Aldarminning ömmu

Amma Alla hefði orðið 100 ára gömul í dag, væri hún á lífi.  Hún var fædd þann 15. okt. 1907.  Hún lést í apríl 1997.  Blessuð sé minning hennar.

Um helgina áttum við afkomendur hennar frábæra stund þar sem við komum saman til að heiðra minningu hennar.  Amma var frábær kona í alla staði.  Hún ól af sér 10 börn og komust 8 af þeim á legg og í dag eru 5 eftir af þessum hóp.

Ég þekki ekki duglegri konu en hana ömmu, hún var alltaf að, hún vann mjög mikið þegar hún hafði heilsu til og jafnvel lengur.  Ég man eftir þegar ég var lítil stelpa og var að skottast yfir til hennar og afa í Björgvin, kíkti í kjallaran hjá afa eða settist inn í eldhús eða borðstofu hjá ömmu.  Amma hafði mikla þolinmæði við að kenna mér að prjóna og oft tók hún spil við mig líka.  Ég man alltaf eftir lyktinni hjá henni, það var alltaf svo góður bökunarilmur hjá henni. Hún bakaði í mörg mörg ár flatkökur fyrir kaupfélagið hérna.  Ef hún var ekki að baka þær þá var hún að baka vinarbrauð eða aðrar kökur.  Hún var aldrei aðgerðalaus.  Mér er líka minnistæðar þær ferðir sem ég fór með henni og Nonna frænda austur að Skógum eða annað.  Amma hafði mjög gaman af því að ferðast og stundum fékk ég skottan að fara með og það var sko ekki leiðinlegt.  Mér eru líka minnistæðar ferðirnar í Hveragerði rétt fyrir jólin, þegar ég fékk að fara með henni og Nonna í jólakaupaleiðangur, þá tók ég allt klinkið mitt með mér og fór að kaupa gjafir handa mömmu og pabba, þessar ferðir voru fastur liður í kringum jólin.  Í hádeginu á sunnudögum hringdi ég oftar en ekki yfir í Björgvin til að gá hvað amma ætlaði að fara í matinn, yfirleitt leist mér nú betur á að en það sem mamma ætlaði að hafa og fékk ég þá að koma yfir að borða.  Amma var svo hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera, tók nærri sér ef einhver áttu um sárt að stríða.  Hún var kona með hjarta úr gulli.

Amma lifði á tímum mikilla breytinga, hún fæðist í kringum aldarmótin þarsíðustu og lifir nærri því fram á síðustu aldarmót.  það var því eðlilega mikið sem gekk á í lifi hennar, hún upplifði gleði og sorg og er ekki hægt að segja að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni, hún þurfti alltaf að hafa mikið fyrir lífinu.  En það var gleðin sem einkenndi hana ömmu og hún var sko sannarlega rík af henni.  Gleðina smitaði hún svo sannarlega af sér því það sótti í hana fólk, allir vildu þekkja Öllu Gests.  Amma kunni ógrinni af vísum og textum og fór óspart með þær þegar hún sat með prjónana sína við borðstofuborðið og prjónaði.  Eða þá að þegar við vorum lítil átti hún það til að taka okkur í fang sér og stíga spor með okkur og syngja "óli skans"  Ég man líka alltaf að þegar hún kom út á tröppur fyrst á morgnanna þá byrjaði hún alltaf á að signa sig og fara með morgunbæn.

Það væri hægt að skrifa heila bók um þessa merku konu sem hún amma var, þeir sem þekktu hana vita hvað ég er að tala um.  Hennar er enn sárt saknað meðal okkar en við vitum að hún unir sér vel í himnaríki með afa og börnum sínum 4 sem eru farin.  Hún var orðin gömul og veik í lokin og fékk því lausn frá veikindum sínum.

Blessuð sé minning hennar ömmu sem var okkur öllum svo góð

kveðja Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ ;)

Til hamingju með daginn ;)

Kv Elín Birna.

Elín Birna (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hæ hæ frænka... til hamingju með daginn ... merkisdagur í dag fyrir okkur. Frábært framtak hjá ykkur að standa fyrir veislunni á laugardaginn..

Æði að sjá ykku öll.

Við stöndum við frænkuboðið... mæli með nóvember í það.

Linda Lea Bogadóttir, 15.10.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já tek undir það.  Plönum það í nóvember

Sædís Ósk Harðardóttir, 15.10.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með að hafa átt þessa yndislegu ömmu að.  Ertu til í að kíkja á síðuna mína og sjá hvað er í gangi hjá mér og vonandi taka þátt og deila þessu með þínum vinum. kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband