Hafðu það einfalt.

,,Kemst þó hægt fari"    (Hoagy Carmichael) 

slowÞetta slagorð er eitt af mínum uppáhalds slagorðum.  En þrátt fyrir hversu mikið mér finnst vænt um þetta slagorð og reyni að fara eftir því, gengur það hálf illa.  Sem betur fer er það að lagast upp á síðkastið en oj og boj hvað það getur tekið á.  Meira að segja að hafa bílinn minn einfaldan er erfitt.   Hlutir sem eru skildir eftir þar inni verða stundum ansi lengi þar.  Skipulagið á heimilinu er langt frá því að vera einfalt.  Stundum tek ég mig til og ætla að einfalda alla hluti hjá mér og fyrr en varir er ég búin að flækja allt til mikilla muna.  En svona getur þetta verið

Annars var ég á mjög góðum fundi með félögum mínum í VG í kvöld og margt skemmtilegt að gerast.  Reyndar missti ég af heimahóp í staðinn þannig að ég var frekar svekkt yfir því en eins og einhverstaðar stendur þá getur maður ekki verið á öllum stöðum.

Jæja nóg að sinni

kv. Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Take it easy darling 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband