Stuðningur við björgunarsveitirnar mikilvægur

flugeldarFlugeldasala er aðal tekjulind björgunarsveitanna. Því er það mikilvægt að fólk sýni stuðning í verki og versli sína flugelda hjá þeim.  Í þessum sveitum starfar óeigingjarnt fólk sem er alltaf tilbúið að sjá af tíma sínum til að koma öðrum til bjargar.  Kostnaður við að reka slíka deildir er gríðarlega mikill og eins og gefur á að líta fylgir þessu starfi mikill tækjakostur sem kostar mikla peninga.

Ég ber mikla virðingu fyrir starfi þessa fólks og tel það eiga inni hjá okkur að við sýnum það í verki að við metum þeirra framlag í samfélagið og styðum þau með því að versla hjá þeim.


mbl.is Flugeldasalan komin í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur árangur.

Þetta er flottur árangur hjá Margréti og er hún vel að þessum titli komin.  Annars var hér í Árborg í kvöld uppskeruhátíð ÍTÁ þar sem meðal annars var tilkynnt um íþróttakonu og íþróttamann ársins.  það voru þau Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþróttakona og Sigursteinn Sumarliðason hestamaður sem hlutu titilinn að þessu sinni.   Einnig voru afhentir styrkir og mennigarverðlaun og hvatningarverðlaun voru afhent.  Hvatningaverðlaunin að þessu sinni hlaut knattspyrnudeild UMFS fyrir góðan árangur í sumar.
mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sambönd- hvenær er samband samband?

samband1Sambönd eru rosa mismunandi eins og þau eru mörg.  Ég hef verið að íhuga þetta hugtak svolitið líka í ljósi þess að ég er ein og er svolítið að skoða þetta form, þ.e sambandið.  Hvenær er samband orðið samband??  

Vinkona mín er nefnilega í þessum sporum.  Hún er nýbúin að kynnast mannig og er spennt fyrir honum.  Hún er hins vegar í þeim vanda stödd núna að þau eru búin að hittast í nokkur skipti en hún veit ekki hvort þetta sé orðið samband eða ekki?  Hún á líka mjög erfitt með að treysta fólki og er oft full af vantrú á karlmenn.  Er hrædd um að hann sé kannski í fleiri svona "vinasamböndum" Hrædd við höfnun og þess háttar.

 Þá er það stóra spurningin, hvenær verður samband að sambandi???   Þetta er áhugaverð pæling finnst mér.  Annar aðilinn vill kannski samband, hinn vill kannski bara vináttu eða vináttu og kynlíf.  Hver ákeður hvað, hver hefur frumkvæðið.  Er samband orðið samband eftir 1, 2 eða 3 stefnumót?  Eða þegar þau hafa sofið saman í 1, 2 eða 3 skipti?  Hún er að minnsta kosti ráðvilt og var að spyrja mig um þetta og þar sem að ég er voða græn i þessu eitthvað, komin úr allri þjálfun greinilega.  Ég sagði henni að vera þolinmóð og biðja Guð um ráð og að fylgja sér í þessu, en hún er óþolinmóð persóna og fer sínar leiðir oft þótt henni sé bent á annað.

Þannig að spurning dagsins er, hvenær er samband orðið að sambandi??  Hvenær hættir vinátta að vera vinátta og breytast i samband?

 


Stórsigur :)

ronaldoJá mínir menn voru sko sannarlega að taka Sunderland.  Unnu þá 4:0  og eru þar af leiðandi komnir á toppinn þar sem þeir eiga svo sannarlega heimaCool  Ronaldo stóð sig vissulega vel að vanda svo og Rooney auðvitað líka.  Eins og þið sjáið á myndinni þá er hann ekki bara flottur og sætur, heldur er hann líka afbragðs leikmaður hann RonaldoCool

 


mbl.is Man.Utd efst eftir stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahátíðin gengin í garð

kertaljosJá jólahátíðin er gengin í garð með allri sinni dýrð og því sem að henni fylgir. Það er svo mikilvægt að muna hvers vegna við höldum jólin, hverju við erum að fagna.  Við erum nefnilega ekki að fagna neinu smáræði, við erum að fagna fæðingu frelsarans, syni Guðs sem Hann gaf okkur.

Nú  við áttum saman yndislega stund í gær ég og krakkarnir mínir.  Tókum daginn snemma, fengum nokkra sveinka í heimsókn sem komu færandi hendi. Síðan vorum við með hinn árlega möndlugraut í hádeginu þar sem að mér tókst að þessu sinni að sjóða hann í gegn án þess að hann yrði brenndurTounge  Um miðjan daginn fórum við í að bera út jólakort þar sem Agnes Halla sá um það, henni fannst það svo gaman að fá að hlaupa í húsin.  Við fórum svo í kirkjugarðinn með kerti á leiðið hjá afa og ömmu og svo var farið heim að elda steikina.  Klukkan fimm fórum við á yndislega samkomu á Selfossi í Hvítasunnukirkjunni og þegar henni lauk var klukkan að verða sex og krakkarnir orðin voða spennt.  Maturinn var rosa vel heppnaður og eftir hann var farið í að ganga frá og svo í pakkana.  Við fengum margar góðar gjafir frá okkar fólki og hvort öðru.  Síðan var lagst upp í sófa að lesa og slaka á og borða konfekt.... ég er ekkert búin að borða smá mikið konfekt í dag og í gærShocking humm verð að taka á því eftir jól bara.  Um miðnætti fórum við í miðnæturmessu hér í kirkjunni og svo heim að lesa, spila og spjalla.  Í dag var svo jólaboð hjá mömmu og pabba þannig að það er ekkert lát á þessu áti held ég bara þannig að það verður extra tekið á því sem fyrst....

jæa gott að sinni, ætla að halda áfram að borða konfekt, drekka jólaöl, hlusta á góða tónlist og lesa.  Krakkarnir eru farin til pabba síns þannig að ég ligg því bara með tærnar upp í loft og geri ekki neitt....

Guð blessi ykkur og gefi ykkur áframhaldandi gleðileg jól


Gleðileg jól

Christmas_Jesus_birth_Pic 

Kæru bloggfélagar

Mínar bestu óskir um gleði og gæfurík jól.  Megi Guð færa ykkur farsæld og frið á komandi ári.

knús Sædís


Flækja, flækja, flækja

treStundum getur einhvern veginn allt verið ein flækja.   Bæði lífið og seríur..... ég hef náð að halda þau loforð sem ég gaf mér sl. jól um að nú myndi ég ekki skreyta svona mikiðTounge en samt er það nú þannig að alltaf þarf úr einhverjum flækjum að greiða hvort sem það er í privat lifinu eða einföldum jólaljósaseríum og ég er að glíma við bæðiErrm Ég í mínu bráðlæti á þrettánandum síðasta tók seríurnar af jólatrénu og hef bara skellt þeim ofan í jólatréskassann í þeirri einföldu von að um næstu jól væru þær sléttar og óflæktar bara sísvona,  ohh nei ekki alldeilissssShocking kvöldið er búið að fara að mestu í að leysa þessar 5 seríur sem fara á tréð, við ætlðum sumsé að skreyta tréð í kvöld því um helgina verða krakkarnir hjá pabba sínum.   Þannig að til að vera búin að eiga þá notalegu skreytingarstund saman áður en þau færu þangað því þorláksmessa er vist á sunnudaginn.  Þannig að kvöldið fór í flækjur af öllum stærðum og gerðum og á meðan bíða kúlurnar ofan i kassa til að verða settar upp, en það verður bara gert á morgun þegar mín hefur náð að losa þær allar af sinni alkunnu þolinmæðiShocking  Þannig að nú er bara privat flækjurnar sem þarf að leysa og ef ég þekki mig rétt, gerist það ekki á einni nóttu....Shocking  Hvenær skyldu hlutirnir fara að verða einfaldir hjá mérCrying  Ég er samt betur fer komin úr "aumingja ég um þessi jól" gírnum, því ég er búin að sjá það að ég er ekkert aumingja ég, ég get gert allt sem ég þarf að gera og meira til, fæ svo bara vini og vandamenn og verkstæði til að redda því sem ég get ekki sjálf....Tounge

Annars var ég á leikskólanefndarfundi í dag, þar sem við kvöddum hana Heiðdísi sem er að láta af störfum um áramót.  Á fundinum voru kynnt frumvarp til laga um leikskóla auk þess sem að móttaka nýbúa var rædd.   Á síðasta bæjarstjórnarfundi var fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2008 rædd og mikið í pípunum og margt að gerast í okkar yndæla sveitarfélagi.

santaWell well best að fara að sofa svo hurðaskellir gefi mér eitthvað fallegt í skóinn

góða nótt og Guð blessi ykkur

 


Manchester taka þetta vissulega.....

Já ég hef mikla trú á mínum mönnum og er þess fullviss að þetta verður sigur hjá þeim, þetta verður samt sem áður erfiður leikur en sætur sigur United að lokumTounge
mbl.is Man.Utd á toppnum eftir sigur á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum þessu sem flest

Ég er hjartanlega sammála henni Margréti Maríu umboðsmanni barna, ég á sjálf börn og er grunnskólakennari og sé að krakkar sækja mikið inn á Leikjanet.is  Mér finnst þar af leiðandi stór galli við vefinn og bara óðelilegt í alla staði að vera hafa myndir af fáklæddum konum á vefum tengdum leikjaneti.  Reyndar eru mjög margir leikir þarna inni engan vegnin barnvænir því þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vel vakandi yfir því hvernig leik barnið þeirra er. 

 Ég skora á umsjónarmenn þessa vefs að sjá sóma sinn í því að halda ekki slíku efni þ.e nekt og jafnvel klámi að börnum og unglingum og skora á aðra að gera slíkt hið sama.


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasýning fimleikadeildarinnar

fimleikarÞað var mjög flott og vel upp sett jólasýning fimleikadeildarinnar á Selfossi í dag.  Ég fór á hana í fyrra líka og aftur núna og á ekki orð yfir hvað þetta er vel gert hjá þeim.  Þetta eru mjög margir iðkendur og að sjá skipulagið og utanumhaldið, ég dáist að þeim fyrir þetta.  Bara frábært í einu orði sagt hjá þeim.  Krakkarnir stóðu sig rosa vel, þau settu upp Konung ljónanna og var mjög skemmtilegt hvernig þau tóku söguna og settu hana í þetta form.

Fimleikadeildin hefur náð mjög góðum árangri á mótum.  Þau voru valin fyrirmyndrfélag hjá ÍSÍ, af því tilefni mætti Jón Hartarson bæjarfulltrúi VG á sýninguna í morgun og afhenti veglegan styrk frá Árborg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband