Spádómur dagsins.....

sambandHeillastjörnurnar segja margt skemmtilegt um krabbann í dag.

KrabbiKrabbi: Þú þráir krefjandi samband, æsing og flugelda. Erfiðasta hliðin á að viðhalda svo ástríðufullu sambandi, er að týna ekki sjálfum sér í því.

Já þetta hljómar nú ansi skemmtilega þar sem maður er nú í þessari "einstöku" stöðu..... nema ég er ekkert mikið fyrir flugelda, nema í fjarska....

En ég held að málið með sambönd sé svoldið mikið svona, það er gríðarlega mikilvægt að rækta sambandið og viðhalda ástríðunni í því.  Einnig er mikilvægt að konur jú og menn líka týni ekki sjálfum sér í makanum.  Hætti að vera maður sjálfur og fari algjörlega inn í hausinn á makanum og taki sér bólfestu þar.  Því öll erum við einstaklingar og þurfum á ákveðnu frelsi að halda og það þarf að virða í samböndum.  Báðir aðilar eiga að fá að blómstra á sínum eigin forsendum, ekki sattInLove

Annars má líka tengja þetta við samband  okkar við Guð, við þurfum að viðhalda því sambandi til að missa ekki fótfestuna í lífinu... 

Ohh ég er svo spekingsleg í dag.  Maður kann þetta svo sannarlega allt en oft verður þetta erfiðara í practice

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Harmony, jafnvægi þannig er allt best.  Give a little take a little and smile. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 20:19

2 identicon

Jæja góða bara farin að vera hér alla daga - og hvaðan eiga þá gestirnir að koma inn á mitt blogg?  40% af öllum gestum hjá mér koma frá hinni síðunni þinni.  Sigh ég mun deyja út í bloggheimum  En það er svo sem allt í lagi þannig séð.  Er búin að fatta að ég verð vart fræg á bloggfærslum -kannski af endemum bara í staðinn.  Sakna þín - heyrumst bráðum eða sjáumst Ings

Ingveldur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Inga mín, ég redda þessu bara set á þig link hérna

Sædís Ósk Harðardóttir, 4.10.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Saumakonan

Öhmm....  æsingur og flugeldar???    Eitthvað held ég að krabbaspánni sé að förlast þar sem við skötuhjúin erum bæði krabbar og þetta á ekki aaaalveg beint við okkur.    Getum jú verið ævintýragjörn en samt voða róleg í tíðinni og líður best bara í kúri í sófanum

Saumakonan, 5.10.2007 kl. 16:12

5 identicon

jú það er ein leið og ég sé að þú hefur meira að segja látið verða af því að slengja nafni mínu hér til vinstri en ... tengillinn vísar inn á þína síðu tíhíhí - þú ert æði, þín Inga

Inga pinga (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:56

6 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hihihi úppps best að laga það

Sædís Ósk Harðardóttir, 6.10.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband