Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Konur yfir fertugt.

Já maður getur greinilega haft mikið til að hlakka til þegar maður verður 40 ára, en það er nú svo langt í það hjá mérLoL

Eftir því sem ég eldist (sagt af karlmönnum), met ég mest konur yfir fertugt og hér eru
nokkrar ástæður hversvegna:


Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig
"hvað ertu að hugsa?"
Hún kærir sig kollótta um hvað þú ert að hugsa. Ef kona yfir fertugt
vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir
eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en
leikurinn
.

Konur yfir 40 eru virðulegar. Þær fara sjaldan í
öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað. Auðvitað
gera þær það ef þú átt það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig
ef þær halda að þær komist upp með það. Eldri konur eru örlátar á
hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að
verðleikum.


Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að
viðurkenna misbresti þína fyrir þeim. Þegar þú getur litið framhjá
einni eða tveimur hrukkum, er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en
yngri kynsystur hennar. Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja
þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft
aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær. Já, við dásömum
konur yfir fertugt af mörgum ástæðum. Því miður er það ekki
gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu
yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum
gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst afsökunar.



Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna
þegar þú getur fengið mjólkina frítt" hér eru nýjar upplýsingar;


Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum Hversvegna?


Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pulsu!


Andy Rooney


Bleikur er litur októbers

kerti Í október er bleiki liturinn allsráðandi, það er ekki af ástæðu lausu, heldur er það til minningar um þá sem hafa greinst með brjóstakrabbamein.  Fjölmargar konur greinast á ári hverju með þennan hræðlega sjúkdóm, margar ná sem betur fer bata en baráttan við þennan illvíga sjúkdóm er hræðileg.  Því miður deyja allt of margar konur af völdum brjóstakrabbameini.    Í októbermánuði 2007 verður lögð áhersla á að selja bleikar slaufur og verður afraksturinn notaður til að kaupa nýtt ómtæki fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ómtækið verður notað til nánari greiningar eftir brjóstamyndatökur og við frumrannsókn á brjóstum hjá ungum konum með einkenni.  Voandi kaupa sem flestir slaufuna til að styðja við bakið á leitarstöðinni.

Mánudagur til mæðu

ÉG skil ekki alveg þetta mæðuhugtak, þótt dagurinn í dag hafi verið að svo komnu ansi mæðulegurCrying En samt skárri en dagurinn í gær, því þá var maður ansi svefnvana eftir FRÁBÆRA Gyðjuhelgi. Umm þetta var bara draumur í dós..... say no more.  Við áttum sem sagt saman þarna frábæra helgi þar sem við brölluðum margt skemmtilegt saman vinkonurnar.  Takk stelpur fyrir allt.

Þannig að eftir sukksama helgi er bara að taka á því aftur, en ég var nú samt bara voða dugleg, borðaði ekkert nammi og passaði mig í mataræðinu.  Þannig að það er bara bootcamp núna á efitr og svo er það Alfa í kvöldTounge hvers getur kona óskað meira.

Alþingi var sett í dag að ný, vonandi eiga eftir að gerast góðir hlutir þar í vetur, ég hef trú á að þingmenn VG eiga eftir að standa sig vel þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.

Dugar að sinn

knús Sædís


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband