Skoðanakannanir....og launamál á ný

símiHa ha ha það kom að því að ég lenti í þessum slemiúrtökum hjá Gallúp.  Til mín hringdi áðan örugglega voðalega myndarlegur maður því röddin hljómaði þannigTounge  Hann var að spyrja um þjónustu Vínbúðanna.... úff hann hefði átt að hringja í aðra en mig því ég fer svo sjaldan í þessar búðir að ég er kannski ekki alveg sú marktækasta.  En samt gat ég sagt honum frá því að síðast þegar ég verslaði í þessum búðum var það í Smáralind, fyrir xx tíma. Svo var spurt um gæði búðanna... humm gæði vínbúða, eru það einhver gæði??? æi veit ekki.  Síðan átti ég að segja til um hvað það væri sem skipti mig mestu máli í þjónustu Vínbúðanna, þá voru nokkrir möguleikar þ.e nálægð við matvöruverslun.. humm þá sá ég spottið í þessu, það er auðviðtað verið að reyna koma þessu fáranlega frumvarpi í gegn enn og aftur að selja vín í matvöruverslunumDevil ohh nei ég skildi ekki ganga í þessa gildru heldur sagði ég mína meiningu að ef búðin væri snyrtileg og hefði til sölu baylis þá væri ég ánægð.

Næst var spurt um aldur, tekjur og póstnúmer... humm já ég sagði að ég væri fædd 1972 og byggi í póstnúmeri 820 og þá er nú auðvelt að rekja það við erum líklega ekki nema tvær kvenkyns manneskjur sem búum hér sem erum fæddar þetta eðal ár.  Þegar hann spurði um tekjur þá fékk ég nokkra valmöguleika.... og fyrsti var undir 250.000 og svo hélt hann áfram í þvílíkar tölur sem ég láglaunakennari myndi ekki einu sinni geta látið mig dreyma umSick ég hló nú bara og sagði: "heyrðu vinur ég er kennari og reiknaðu núShocking undir 250.000 og langt fyrir neðan það

Þá sagði þessi yndæli maður mér, sem núna veit ansi mikið um mína hagi þ.e aldur, búsetu, laun og drykkjuvenjur og mikið að hann hafi ekki bara spurt um ummál og fl,  mér að hann væri líka kennari og væri í þessu  í aukavinnu til að hækka aðeins tekjur sínar.... arrrrggg er þetta hægt að kennarar sem vinna fulla vinnu og oft rúmlega það þurfi að vinna aukavinnu til að geta framfleitt sér og sínum.  ÉG er til dæmis núna að fara að taka vakt í sjoppunni  til að hugsanlega geta átt fyrir næstu mánaðarmótum.  Maður verður svo pirraður en pirringur leysir svo sannarlega ekki þennan djúpstæða vanda.  Við verðum kannski bara að biðja fyrir þessu að það komi lausn sem verði ásættanleg.

jæja en það var að minnsta kosti ánægjulegt að fá að vera virkur þjóðfélagsþegn og svara spurningum hjá svona yndælum manniCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband