13.12.2007 | 01:05
Frábær jólafundur VG- frábærir dagar almennt
Fundurinn í kvöld hjá VG Árborg var virkilega góður, virkilega gaman að heyra þá Guðna, Einar Má og Ólaf Pál lesa úr verkum sínum. Sé ég þarf að fá mér þessar bækur. Jón og Atli góðir eins og þeirra von er vísa. Við erum sko ekki svikin af því að vera með þá sem þingmann og bæjarfulltrúa. það var mjög vel mætt á fundinn og jólaandinn sveif yfir vötnunum.
Annars er ég bara nokkuð framtaksöm þessa dagana, þrátt fyrir að vera með fyrirmæli frá lækninum að halda mig heima því ég er vist komin með einhverja berkjubólgu ÉG er búin að fara með bílinn í viðgerð og líka að sækja hann
Ég var nú að hugsa um að vera ekkert að sækja hann því lánsbílinn sem ég fékk var alveg eins og minn bíll nema hvað hann var rosalega hreinn og ekkert drasl í honum þannig að ég sá mér þarna leik á borði til að geta verið á hreinum og fínum bíl
En það kostar nú sitt að eiga bíl og þurfa að lenda með hann á verkstæði..... 55.þús átti dæmið að kosta, en það er ótrúlegt hvað allt samverkar oft til góðs, náunginn á verkstæðinu fann það út að eitthvað af þessu atti að vera í ábyrgð því bíllinn er víst ekkert svo gamall þannig að þetta lækkaði smá svona
yndælis maður. Nú ég virðist vera öll að koma til því ég dreif mig í því að fara með ofninn upp í Húsasmiðju til að kaupa nýjan alveg eins, mín arkaði inn til píparana og þóttist vera voða sleip í þessu og bað um ofn og hvort ég ætti a koma með þann gamla inn, þarna var þessi myndarlegi maður að afgreiða og hann gat auðvitað ekki hugsað sér að ég færi nú að burðast með hann út og kom því út í bíl og tók málin fyrir mig, voða næs
og ég meira að segja búin að fá yndælan vin minn til að setja hann upp fyrir mig því þessir píparar eru víst svo bussy alltaf þannig að þetta er bara allt í áttina hjá mér, hætt að tuða yfir vandræðum mínum og farin að framkvæma bara loksins
Þetta gerist allt þegar maður sleppir tökunum á þessum málum og felur æðri mætti þau
Maður ætti kannski bara að sleppa tökunum í fleiri málum
Nú ég meira að segja skrapp í smástund í bæinn í dag áður en fundurinn byrjaði og verslaði jólagjafirnar eða þær sem voru eftir Síðan fór ég á smá frænku hitting á cafe bleu þar sem við Adda, Sigrún og Helena hittumst, það var voða gaman. Eins í gærkvöldi þá vorum við systurnar með systrakvöld, þar sem við hittumst og föndruðum eða skreyttum kerti
Í skólanum í dag fórum við 2. og 1. bekkur i heimsókn á álfa og tröllasafnið sem allir höfðu voða gaman af.
jæja best að fara að sofa
Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða drauma
knús Sædís
jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 20:08
Jólafundur VG Árborg
Dagskrá:
Eftirtaldir aðilar flytja ávörp eða lesa upp úr verkum sínum
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi
Sædís Ósk Harðardóttir formaður VG Árborg
Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur
Atli Gíslason, alþingismaður,
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur les úr bók sinni Rimlar hugans
og fleiri
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Vinstri grænna í Árborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007 | 12:41
15 dagar til jóla
Aðventan er alltaf svo notalegur og kósý tími eins og ég er víst alltaf að tönglast á. Jólatónleikar Fíladelfíu voru stórkostlegir og ég get ekki beðið eftir að horfa á þá á aðfangadagskvöld.
Einhvern veginn er ég alveg blessunarlega laus við allt jólastress, ég er búin að sjá það að sama hvað maður streðar við að gera fínt fyrir jólin og stundum allt í einu stress kasti þá koma bara þessi blessuð jól Ég ákvað það í nóvember að nú skyldi ég njóta aðventunnar við að gera bara það sem mig og krökkunum langar til að gera
Ég ætla meira að segja að baka kannski eina tvær smákökutegundir, þar sem ég hef látið Frón um það sl. ár.
Ég og krakkarnir erum að fara á jólahlaðborð á eftir í Skíðaskálanum eins og undanfarin jól með Brynhildi, Eggerti og Æsu og verður það efalaust rosa notalegt, reyndar förum við fyrst í 60 ára afmæli hjá Völu frænku þannig að vigtin á eftir að bregaðst harkalega við á morgun, ég sem er búin að missa núna 13 kíló Annars fór ég út að borða í gær líka og á kaffihúsarölt í Árborg
Á miðvikudaginn er svo jólafundur hjá VG í Árborg þar sem meðal annasr verður lesið úr nýjum bókum, ávörp og huggeleghed Allir velkomnir sjá nánar á www.vgarborg.is
jæja best að halda áfram því sem ég var að áður en ég gleymdi mér í tölvunni.
Guð blessi ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2007 | 03:31
Ályktanir frá aðalfundi VG Árborg
Svæðisfélag Vinstri grænna í Árborg hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 29 nóvember. Sædís Ósk Harðardóttir var endurkjörin formaður en auk hennar sitja Jón Hjartarson, Margrét Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Andrésson og Valgeir Bjarnason í stjórn félagsins. Nokkrar ályktanir voru samþykktar; um eignarhald á Hitaveitu Selfoss, almenningssamgöngur, lækkun á leikskólagjöldum, umhverfissérfræðing og bitruvirkjun. Ályktanirnar í heild sinni fylgja hér:
Eignarhald Hitaveitu Selfoss
Aðalfundur Vg í Árborg haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2007 samþykkir eftirfarandi ályktun: Vg í Árborg leggur áherslu á að Hitaveita Selfoss sé í eigu sveitarfélagsins. Hitaveitan er öllum íbúum sveitarfélagsins mikilvæg þar sem hún annast grunnþjónustu varðandi orkuöflun og dreifingu í þágu allra íbúa sveitarfélagsins. Þessir mikilvægu hagsmunir verða ekki tryggðir nema eignarhaldið sé alfarið í höndum sveitarfélagsins. Fundurinn leggst alfarið gegn öllum hugmyndum sem kunna að fela í sér breytingu á eignarhaldi Hitaveitu Selfoss.
Almenningssamgöngur
Aðalfundur Vg í Árborg haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2007 fagnar ákvörðun bæjarstjórnar Árborgar um að hefja almenningssamgöngur milli þéttbýlisstaða sveitarfélagsins. Fundurinn leggur áherslu á að tíðni ferða og leiðakerfi verði með þeim hætti að nýtist fólki vel svo samgöngurnar verði raunverulegur valkostur. Hvatt er til þess að kanna afstöðu almennings til skipulagsins á árinu svo unnt sé að mæta óskum fólks með sem bestum hætti.
Lækkun á leikskólagjöldum
Aðalfundur Vg í Árborg haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2007 fagnar lækkun á leikskólagjöldum og telur þær góðan áfanga að gjaldfrjálsum leikskóla. Fundinum er ljóst að til að gjaldfrjáls leikskóli verði að veruleika, verða að koma til tekjustofnar frá ríkinu með sama hætti og við fjármögnun grunnskólans.
Umhverfissérfræðingur
Aðalfundur Vg í Árborg haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2007 fagnar þeirri mikilvægu ákvörðun bæjarstjórnar Árborgar að setja á fót stöðu umhverfissérfræðings á sviði skipulags og umhverfismála. Fundurinn fagnar sérstaklega að staða umhverfissérfræðings verði sett til jafns við byggingarfulltrúa og vinni á sama sviði og hann og heyri beint undir bæjarstjóra. Þessi staðreynd gefur mikilvægar vísbendingar um að meirihluti bæjarstjórnar setji umhverfismál sveitarfélagsins í efstu lög stjórnsýslunnar og ætli þeim að hafa mótunaráhrif á mikilvægar ákvarðanir stjórnsýslunnar og innan sveitarfélagsins alls
Bitruvirkjun
Aðalfundur Vg í Árborg haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2007 mótmælir harðlega áætlunum OR um Bitruvirkjun. Áætluð virkjun er á viðkvæmu svæði þar sem mikil ósnortin náttúruverðmæti eru í hættu. Fundurinn skorar því á sveitarstjórn Ölfus að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni, einnig skorar fundurinn á OR að hætta við fyrirhugaða virkjun og loks skorar fundurinn á borgarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir því að fallið verði frá umræddum virkjunaráformum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 23:52
Bleikt og blátt
Ég ætla ekki að fara að fjalla um ákvðeðið tímarit hér heldur þessa merkilegu liti. Umræðan hefur undanfarna daga snúist um kyngreiningu með litum. Mér persónulega hef alltaf fundist bleikt stelpulegt og blátt fyrir stráka og ekki fundið neitt að því. Langar því að deila með ykkur skondinni sögu af dóttur minni er við fórum að versla úlpu á hana fyrir rúmu ári síðan þá hún rétt að verða fimm ára. Ég á fyrir tvo stráka og þegar ég fékk stelpu fannst mér voða gaman að geta farið að dúllast með hana, greiða henni, klæða hana í kjóla og "stelpuföt" En viti menn, þessi unga dama var með sinn smekk og sinn vilja. Hún er með sítt hár en hún er ekki mikið fyrir pjátur og punt í hárið sitt, er frekar hársár og vill ekkert mikið láta greiða sér og oft fer hún eins og veðurbarin í skólann með hárið úfið í tagli mér finnst það reyndar bara krúttulegt. Hennar fatasmekkur einskorðast ekki bara við rautt og bleikt þrátt fyrir að það hafi verið eini litirnir sem hún átti þegar hún var ómálga. Hún er mjög litaglöð. Úlpan sem við vorum að reyna finna fannst ekki við fyrstu leit, ég vildi rauða úlpu handa henni en hún vildi BLÁA úlpu
Ég reyndi að telja henni trú um að þar sem hún væri stelpa ætti hun að vera í rauðri úlpu... humm ekki mjög feminísk hugsun hjá mér sem er mjög feminísk. Stelpan var þrjósk og ég var þrjósk, hun tók fram bláa úlpu og ég rauða
Allt í einu var eins og ég fengi svona smá bank á bakið og ég hugsaði með mér hvað ég væri eiginlea að spá, stelpan vildi bláa úlpu og þá ætti ég bara að leyfa henni það. En svona getur maður verið fastur í einhverju fyrirfram ákveðnu munstri sem ég hef ekki hugmynd um hver ákvað í upphafi einu sinni. En bláu kápuúlpuna fékk hún og er bara rosa fín í henni eins og öllu sem því sem hún er í
Þannig að þrátt fyrir að vera feministi er ég smá föst í þessu bleika og bláa.....
Guð blessi ykkur og gefi ykkur dýrðlega drauma í nótt
ég ætla að reyna að svífa um á bleiku skýi inn í draumaheiminn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2007 | 23:09
Tuð og puð
Hvað er það með okkur konur og tuð. Reyndar geta kallar líka alveg verið voða miklir tuðaðar. Það er að mínu mati eitthvað í röddinni, túð hjá okkur konum verður oft eins og svona hálfgert suð. Ég held að hjá köllunum sé það frekar að þeir hljómi reiðir en við verðum svona ssssssss. Síðan er það þetta með túlkunaratriði á hugtakinu DRASL. Ég á tvo syni sem eru að komast og eru unglingar. Og þá koma þessi hugtök mín upp í huga minn, tuð og drasl..... Ég kíki inn til þeirra, sé föt á gólfinu, tölvuleiki út um allt og alls ekki í hulstrinu, glös og diska á gólfi og borði, bréf, sælgætisbréf og bara name it. Þá byrja ég, raddstyrkurinn á einhverju furðulegu róli, svona tíðnihljóð sem á það til að smjúga inn um eyrun á strákum á þessum aldri og upp úr öllum aldri og út um hitt eyrað. Þeir nema eitt og eitt orð og koma strax með mótleik: Það er ekkert drasl, þetta er bara föt og svona. Skák og mát. Föt eru ekki drasl.
Ég fór einu sinni á námskeiði hjá Húgó og félaga hans um samskipti foreldra og barna, ég er kennari, ég er uppeldismenntuð.... en samt fæ ég ekki syni mína til að viðurkenna að þetta sé drasl Minn þröskuldur og þeirra þröskuldur er ekki á sama leveli
Og mín byrjar að tuða og tuða og tuða og það skilar engu alls ekki neinu. Og þar sem þetta eru nú synir mínir finnst mér ég nú verða að koma þeim til manns og sjá til þess að þeir kunni að taka til og hætti ekkert að tuða fyrr en þeir hafa sig í verkið, ótrúlegalangur tími oft í að koma sér í gang. Fór einmitt að hugsa að ef ég ætti mann þá gæti ég tuðað yfir þvi að hann gerði ekki neitt og ég yrði að gera ALLT og oft er það þannig hjá hjónum hef ég tekið eftir því mér finnst voða gaman að fylgjast með samksiptum kynja í þessum málum að þau geta verið að eyða löngum tíma í að rökræða hver á að gera hitt og þetta í stað þess að ganga bar beint í verkin og þá gengur það miklu betur og hraðar fyrir sig.
En tuð skilar litlu því hef ég komist að undanfarin misseri, samt dettur maður í þetta aftur og aftur. En það er frekar þetta með þennan þröskuld, þ.e að þeim finnist vera drasl þegar okkur finnst það kannski er þetta ekkert skárra með unglingsstelpur, þekki það ekki enn þá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 22:49
1. desember
Já þá er kominn 1. desember. Litla prinsessan mín er 6 ára í dag. Hér var haldin heljarinnar afmælisveisla í dag fyrir skólafélaga og var um það bil 25 krakkar hér í pizzuáti, leikjum og húllum hæ í dag. Rosa stuð og fékk ég sem betur fer aðstoð hjá góðu fólki Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt, 6 ár frá því að þessi unga dama kom í heiminn. Hún átti reyndar að koma skv. mælingum um miðjan nóvember en eitthvað hefur desember freistað betur og kom hún rétt eftir miðnætti þann 1. Hún er líka ferlega ánægð með það að hún og Jesús eigi sama mánuð sem afmælismánuð.
Ég gerði mér svo lítið fyrir og fór að jólast aðeins í gær. Fór inn í Húsasmiðju og þá var ég næstum fallin fyrir öllu þessu æðislega fallega jóladóti sem þar er komin, ljósin vá og vá og eg var næstum búin að kaupa fullt Ég kíkti aðeins á mitt og sá þar yndislega hamingjuamar STÓRAR flækjur ofan í poka í kassa. Hvenær ætla ég að læra að ganga betur frá þessum seríum??? þær enda alltaf í einni flækju eftir hver jól
kannski hefur þetta eitthvað með mig og mitt skipulag að gera.
En mín fór í vigtun í danska á fimmtudaginn, nú eru farin 12,3 kíló. Ég hélt svo sannarlega upp á það með því að fara með strolluna á MCdonalds. í dag var svo pizzuveisla í afmælnu þannig að ég er ekki viss um að vigtin verði svona jákvæð næst en það er bara að taka á því á mánudaginn.
Á morgun er nefnilega kökuboð fyrir dömuna, þá verður fjölskylduboðið með öllu því tilheyrandi..... nóg að gera svo sem.
jæja best að fara að kíkja smá á jóladótið, lesa og hugleiða smá kannski fyrir svefninn
Guð gefi ykkur góða nótt
knús Sædís flækjufótur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 23:09
Skólaþing sveitarfélaga
Var á Hilton hóteli í dag á skólaþingi sambandi ísl. sveitarfélaga fyrir leikskólanefnd. Mjög áhugavert þing þar sem farið var t.d yfir breytingarnar sem eiga að fara að verða á lögum um leikskóla og grunnksóla. http://www.althingi.is/altext/135/s/0321.html og http://www.althingi.is/altext/135/s/0319.html Það er margt mjög gott í þessum frumvörpum sem svo sannarlega á eftir að hafa góð áhrif á skóla- og leikskólastarf í landinu. En það er líka mjög mikilvægt að gæta þess að fé fylgi. Það að ríkið sé að færa frekari verkefni og auka kröfur á sveitarfélögin hlýtur að fela í sér breytingar á tekjustofnum. Mikilvægt er að færa til tekjustofna til sveitarfélaganna svo þau geti staðið undir auknum kostnaði.
Þetta var mjög gott þing, farið var yfir komandi kjarsamninga, pallborðsumræður og umræður á borðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 00:33
Stjörnuspá.......


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)