Mótmælum þessu sem flest

Ég er hjartanlega sammála henni Margréti Maríu umboðsmanni barna, ég á sjálf börn og er grunnskólakennari og sé að krakkar sækja mikið inn á Leikjanet.is  Mér finnst þar af leiðandi stór galli við vefinn og bara óðelilegt í alla staði að vera hafa myndir af fáklæddum konum á vefum tengdum leikjaneti.  Reyndar eru mjög margir leikir þarna inni engan vegnin barnvænir því þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vel vakandi yfir því hvernig leik barnið þeirra er. 

 Ég skora á umsjónarmenn þessa vefs að sjá sóma sinn í því að halda ekki slíku efni þ.e nekt og jafnvel klámi að börnum og unglingum og skora á aðra að gera slíkt hið sama.


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Öryggisráðið er of upptekið til að sinna þessu, kannski hefur það tíma 2010 um haustið kl 2. Annars er þetta fríþjónusta og styrkt með auglýsingum og erfitt er að stjórna því, ef það væri áskrift inná þennann vef væri þetta allt annað mál. Sjálfur á ég 3 börn og ég fylgist með því hvað þau eru að gera, veit ekki með aðra.

Sævar Einarsson, 16.12.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já það er málið, börnin eru á okkar ábyrgð og við getum ekki stjórnað því sem aðrir gera en við getum fylgst með okkar börnum.

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.12.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Já en þú vilt stjórna því hvernig leikjanet.is hagar sínum málum á sinni síðu, ég get því miður ekki skilið það öðruvísi.

Sævar Einarsson, 16.12.2007 kl. 10:05

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já ég vil að þeir fjarlægi út tengingar inn á klám og nekt,  En ef að gengur ekki að þá er það í okkar höndum að sjá til þess að börnin okkar séu ekki inn á þessum síðum.  Því miður er það svo að það eru svo margir foreldrar sem ekki hugsa um slíkt þess vegna er það ábyrgðarhluti hjá þessum aðilum sem að leikjanet standa að koma í veg fyrir að börn og unglingar hafi aðgang að slíku efni í gegnum leikjasíðu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.12.2007 kl. 10:13

5 identicon

Eru hálf naktar konur allt í einu orðið að klámi? Er leikjanet með einhverjar tengingar inn á klámvefi? Hvað kalliði hálf nakta konu? Konu á bikini kannski? Á þá líka að banna börnum að fara í sund eða skikka konur til að mæta full klæddar til að börn verði ekki vör við þessa niðurlægingu sem konur verða fyrir ef það sést bert hold á þeim? Þetta er komið út í svo miklar öfgar að það hálfa væri allt of mikið. Ég kíkti nú inn á þessa síðu þegar ég las þessa frétt. Þar sá ég dúkkulísu leik. Er það það sem þú kallar nekt og klám? Geturu bent mér á einhverja beina tilvísun í klám af þessari síðu?

Bjarki (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 10:49

6 identicon

Ég sá um daginn konu á bikiníi inni á MBL.IS, það var verið að fjalla um fegurðakeppni, eigum við ekki bara að kvarta undan MBL líka??

Og já, ég var að renna yfir síðunna þína, yfir bloggvini er mynd af einum karlmanni sem er hálfnakinn(gæti verið alveg nakinn ef að út í það er farið), þannig að ég ætla að nota tækifærið og kvarta undan síðunni þinni, hún er ekkert betri.

Einar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 12:51

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég tel það ekki sambærilegt að sjá fólk í sundi í sundfötum eða þá fyrir börn og unglinga að fara inn á vefsíður þar sem fólk er í mismunandi líkamsstellingum, oft á tíðum ögrandi stellingum mjög fáklætt.

Dúkkulísur og konur í ögrandi stellingum er ekki sambærilegt.

Nei Ragnar það er alveg verkjalaust að bera hag barna og ungmenna fyrir brjósti sér, nema hvað að það er oft sárt að sjá hvað er verið að leggja á borð fyrir börn.

Einar, kvörtun þín er tekin til greina, takk fyrir ábendinguna.  ég mun tala við Gísla bloggvin minn og biðja hann að setja sómasamlegri mynd af sér á síðuna.

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.12.2007 kl. 13:44

8 Smámynd: Sigurjón

Má ég benda þér á eina einfalda aðferð?  Nota Mozilla Firefox og setja adblock-viðbótina á hann.  Þá koma engar auglýsingar á vefnum þegar þú ert búin að stilla adblockið.

Svo finnst mér helvíti hart að þú ætlir þér að fara að ritskoða myndir hjá öðrum bloggurum.  Þú hlýtur að sjá hvað er rangt við það! 

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 09:46

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk Sigurjónm eð mozilla.  Hitt var meira sett fram í háði.

Sædís Ósk Harðardóttir, 17.12.2007 kl. 12:18

10 Smámynd: Sigurjón

Jamm, mig grunaði það reyndar...

Hérna má nálgazt niðurhal á ókeypis Firefox, hérna má svo nálgazt Adblock (þegar búið er að setja upp Eldrefinn) og þá er hægt að fara í stillingar á því og lista það sem ekki á að sjást á síðunni.  Einnig er hægt að gerast áskrifandi af ,,fílterum" á þessari síðu (bara smella á ,,subscribe").  Hægt er að fara í stillingar á Adblock með því að smella á takkana ,,ctrl", ,,shift" og ,,a" samtímis.

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband