Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 23:36
Kalt kalt kalt....
Já það er svo sannarlega kalt þessa dagana. Það var einnig frekar kalt að koma heim eftir 2 daga fjarveru og krakkarnir hjá pabba sínum og gleymst hafði að kveikja á ofnum. Enginn til að halda á manni hita nema yndæla lopapeysan mín
Annars var ég á svo frábærri samkomu áðan að mér er enn hlýtt í hjarta og þarf því ekki að kvarta yfir innri kulda.
Guð gefi ykkur góða og draumagra nótt
knús Sædís
Slæmt veður víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 15:29
Norska leiðin
Ég tel þetta rétta ákvörðun hjá Björgvini. Í Noregi hefur tekist að jafna kynjahlutfallið það mikið að nú er um 42% stjórnarmeðlima í norskum hlutafélögum konur, sem er langhæsta hlutfall í heiminum. Ef að ekki verður hægt að hækka hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi án lagasetningu tel ég það mikilvæga leið hjá viðskiptaráðherra. Vissulega ber ætið að gæta þess að ráðið sé hæft fólk til starfa og þá skiptir litlu hvort það sé um að ræða konu eða karl.
Einnig er þessi niðurstaða af þessari rannsókn merkileg: Athygli var vakin á niðurstöðum CreditInfo sem sýnir að fyrirtæki með konur innan stjórnar lenda mun síður í vanskilum en fyrirtæki án kvenna í stjórn. Auk þess sé margviðurkennt óhagræði fólgið í því að útiloka konur, helming mannauðsins, frá viðskiptalífinu
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.1.2008 | 16:35
Back to school
Jæja þá hefst vormisseri á morgun i framhaldsdeildinni í KHÍ. Ég er bara nokkuð spennt að byrja, þarf reyndar að finna smá extra tíma í þetta, veit svo sem alveg hvar ég fæ hann en það er bara að biðja fyrir því að það gangi allt saman vel
Ég ætla mér að gerast borgardama á morgun og fimmtudaginn, fer í bæinn og ætla mér bara að hafa það næs í borginni, hitta vinkonur, fara út að borða, á kaffihús, samkomu og fundi líka bara og hver veit nema maður kíki í eina og eina búð. Nota tímann vel eftir kennslu sko
Ég er að fara í mjög spennandi kúrs sem ég vona að fylli væntingar minar því ég var ekki nógu ánægð með kúrsinn sem ég var í fyrir áramót.
Þannig að nú er bara að hefjast handa og undirbúa sig fyrir fyrstu lotu
Guð blessi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2008 | 07:43
Bitruvirkjun- ósamstaða í nýjum meirihluta????
Það er athyglisvert að fylgjast með störfum nýs meirihluta í Reykjvavík. Nýr meirihluti skipar nýja breytta stjórn OR, þar situr Kjartan Magnússon sem formaður en Ásta Þorleifsdóttir F- lista varaformaður.
OR hefur talsvert um Bitruvirkjun að segja. þarna er strax komin ósamstaða í nýjum meirihluta. Ásta Þorleifsdóttir segist andvíg hugmyndum um Bitruvirkjun, á meðan Kjartan vill ekki alveg gefa hreinar línur um það, segist vilja bíða eftir umhverfismati en segir jafnframt ekki loku fyrir það skotið að fallið verði frá hugmyndum um Bitruvrikjun.
Ég vona svo sannarlega að Ásta standi undir nafni sem umhverfissinni og standi með sjálfri sér og sínum baráttumálum þrátt fyrir að hafa farið í þennan meirihluta. Ég vona að að hún komi í veg fyrir þessi skelfilegu áform um Bitruvirkjun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 21:13
Feðraorlofsréttur framseljanlegur.
Kolbrún Halldórsdóttir hefur lagt fyrir frumvarp á alþngi um að réttur feðra til feðraorlofs verði framseljanlegur móður ef engin tengsl eru á milli föðurs og móður þ.e að faðirnn hefur ekki áhuga á að taka feðraorlof eða að skipta sér neitt af barninu. Vissulega á þetta að vera þannig að þessi réttur tilheyrir barninu.
Í dag eru lögin þannig að móðir á rétt á 3 mánuðum, faðirnn rétt á 3 mánuðum og svo eru 3 mánuðir sem foreldrar geta nýtt eða skipt á milli sín.
Málið er að þegar upp kemur mál þar sem kona verður ófrísk, maðurinn vill ekkert með barnið hafa. Hvað á þá að gera? Þá finnst mér að konan eigi að fá þessa þrjá mánuði sem annars færu til spillis. Vissulega þarf að stíga varlega til jarðar í þessu máli og gæta að því að þetta verði ekki misnotað þannig að fólk í sambúð fari að framselja sín á milli og svindla þannig á kerfinu.
En þegar maðurinn sannarlega er ekki í neinum samskiptum við móðirina, hefur engan áhuga á því þá svo sannarlega eiga þessir 9 mánuðir að nýtast barninu. Því miður er það svo að slík tilfelli eru til staðar og allt of algeng ef eitthvað er. Hvers á barn að gjalda að hafa komið undir og orðið að manneskju, það eru engar tilviljanir til og allt er þetta í Guðs höndum. Hverjum einstaklingi er ætlað ákveðið hlutverk þess vegna er það skapað í þennan heim.
Þess vegna er það sorglegt að menn vilji ekkert með afkvæmi sitt gera þegar það kemur í heiminn. Vinkona mín góð er t.d í þessari stöðu. Hún átti yndislegt barn sl. haust sem faðir þess hefur engan áhuga á að skipta sér að. Vissulega á hún þá að fá að njóta þess að vera lengur með barnið heima og nota þá 3 mánuði sem "faðir" þessa barns á rétt á að fá. Þess vegna vona ég að þetta frumvarp hennar Kolbrúnar nái í gegn á Alþingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2008 | 19:35
Er þá ekki óhætt að afnema...
Nærri 40 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.1.2008 | 23:15
Þrekvirki björgunarsveita....
Enn og aftur sanna björgunarsveitir landsins gildi sitt. 170 björgunarsveitarmenn hafa bara í dag sinnt á áttunda tug útkalla vegna veðurofsanst. Þá eru ekki taldir síðustu dagar og síðustu vikur því frá því í desember jafnvel nóvember hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast. Þeir eru að vinna ómetanlegt starf sem fólk og stjórnvöld verða að styrkja með einum eða öðrum hætti.
Einnig er önnur stétt sem hefur haft í nógu að snúast en það er snjóruðningsmenn, þeir hafa staðið í ströngu nótt sem dag síðustu daga við að berjast við að halda götum og þjóðvegum opnum. Þeir eiga einnig hrós skilði fyrir sína vinnu, ég veit bara eins og hér á Eyrarbakka er mjög vel vandað til verka og götur mjög vel mokaðar.
Útköll á áttunda tug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 21:45
Pressan....
Ég var að horfa á íslenska þáttinn Pressan. Ég horfi afar sjaldan á sjónvarp og sá ekki fyrstu þættina af þessum þáttum en sá þennan í kvöld og síðasta sunnudag og ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með þá. Leikararnir eru rosa góðir í þessu, þetta er mjög raunverulegt allt, spennu uppbygging góð. Maður er skilinn eftir í lok hvers þátta sem eitt stórt spurningarmerki og maður nær að lifa sig vel inn i þáttinn.
Ég var að minnsta kosti orðin mjög spennt áðan, var mjög ánægð að Lára væri að ná saman með Halldóri því mér fannst þau ná svo vel saman, enda myndarlegur maður á ferð. ÉG get varla beðið eftir næsta þætti því þessi endaði svo spennandi.
Hvað finnst ykkur um þessa þætti? Mér finnst líka hann Kjartan sem leikur ritstjórann alltaf svo flottur líka, bæði góður leikari og flottur maður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 20:25
Who needs men?????
Já ég komst að því áðan að ég get það sem ég ætla mér, man fyrir nokkru síðan var ég að vorkenna mér að ég gæti ekki þetta og ekki hitt. Þyrfti mann á heimlið til að sjá um þetta allt, núna sé ég að ég get þetta bara vel sjálf. Reyndar þarf ég að fá mág minn líklega lánaðan til að hengja upp nokkur ljós, en hann hefur líklega bara gaman að því að hjálpa elsku máku sinni
Áðan þurfti ég að skipta um gaskút, grafa gamla kútinn upp úr snjónum og tengja nýja Mín bara gekk í verkið, losaði gamla kútinn og sótti nýjan og gat líka bara tengt hann alveg sjálf. Man síðast fékk ég elsku mág minn til að koma yfir og laga þetta því það var eitthvað svo erfitt að ná því þá. En núna ákvað ég að ég skildi gera þetta sjálf sem ég og gerði Nei nei það er ekki rétt hjá mér að segja þetta, auðvitað eru þessar elskur líka nauðsynlegar en á réttum forsendum, ekki bara til að redda hlutum á heimilinu
Einnig er ég með jeppa í láni núna þannig að nú stoppar mig ekkert (reyndar smá í gær, en það var líka algjör ófærð sem ég í minni bjartsýni hélt ég kæmist yfir)
Annars var þorrablótið frábært í gær, ég dansaði og dansaði eins og ég veit ekki hvað. Frábær samkoma í morgun og Dagbjört var með yndislega predikun sem þið getið heyrt hér www.selfossgospel.is
Svo er bara svo margt framundan Er að byrja í skólanum á miðvikudaginn, sumarbústaðaferð eftir tvær vikur og vonandi jesúkonu helgi eftir þrjár vikur. Einnig er ég að færa mig um nefnd og það verða skemmtileg verkefni þar trúi ég.
Síðast en ekki síst er frábært mót 27. 28. 29. febrúar og 1. mars í Kotinu sem ég ætla ekki að missa af. Síðasta mót var það magnað að ég veit að Guð mun gera eitthvað enn stórkostlegra á þessu móti. Þannig að febrúar er bara orðinn nokkuð þéttur hjá minni, allt eins og það á að vera.
Síðan er ætlunin að hefja fundaröð hjá VG, spennandi verkefni þar framundan.
Síðan er auðvitað fermingarundirbúningur ohh hvða ég hlakka til að fara að ferma, ég elska að skipuleggja veislur og nú erum við systurnar að fara að ferma báðar þannig að við verðum fljotlega að fara að hefjast handa.
jæja gott í bili
Guð blessi ykkur
Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 21:46
Hroðvirknisleg vinnubrögð....
Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)