Mánudagur....

rigningYndisleg byrjun á vikunni, rigning og það ekkert smá mikil rigning.   Tjaldvagninn sem ég er búin að reyna að fá til að þorna í ansi marga daga nær bara ekkert að þorna.  Annars var helgin voða notaleg.  Komst því miður ekki á flokksráðsþing VG á Flúðum þar sem ég var að vinna, en þarna var greinilega margt rætt og góðar ályktanir sendar út. Til dæmis  þessi hér ályktun um lýðræði og umhverfi.

Lýðræði og umhverfi

Fundur flokksráðs VG haldinn að Flúðum 31. ágúst til 1. september krefst þess að grundvallar stefnumótun á borð við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sé unnin áður en lengra er haldið. Heildstæð áætlun um auðlindanotkun, landnýtingu og landsskipulag byggir á því að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð og íbúum sveitarfélaga sé gefið það svigrúm sem nauðsynlegt er til að ná farsælum niðurstöðum í umdeildum skipulagsmálum.

Stöðugt gætir aukinnar ásælni raforkufyrirtækja í að virkja straumvötn og jarðhita til stóriðju og  hafa þau notið til þess stuðnings og velvilja ríkisstjórnarinnar. Nærtækt dæmi er leynisamkomulag fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis frá maí sl. um yfirtöku Landsvirkjunar á vatnsréttindum ríkisins í neðri hluta Þjórsár.

Á sama tíma er þrengt að sveitarfélögum, og þau beitt þrýstingi við skipulagsgerð. Það er gert í krafti þess að stjórnvöld hafa ekki markað heildarstefnu um landnýtingu, náttúruvernd eða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Almennar leikreglur eru óskýrar og takmarkaðar og mikið skortir á að lýðræðisleg vinnubrögð hafi verið stunduð við stefnumótun eða lagasetningu. Orkufyritækin eru notuð sem keyri og neytt er aflsmuna gegn náttúruverndarsamtökum, einstaklingum og fámennum sveitarfélögum til að knýja fram niðurstöðu sem er stóriðjusinnum þóknanleg. 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur ítrekað varað við því að haldið sé áfram á þessari braut. Þingflokkur Vinstri grænna  hefur fordæmt samkomulagið um yfirtöku vatnsréttinda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og telur gerð samkomulagsins, sem leynt var fyrir Alþingi, íbúum og sveitarstjórnum, vera siðleysi og afar ólíklegt að það fái staðist í lagalegu tilliti. Hefur þingflokkurinn óskað álits Ríkisendurskoðunar á þeim gjörningi.

busyAnnars er bara frábær vika framundan og nóg um að vera eins og vanalega. Fullt af fundum, vinna, læra því ég er víst í námi líka, mála og svo allt hitt sem maður þarf að gera,

kv. Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband