand undir vorið. Ætla mér að fara nokkur fjöll næsta sumar þannig að þá er víst betra að vera í þokkalegu formi, ekki satt.....
Annars er ég að fara á rosa spennandi námskeið næstu helgi sem stendur frá föstudagskvöldi til sunnudagskvöld. Reyndar mun laugardagurinn verða tileinkaður ömmu heitinni en hún hefði orðið 100 ára ef hún væri á lífi þann 15. okt nk. Þannig að það verður heiljarinnar fjölskyldumót hjá okkur, hlakka rosa til að hitta ættingja sem maður hefur ekki hitt í langan tíma svo og hina líka
Annars er maður nú frekar orðlaus þessa dagana vegna þess sukk sem viðgengst í stjórnkerfi borgarinnar. Það að skuli farið svona með eign borgarbúa og fl. er ótrúlegt en kannski er það ekki svo ótrúlegt þegar þessir menn eru við stjórn.....
jæja best að fara að fara yfir danska stíla
vi ses
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2007 | 21:10
Loks aftur þar sem þeir eiga heima

![]() |
Manchester United efst eftir stórsigur á Wigan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2007 | 13:47
Skoðanakannanir....og launamál á ný
Ha ha ha það kom að því að ég lenti í þessum slemiúrtökum hjá Gallúp. Til mín hringdi áðan örugglega voðalega myndarlegur maður því röddin hljómaði þannig
Hann var að spyrja um þjónustu Vínbúðanna.... úff hann hefði átt að hringja í aðra en mig því ég fer svo sjaldan í þessar búðir að ég er kannski ekki alveg sú marktækasta. En samt gat ég sagt honum frá því að síðast þegar ég verslaði í þessum búðum var það í Smáralind, fyrir xx tíma. Svo var spurt um gæði búðanna... humm gæði vínbúða, eru það einhver gæði??? æi veit ekki. Síðan átti ég að segja til um hvað það væri sem skipti mig mestu máli í þjónustu Vínbúðanna, þá voru nokkrir möguleikar þ.e nálægð við matvöruverslun.. humm þá sá ég spottið í þessu, það er auðviðtað verið að reyna koma þessu fáranlega frumvarpi í gegn enn og aftur að selja vín í matvöruverslunum
ohh nei ég skildi ekki ganga í þessa gildru heldur sagði ég mína meiningu að ef búðin væri snyrtileg og hefði til sölu baylis þá væri ég ánægð.
Næst var spurt um aldur, tekjur og póstnúmer... humm já ég sagði að ég væri fædd 1972 og byggi í póstnúmeri 820 og þá er nú auðvelt að rekja það við erum líklega ekki nema tvær kvenkyns manneskjur sem búum hér sem erum fæddar þetta eðal ár. Þegar hann spurði um tekjur þá fékk ég nokkra valmöguleika.... og fyrsti var undir 250.000 og svo hélt hann áfram í þvílíkar tölur sem ég láglaunakennari myndi ekki einu sinni geta látið mig dreyma um ég hló nú bara og sagði: "heyrðu vinur ég er kennari og reiknaðu nú
undir 250.000 og langt fyrir neðan það
Þá sagði þessi yndæli maður mér, sem núna veit ansi mikið um mína hagi þ.e aldur, búsetu, laun og drykkjuvenjur og mikið að hann hafi ekki bara spurt um ummál og fl, mér að hann væri líka kennari og væri í þessu í aukavinnu til að hækka aðeins tekjur sínar.... arrrrggg er þetta hægt að kennarar sem vinna fulla vinnu og oft rúmlega það þurfi að vinna aukavinnu til að geta framfleitt sér og sínum. ÉG er til dæmis núna að fara að taka vakt í sjoppunni til að hugsanlega geta átt fyrir næstu mánaðarmótum. Maður verður svo pirraður en pirringur leysir svo sannarlega ekki þennan djúpstæða vanda. Við verðum kannski bara að biðja fyrir þessu að það komi lausn sem verði ásættanleg.
jæja en það var að minnsta kosti ánægjulegt að fá að vera virkur þjóðfélagsþegn og svara spurningum hjá svona yndælum manni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 09:16
Laun kennara verða að hækka
Það er mjög augljóst má að ef ekki á að verða mikill flótti úr kennarastéttinni eftir áramót svo ég tali nú ekki um næsta haust, verða laun kennara að hækka verulega. Tökum dæmi eins og með mig, 35 ára kennari búin að kenna í að verða 10 ár, grunnlaun eru 218.222 kr. á mánuði. Af þessu á svo eftir að taka skatta og önnur launatengd gjöld. Eftir 3 ára háskólanám og jafnvel meira nám því þó svo að kennarar fari í framhaldsnám hækka launin ekki nema um einn launaflokk sem gera tæpar 6000 kr.
Þetta eru ekki einu sinni hlægilegar tölur, þetta eru sorglegar tölur. Verulega úrbóta er þörf ef halda á úti góðu skólastarfi áfram, því ef kennarar hætta og leita í önnur störf þá verður það erfitt.
Börnin eru auður okkar þjóðarinnar og það er til háborinna skammar að ráðamenn landsins skulu ekki meta það meira en raun ber vitni. Það að ekki skuli vera borguð mannsæmandi laun til leikskóla- og grunnskólakennara sýnir að það er annað en börn framtíðarinnar sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi. Auðhyggjan og veraldlegur auður hefur verið í forgangi allt of lengi hjá þeim sem stjórna, það er kominn tími til að breyta um stefnu og setja mannauð og manngildi í fyrirrúm.
![]() |
Kjörin verði stórbætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2007 | 19:44
Spádómur dagsins.....
Heillastjörnurnar segja margt skemmtilegt um krabbann í dag.
Krabbi: Þú þráir krefjandi samband, æsing og flugelda. Erfiðasta hliðin á að viðhalda svo ástríðufullu sambandi, er að týna ekki sjálfum sér í því.
Já þetta hljómar nú ansi skemmtilega þar sem maður er nú í þessari "einstöku" stöðu..... nema ég er ekkert mikið fyrir flugelda, nema í fjarska....
En ég held að málið með sambönd sé svoldið mikið svona, það er gríðarlega mikilvægt að rækta sambandið og viðhalda ástríðunni í því. Einnig er mikilvægt að konur jú og menn líka týni ekki sjálfum sér í makanum. Hætti að vera maður sjálfur og fari algjörlega inn í hausinn á makanum og taki sér bólfestu þar. Því öll erum við einstaklingar og þurfum á ákveðnu frelsi að halda og það þarf að virða í samböndum. Báðir aðilar eiga að fá að blómstra á sínum eigin forsendum, ekki satt
Annars má líka tengja þetta við samband okkar við Guð, við þurfum að viðhalda því sambandi til að missa ekki fótfestuna í lífinu...
Ohh ég er svo spekingsleg í dag. Maður kann þetta svo sannarlega allt en oft verður þetta erfiðara í practice
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2007 | 23:49
Hafðu það einfalt.
,,Kemst þó hægt fari" (Hoagy Carmichael)
Þetta slagorð er eitt af mínum uppáhalds slagorðum. En þrátt fyrir hversu mikið mér finnst vænt um þetta slagorð og reyni að fara eftir því, gengur það hálf illa. Sem betur fer er það að lagast upp á síðkastið en oj og boj hvað það getur tekið á. Meira að segja að hafa bílinn minn einfaldan er erfitt. Hlutir sem eru skildir eftir þar inni verða stundum ansi lengi þar. Skipulagið á heimilinu er langt frá því að vera einfalt. Stundum tek ég mig til og ætla að einfalda alla hluti hjá mér og fyrr en varir er ég búin að flækja allt til mikilla muna. En svona getur þetta verið
Annars var ég á mjög góðum fundi með félögum mínum í VG í kvöld og margt skemmtilegt að gerast. Reyndar missti ég af heimahóp í staðinn þannig að ég var frekar svekkt yfir því en eins og einhverstaðar stendur þá getur maður ekki verið á öllum stöðum.
Jæja nóg að sinni
kv. Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)