5.9.2007 | 23:30
Ég er að hugsa um að nota villibráð

![]() |
París ætlar að næla í mann með æðislegu lasagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2007 | 22:15
Búin að borða af mér 3,4 kíló....
Yes yes yes, mín fór í vigtun og fund í danska í kvöld og viti menn fyrstu vikuna át ég af mér 3,4 kíló.
Ég er búin að vera eins og kanína í heila viku, nagandi gulrætur og kálhausa. En þetta er bara frábært og næsta skref er að fara að hreyfa sig
Annars á ég mest erfitt með mig þegar ég er einhverstaðar þar sem framboð af sælgæti er mikið.... um helgina var ég að vinna í sjoppunni og oj og boj.. hvað mín átti erfitt með sig, sem betur fer tók ég með mér fullan poka af gulrótum og nartaði þær eins og óð manneskja á milli þess sem ég fór með æðruleysisbænina
og í lok dags var ég svo hamingusöm að hafa staðist þessar miklu freistingar.
Ég fór á Astrópíu um daginn og mikið rosalega er hún góð, húmorinn alveg meiriháttar, mæli með henni ef þið viljið hlæja.
jæja gott í bili
Sædís kálæta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.9.2007 | 10:10
Mánudagur....
Yndisleg byrjun á vikunni, rigning og það ekkert smá mikil rigning. Tjaldvagninn sem ég er búin að reyna að fá til að þorna í ansi marga daga nær bara ekkert að þorna. Annars var helgin voða notaleg. Komst því miður ekki á flokksráðsþing VG á Flúðum þar sem ég var að vinna, en þarna var greinilega margt rætt og góðar ályktanir sendar út. Til dæmis þessi hér ályktun um lýðræði og umhverfi.
Lýðræði og umhverfi
Fundur flokksráðs VG haldinn að Flúðum 31. ágúst til 1. september krefst þess að grundvallar stefnumótun á borð við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sé unnin áður en lengra er haldið. Heildstæð áætlun um auðlindanotkun, landnýtingu og landsskipulag byggir á því að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð og íbúum sveitarfélaga sé gefið það svigrúm sem nauðsynlegt er til að ná farsælum niðurstöðum í umdeildum skipulagsmálum.
Stöðugt gætir aukinnar ásælni raforkufyrirtækja í að virkja straumvötn og jarðhita til stóriðju og hafa þau notið til þess stuðnings og velvilja ríkisstjórnarinnar. Nærtækt dæmi er leynisamkomulag fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis frá maí sl. um yfirtöku Landsvirkjunar á vatnsréttindum ríkisins í neðri hluta Þjórsár.
Á sama tíma er þrengt að sveitarfélögum, og þau beitt þrýstingi við skipulagsgerð. Það er gert í krafti þess að stjórnvöld hafa ekki markað heildarstefnu um landnýtingu, náttúruvernd eða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Almennar leikreglur eru óskýrar og takmarkaðar og mikið skortir á að lýðræðisleg vinnubrögð hafi verið stunduð við stefnumótun eða lagasetningu. Orkufyritækin eru notuð sem keyri og neytt er aflsmuna gegn náttúruverndarsamtökum, einstaklingum og fámennum sveitarfélögum til að knýja fram niðurstöðu sem er stóriðjusinnum þóknanleg.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur ítrekað varað við því að haldið sé áfram á þessari braut. Þingflokkur Vinstri grænna hefur fordæmt samkomulagið um yfirtöku vatnsréttinda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og telur gerð samkomulagsins, sem leynt var fyrir Alþingi, íbúum og sveitarstjórnum, vera siðleysi og afar ólíklegt að það fái staðist í lagalegu tilliti. Hefur þingflokkurinn óskað álits Ríkisendurskoðunar á þeim gjörningi.
Annars er bara frábær vika framundan og nóg um að vera eins og vanalega. Fullt af fundum, vinna, læra því ég er víst í námi líka, mála og svo allt hitt sem maður þarf að gera,
kv. Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 22:01
Skór, danski kúrinn og tiltekt....
úff það er eins og það taki hvert við af öðru. Ég hafði mig í það í gærkvöldi að taka herbergið hans Jóhannesar í gegn, eða réttara sagt henda út úr því sem hægt var og svo í dag fór ég og keypti málningu og nú skal herbergið tekið í gegn þannig að það verði varið gegn drasli og sóðaskap
Annars tók ég stóra ákvörðun á þriðjudaginn, ég ákvað að hefja mína danska kúrsgöngu á ný minnug þess að fyrir þremur árum byrjaði ég þarna og á hálfu ári náði ég af mér 20 kílóum en þau komu aftur þegar ég fór að svindla smá og smá og svo alltaf meira og meira og svo enn meira og enn enn meira
NEI nú sé ég að þetta er ekki að gera sig, ég er búin að vera í ár að sannfæra sjálfa mig um að ég geti þetta alveg ein og óstudd.... en ó nei það er öðru nær, ég þarf stuðning og aga
en það er bara svona og þá er bara að viðurkenna það
Og í dag og í gær er ég búin að vera eins og kanína, étandi kál og gulrætur i öll mál
en mikið er þetta samt gaman að byrja á einhverju svona hollu og góðu og ég er svo sannarlega búin að missa ein 10 kíló bara í anda
En annað sem ég var að spá, hvað þetta er með mig og skó. Á miðvikudaginn þegar ég var í bænum skellti ég mér í Kringluna og ég mátti ekki ganga fram hjá einni einustu skóbúð án þess að sogast inn í hana ekki það að mig bráð bráð vanti skó, en kona getur nú alltaf á sig blómum bætt
Síðan datt ég í geisladiska og bækur og keypti handa strákunum nýja diskinn með Magna og mér nokkrar góðar handbækur um lífið og tilveruna
Jæja best að fara að koma sér í að mála, ekki seinna að vænna þar sem ég er nú komin með málninguna
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2007 | 17:55
ADHD
Já þetta er einn af þessum dögum sem ég ætla að taka allt með trompi og redda öllum þvottinum, ísskápnum, sópa gólfin og bara name it á nokkrum klukkutímum. Ég kom heim galvösk úr vinnunni og sá fram á að enda á hæli eða fara að reyna að gera eitthvað i þessum málum sem ég hef sífellt verið að slá á frest í nokkrar vikur
Mín byrjaði á að taka til við eldhúsvaskinn og á leið minni í að setja ost og fl. í ísskápinn sá ég að farið var að þykkna ansi mikið upp í honum
sótti ruslapoka og henti slatta þaðan sem einhverja hluta vegna höfðu endað þar inni og fengið að daga þar uppi. Alltí einu var ég búin að tæma úr honum á eldhúsborðið og farin að sækja mér tusku til að þrífa hann á meðan ég ætlaði bara að setja ristavélina inn í skáp og smjörið þar inn
Þegar ég sótti tuskuna sá ég að þar var hlutur sem átti að vera inni í herbergi og fór ég með það þangaði inn. Þar inni var hrúga af þvotti sem ég átti eftir að brjóta saman, úfffffff ég fór þá að brjóta hann saman og þegar ég var að fara fram með handklæði inn á bað, sá ég að synir mínur höfðu ekki sett tannkremið og það allt inn í skáp í morgun þannig að ég gerði það og sá þá þar inni hlut sem átti heima í öðrum skáp. Úfff er það von að maður sé hálf steiktur. Þegar ég fór með þann hlut fram sá ég að ég yrði nú að sópa gólfið í forstofunni því þar var allt út um allt frá því i gærkveldi eftir strákana
Þegar ég var búin að sópa gólfið og var að fara að tæma fægiskófluna i ruslið sá ég að á eldhúsborðinu var allt sem ég hafði tekið úr ísskápnum og hann enn þá meira að segja opinn
Já þetta er stundum svona og ég var einmitt á fínum fyrirlestri um daginn hjá sálfræðing hjá skólaskrifstofunni fyrir okkur kennarana í skólanum sem höfðaði ansi vel til mín og marft sem þar koma fram sem ég gat tekið til mín í sambandi við adhd En svona er ég bara og breyti mér ansi lítið þótt ég vildi. Ég var meira að segja búin að ákveða að fara í Ikea um helgina að kaupa skipulagskassa og fl. snilldarefni til að hjálpa svona fólki eins og mér. En svo það virki fyrir mig verð ég eiginlega að fá manneskju með kössunum til að skipuleggja í þá fyrir mig.
En ég ætla núna að kasta hinum miklu húsmæðrahæfileikum mínum á glæ og fara að ná í pizzu fyrir mig og dúllurnar mínar til að fagna að við séum komin í fyrsta helgarfrí vetrarins
see you later
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2007 | 08:22
Volgur bjór- minni læti.....
![]() |
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2007 | 21:45
Þetta verður veturinn......
Já þá er bara allt að gerast mín byrjuð í kennslunni aftur og allt á fúlll sving þar á bæ. Ég er komin aftur á gamlar slóðir, þ.e farin að kenna aftur í BES
voða notalegt. Ég verð með 2. bekk í umsjón og mun að auki kenna DÖNSKU
so vi skal snakke dansk... annars hefur mér alltaf fundist danska voða skemmtileg og er orðin eitthvað svo dönsk í mér þessa dagana, meira að segja farin að láta mig dreyma um að fara þangað í nám einhvern tímann og strákarnir mínir eru sko meira en litið til í það.
Annars er eg að vonha að þetta verði veturinn sem allt á að ganga upp veturinn sem þessi föstu djö... kíló yfirgefa mig forever. Ég er búin að sjá að það að nota hugarorkuna virkar skammt, þannig að nú er það orðin virkilega alvarleg hugsun að fara að nota kortið sem ég keypti í Styrk í vetur
þvi ég veit að ég get þetta alveg ef ég ætla mér þar sem eg hef svo oft sýnt það og sannað. Þetta er alltaf spurning um þetta úthald að halda út að vera GRÖNN..... kannski verður þetta veturinn sem ég næ að vinna á athyglisbrestinni og ofvikninni og læra að skipuleggja mig og halda húsinu alltaf í röð og reglu
humm nei kannski ekki. Kannski verður þetta veturinn sem ég geng út á ný
og kannski verður þetta veturinn sem ég kaupi mér jeppa og fer í jeppaleiðangra
já það er að nógu að taka svo sem fyrir veturinn því ekki má ég gleyma því að ég er víst líka að reyna að halda áfram í þessu mastersnámi þannig að það er kannski vissara að halda sér að verki. því ég er líka núna komin með ÞRJÚ grunnskólabörn, því litla prinsessan er að byrja í skóla á morgun og ég er víst líka að fara að ferma frumburðinn í vor, úff það er fyrsta merkið um að maður sé að eldast
Well well best að halda áfram að undirbúa morgundaginn, hlakka ekkert smá til að byrja og hitta krakkana á ný
knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 21:18
what a wonderful life
oh ja tad er sannarlega ljuft lifid tessa dagana min ordin voda brun og saelleg. krakkarnri voda brunir svo og restin af family. tetta er buid ad vera frabaer ferd so far. vid forum a strondina i gaer og vorum adan ad borda a voda godum veitingastad
vedrid alveg fabulus og engir kakkalakkar og engnar engisprettur bunar ad angra mig ad svo stoddu.
well well nog ad sinni
knus saedis
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2007 | 17:09
Prinsessur í Portugal
Jamm það er sko ljúft lífið hér á Portugal mín skellti sér á bleika vindsæng og það er legið á henni öllum stundum í lauginni. Addý á eftir að fá sér en Hjöddý fékk sér líka og nú erum við eins og prímadonnur á sveimi í lauginni. Veðrið er alveg yndislegt og bara allt alveg frábært. Krakkarnir skemmta sér rosa vel. Við látum dekra við okkkur hér á hotelinu eins og okkur einum er lagið. Juan og Salvos stjana við okkur, bera á okkur sólarvörn, rétta okkur vatn, og hvítvín og við erum algjörar prinsessur.
meira síðar, þarf að hafa mig til fyrir dinnerinn
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 22:23
Hræðilegur harmleikur
Þetta er hræðilegt mál og maður fær alveg gæsahúð og tárast við þessar fréttir. Ég fyllist sorg og reiði við að hugsa um þetta mál. Hvað er að verða um fólk hér á landi? Ég votta aðstandendenum samúð mína. Bið Guð um að veita þeim styrk í sorginni.
Annað sem rennur í gegnum huga manns við þennan atburð, en það er að það eru mjög margar konur sem búa við ótta og ógn fyrrum eða núverandi sambýlis/eiginmanna sinna, þora jafnvel ekki að skilja við þá að ótta við eitthvað slíkt. Ótta við ógn og hótanir oft á tíðum.
![]() |
Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)