Þrekvirki björgunarsveita....

Enn og aftur sanna björgunarsveitir landsins gildi sitt.  170 björgunarsveitarmenn hafa bara í dag sinnt á áttunda tug útkalla vegna veðurofsanst.  Þá eru ekki taldir síðustu dagar og síðustu vikur því frá því í desember jafnvel nóvember hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast.  Þeir eru að vinna ómetanlegt starf sem fólk og stjórnvöld verða að styrkja með einum eða öðrum hætti.

Einnig er önnur stétt sem hefur haft í nógu að snúast en það er snjóruðningsmenn, þeir hafa staðið í ströngu nótt sem dag síðustu daga við að berjast við að halda götum og þjóðvegum opnum.  Þeir eiga einnig hrós skilði fyrir sína vinnu, ég veit bara eins og hér á Eyrarbakka er mjög vel vandað til verka og götur mjög vel mokaðar.


mbl.is Útköll á áttunda tug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þú minnist á snjóruðningsmenn þá vil ég koma því til skila að þeir standa sig mjög vel við að moka göturnar í bænum. En það er algjör óþarfi að moka honum öllum upp á gangstéttirnar þannig gangandi, og í mínu tilviki, hjólandi vegfarendur þurfi ekki að hjóla á götunum, eins þröngar og þær verða í svona snjó. Fyrir utan það að bílarnir skvetta saltinu yfir mann allan.

Ég myndi keyra bíl ef ég hefði bílpróf, en ég þarf að hjóla 5 km leið 3 sinnum á dag.

Ég vona að ÞIÐ kjósið rétt ef það á að hækka bílprófsaldurinn. Takkfyrir mig.

Sævar Örn (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru hetjur ekki spurning.  Eiga allt hið besta skilið.  Fire Engine 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband