Er þá ekki óhætt að afnema...

... Verðtrygginguna eða lækka vextina eitthvað.  Við erum að borga syndsamlega háa vexti hér á landi, verðtryggingin gerir það að verkum að lánin bara hækka og það fólk sem er með húsnæðislán eignast lítið sem ekkert í húsum sínum.  Ég t.d er búin að vera að borga af mínu láni í eitt og hálft ár, lánið hefur hækkað þvílíkt á þessum tíma á meðan ég er búin að vera borga af.  Þetta er til skammar og gerir fólki ekki auðvelt fyrir.  Á meðan almenningur er að drukkan í vaxtasúpu þá velta bankarnir milljörðum í hagnað.  Vissulega er gott að vel gengur hjá þeim og það sé gróði en það má vera einhver millivegur ekki satt???  Láglaunafólkið og almenningur á ekki að þurfa að halda þessum greifum uppi????
mbl.is Nærri 40 milljarða hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er orðin leið á skuldum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

ohh hvað ég er sammála þér, væri sko alveg til í að vera laus við þær.......

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.1.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Gammurinn

Það eru ekki láglaunamenn þessa lands sem standa á bak við þennan góða hagnað heldur snilld "þessarra greifa", og já, peningarnir koma að mestu úr erlendum fjárfestingum.

Gammurinn, 28.1.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Verð að segja að þeir gátu nú ekki farið í þessa útrás, nema út af því að þeir voru nánast BÁÐIR gefnir. Auk þess sem við hér höfum haldið þeim svona feitum, með því að þurfa eiginlega að greiða fyrir að fara í bankann.

Eiríkur Harðarson, 28.1.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já gammur það er satt en það má samt sem áður lækka eitthvað þessa vexti og afnema þessa verðtryggingu.  Eitthvað að koma til móts við landsmenn.

Satt Eiríkur svo satt hjá þér.

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.1.2008 kl. 23:13

6 identicon

Heldur formaður VG í Árborg virkilega að það sé í valdi bankanna að afnema verðtryggingu??

Jón (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Afhverju að afnema verðtrygginguna? Er það útaf því að þú vilt sjá spariféð okkar, sem er bundið að hluta til í lífeyrissjóðunum, fuðra upp í verðbólgunni? Ef að þú vilt ekki verðtryggingu, þá átt þú ekki að taka lán sem er með verðtryggingu.

Ólafur Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 23:52

8 identicon

Verðtrygging er sér íslenskt fyrirbæri og var sett á af Alþýðubandalaginu sáluga um 1978 og þekkist hvergi í heiminum. Eins er með okurvexti bankanna sem heldur eiga sér hvergi fyrirmynd í veröldinni. Dráttarvextir og yfirdráttavextir eru t.d. frá 22-26%. Samningsvextir eru um 20% eða frá nálægt 6.5-11% + verðtrygging. Skortur er á samkeppni milli bankanna og er hún í dag álíka mikil og er á milli olíu- og tryggingfélaganna; þ.e. engin. 

Ég held að hvorki fyrirtækjaeigendur né fjölskyldur séu ánægðar með að greiða hæsta verð fyrir peninga í formi vaxta, bensín/olíu og tryggingar, eða er það ?

   

Eggert (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Eggert, ég leyfi mér að fullyrða að verðtryggingin er ekki sér íslenskt fyrirbæri. Án þess þó að vita það fyrir vissu. En verðtryggingin er líklegast hvergi eins algeng og hér á Íslandi. Eitt er víst að íslenska krónan er í flokki með hávaxtamyntum. Það sem einkennir þær myntir eru, ... háir vextir. Hitt er svo annað mál, afhverju er fólk að taka lán á svona háum vöxtum? Og afhverju er fólk, sem tekur slík lán, að kvarta yfir háum vöxtum? Ef að fólk tæki ekki slík lán þá yrðu vextir fljótir að lækka. Vissulega þarf fólk að taka lán á lífsleiðinni. Fólk þarf að taka lán fyrir húsnæði og líka ef að það vill mennta sig. Ef fólk er ósátt við bankana í þeim tilfellum þá eru Íbúðarlánasjóður og lánasjóður íslenska námsmanna til staðar.

Ólafur Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 12:02

10 identicon

Sæll Ólafur, fyrir okkar íslensku verðtrygginguna sem að er einstök. Voru lán í krónum með þeim hætt að mög hagstætt var að taka lán í verðbólgu og minnkuðu lánin með sama ef ekki meiri hraða og þau hækka nú. Í litlu hagkerfi eins og á Íslandi og óstöðugu gengi(og fyrr á tímum tíðar gengisfellingar) hefur í gegnum tíðina verið óstöðuleiki í efnahagsmálum og er enn. Bankar bjóða lán í erl. mynt og myntkörfulán með vaxtaálagi. Þá er ekki um verðtryggingu að ræða en áhættan af gengisbreytingum hefur stundum ekki verið betri og talin almennt verri eða réttara sagt áhættumeiri en vertryggingin.

 

 Það er hverri þjóð nauðsynlegt að hafa aðgang að lánsfé, bæði heimilum og fyrirtækjum og því á spurningin um það afhverju verið sé að taka lán og að fólk sé að kvarta yfir háum vöxtum varla viðeigandi. Fjármagn er nauðsynlegt og eðlilegt og í því sambandi eðlileg krafa að vaxtaokrið hamli ekki framþróuninni. Þú nefnir það að sé fólki illa við bankana þá geti það snúið sér til íbúðalánasjóðs en þar er sama sagan. Þ.e. að Íls. er að bjóða lán á u.þ.b. 5-6% vöxtum + verðtryggingu sem að þýðir í raun vexti sem að eru tvöfaldir til þrefaldir m.v. sambærileg húsnæðislán á hinum norðurlöndunum sem að þýðir svo að við erum að borga tugum milljóna meira í vexti af löngum húsnæðislánum. En bankar á norðurlöndum eru auðvitað ekki með okkar sér íslensku verðtryggingu ofan á vexti sína sem eru frá 4- 5%. Spurning er hvort að lausnina sé ekki helst að finna með samkeppni frá erlendum bönkum eða jafnvel upptaka á evru en um það eru skiptar skoðanir.

 

Kv. Eggert

 

Eggert (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband