23.11.2007 | 22:25
Flensa
Flensan hefur bankað á dyrnar hér, ég er búin að vera hálf drusluleg þessa viku, byrjaði í foreldraviðtölum á mánudaginn. Ég varð að sitja í úlpu meðan ég var að tala við forelda nemanda minna þar sem ég fann hvernig kuldi, beinverkir og hiti helltist yfir mig
Ég var síðan heima þriðjudag og var greinilega veik því ég gat sofið og sofið, eitthvað sem gerist afar sjaldan hjá mér. Fór að vinna greinilega of snemma því ég var orðin drulluslöpp aftur í dag
fúlt en þetta er bara svona. Gat ekki einu sinni notað sénsinn þar sem ég var heima til að ráðast að þvottafjallinu ógurlega. Þetta er ótrúlegt með þennan þvot, hann virðist bara aukast þrátt fyrir mikinn vilja við að halda honum í skefjum
þetta er eitthvað með mig og þvott og mig og skipulag yfir höfuð..... arrrgggg, þarf að fá svona skipulagssérfræðing hér á heimilið til að leiðbeina mér
Annars má mamma nú eiga það að hún er svo skipulögð og stundum þegar henni blöskrar orðið staðan kemur hún og aðstoðar elskulega dóttur sína
Annars náði ég að horfa á stelpurnar áðan, ekkert smá fyndnar alltaf, eitt atriði var samt ansi skondið en það var þegar ein þeirra kom að borðinu hjá honum Kjartani og var að biðja hann að byrja með einni sem var að vinna með þeim. Þetta minnti mig á okkur vinkonurnar í den, þegar við vorum í barnaskólanum þá vorum við alltaf að þessu, fara til einhverja stráka og spyrja fyrir hvor aðra hvort hann vildi byrja með þessari vinkonunni yndislegt alveg. Bara að þetta væri svona auðvelt í dag
Elín sérðu það ekki fyrir þér að þú farir og spyrjir .... hahahahha
Jæja föstudagskvöld og ég með þvottakvíða og flensu
Guð blessi ykkur og þvottinn minn
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 23:24
10,3 kg.............
Jamm þá eru það nýjustu tölur, mín skellti sér í höfuðborgina áðan og á fund í danska, búin að vanrækja þá fundi svolítið síðustu vikur, kannski lagt meiri áherslu á bootcampið. Ákvað að drífa mig í bæinn og nota ferðina bara í leiðinni til annarra hluta. Noh þá eru farin í heildina 10.3 kíló, sem ég er bara nokkuð sátt við
Þannig að þá var annað hvort að halda upp á það með djúsí hamborgara eða bara að kaupa sér eitthvað sætt
og vissulega valdi ég eitthvað sætt og það var sko úr nógu að velja trúið mér. Fór í Smáralind og keypti nokkrar jólagjafir og smá dúllerí handa mér
Ég meira að segja gerðist svo fræg að koma inn í söluhæstu búð heimsins um tíma, sjálfa Toy R us. Já ég hefði nú ekki haft neitt á móti því að þessi búð hefði verið til þegar ég var barn, missti mig smá í að skoða allt þetta flotta dót þarna inni, náði samt að kaupa bæði afmælisgjöf og jólagjöf handa prinsessunni minni
Bíllinn var nú eitthvað að stríða mér á leiðinni í bæinn og til baka, úff ég bíð bara efitir að það komi "game over" í mælaborðið, ljósasjóvið er orðið to much fyrir mig þannig að ég verð líklega að fara að láta tékka á þessu. Nýlegur bíll og það bara getur ekki verið mikið að 2-3 ára gömlum bil. Stundum held ég að ég sé orginal blonde þegar kemur að bílamálum En heim komst ég og það er nú fyrir mestu ekki satt
En þá er það bæði ofnavandamál og bílavandamál sem bíða mín, hvers á kona að gjalda
Ég meira að segja kíkti í heimsókn til Öddu frænku sem var að setjast að í höfðuborginni með Jóni sínum. Hann var reyndar ekki heima, var eitthvað að projecta eins og það kallast. Flott hús hjá þeim skötuhjúum.
Þá er bara að fara að skríða í háttinn eftir skemmtilegan dag, reyndar einhver smá pest enn að stríða mér en það lagast.
Guð blessi ykkur
Sædís bílasnillingur.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2007 | 22:09
Hættum við Bitruvirkjun strax.....
Það er mikið í húfi verði þessi virkjun að veruleika. Gríðarlega fallegt landsvæði í túnfótinum við Hveragerði bíður þess nú að verða virkjunum að bráð. Þeir sem hafa gengið þarna Reykjadalinn, farið í náttúrulega pottinn sem þarna er vita hversu fallegt þetta svæði er. Ég verð svo sorgmædd að hugsa til þess að taka eigi enn eitt fallega landsvæðið okkar undir virkjun.
Ung vinstri græn á Suðurlandi hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun.
Hættum við Bitruvirkjun
Ung Vinstri græn á Suðurlandi, skora á Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn Reykjavíkur að hætta við áform um Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi.
Þetta svæði er mikil náttúruperla og verðmætt útivistarsvæði. Má um margt líkja því að náttúrufegurð við Landmannalaugar, sem engum heilvita manni dettur í hug að virkja.
Við minnum á að ekki er síst mikilvægt að vernda náttúru í nágrenni þéttbýlis. Það er hluti af lífsgæðum að geta notið ósnortinnar náttúru og gæta þess sem næst okkur er.
Nóg er af jarðvarmaorku sem hægt er að sækja án mikilla náttúrspjalla og nær að snú sér þangað fyrst.
Sjá einnig heimasíðuna: http://www.hengill.nu/
Vörumst vítin við Ingólfsfjall
Ung Vinstri græn á Suðurlandi skora á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfus, að læra af mistökum sínum við afgreiðslu á efnistöku úr Ingólfsfjalli, en festast ekki í forherðingu, eins og óttast má af orðum bæjarstjóra þeirra, Ólafs Áka Ragnarssonar, á forsíðu Fréttablaðsins 9. nóvember: "Svo hefur sveitarfélagið úrslitavald að lokum og getur tekið aðra ákvörðun en Skipulagsstofnun, eins og við gerðum með námuna í Ingólfsfjalli," segir Ólafur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2007 | 11:13
Handlaginn heimilisfaðir óskast.........







Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.11.2007 | 21:18
Skjálftar
Það má segja að það hristist nokkuð undir manni jörðin í kvöld. Ég sat í makindum mínum við eldhúsborðið þegar ég fann smá titring, hélt reyndar að þetta væri bara þvottavélin að hamast en þegar ég sá síðan á netinu í kvöld að þetta hafi verið skjálfti tengdi ég þetta saman.
Annars falla svona minni skjálftar í skuggann af skjálftunum hér um árið 2000. Ég man 17. júni þegar stóri kom þá, þá var ég og minn fyrrverandi að fara í brúðkaup hjá vinafólki. Við vorum að ganga í næsta hús til vina okkar þegar jörðin skyndilega byrjaði öll að ganga til, upp og niður. Ég hélt svei mér að ég væri að fá eitthvað svimakast eða þar af verra. Þangað til að vinur okkar kom hlaupandi út úr húsinu og spurði hvort við hefðum fundið skjáltann? Mér létti stórum þar sem ég vissi að ég væri þá nokkuð heil heilsu Brúðkaupið var ansi titrandi eins og gefur að skilja þar sem nokkuð margir eftirskálftar urðu þennan dag, þessi dagur rennur víst vinum mínum seint úr minni. Þann 21. kom síðan annar svona stór skjálfti, þá var ég komin upp í rúm og ætlaði að fara að sofa þegar allt fór skyndilega að hristast á fullu, ég var í timburhúsi og veggirnir dúuðu til hægri og vinstri, frekar skrýtin tilfinning. Þannig að nú er bara að sjá hvort þessir litlu skjálftar verið að einhverjum stærri og meiri skjálftum
![]() |
Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 00:27
Jólaauglýsingaflóð
Já það er nokkuð ljóst að nú fer að styttast í jólin, byrjað er að setja upp jólaljós hér í bæ, búðargluggar farnir að taka á sig breytta mynd og í verslunum er hið hefðbundna útlit að taka jólalegribúning. Er þetta ekki of snemmt? Kannski ekki ljósin í bænum, þau lýsa upp skammdegið en þessi stressandi auglýsingapakki, bæklingar eru farnir að streyma inn um lúgurnar. Gerviþarfir fólks eru auknar til muna. Þú verður að fá þér þetta, þú kemst ekki af jólanna án þess að hafa þetta, þetta gefur lífinu gildi... og svo framvegis. Hamingja jólanna á ekki að felast í því magni sem þú kaupir fyrir þau. Vissulega er gaman að gleðja aðra og gefa gjafir. En þegar tilgangur jólanna gleymist í þessari kaupmannahátíð þarf fólk að líta í eiginn barm. Hvar er andi jólanna? Vissulega hef ég eins og svo margir verið í þessari stöðu, gleymt mér í hátíð kaupmannsins, haldið að gleði jólanna myndi felast í því hversu mikið væri hægt að kaupa. Það er ekki hægt að kaupa haminguna, ég reyndi það í nokkur ár en þannig virkar það bara ekki. Gefðu þér tíma til að stalda við, hugsa, hugleiða, biðja, gefa af þér, eyða tíma með fólkiu þínu, setjast niður kveikja á kerti, hlusta á ljúfa tónlist. Hugleiða hvers vegna við höldum jól, þakka fyrir þá gjöf sem okkur var gefin á jólunum. Ét ætla að minnsta kosti að einsetja mér það, undanfarin ár hefur öll mín orka farið í að gera svo margt fyrir jólin, skreyta og skreyta að ég hef ekki hugsað nógu mikið um tilganginn og innihald boðskapsins. Nú finn ég aðra köllun, mun mikilvægari og meira gefandi. Eyða tíma með krökkunum við að t.d föndra saman, hlusta saman á jólatónlist og fl.
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Njótum þeirra á réttum forsendum. Jesús var boðberi friðar minnumst þess. Hér er ljóð sem ég fann sem minnir á þetta allt.
Jólafriður
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 20:34
Kraftaverkahelgi
Já ef þetta var ekki ein af merkilegustu helgum sem ég hef upplifað þá veit ég ekki hvað Þetta mót í Kotinu var þvílikt að orð fá því varla lýst. Þarna voru um 300 manns saman komin á námskeið með frábærum predikurum frá Toronto í Kananda. Þær lækningar og þau kraftaverk sem áttu sér stað þarna eru engu lík. Ég get vitnað um það. Hendin á mér er orðin sem ný, auk þess sem annað læknaðist sem búið er að vera að hjá mér í meira ein hálft ár. Þarna er ég bara að tala fyrir mig og þá er allt annað ótalið sem þarna gerðist. N'u er bara að bíða spennt eftir næsta móti.
Þá er bara vinnuvika framundan, foreldraviðtöl á morgun, fundir í nefndum og fl.
jæja best að ganga frá ferðadótinu
knús og blessun
Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 12:53
Spáin í dag.......
Krabbi: Miðað við ruglið í kringum þig undanfarið, ertu óvenju skýr í hausnum. Gáfulegt væri af öðrum að bjóða þér í sitt lið, í boð eða biðja þína
Já það er nú gott að vita að ég sé nú nokkuð skýr í kollinum, enda veitir ekki af Humm rugl í kringum mig.... kannast ekki við neitt rugl þannig ekki nema að það sé smá rugl að ætla sér að komast yfir allt sem ég þarf að komast yfir. En þegar krakkarnir eru hjá pabba sínum þá ætla ég mér yfirleitt hundrað hluti sem oftast komast ekki öll fyrir. Í dag er t.d þetta á dagskrá: vakna, lesa smá í lesefninu góða, spajlla við Guð um daginn, kíkja á fréttir, vekja krakkana, koma þeim í skólann, ég að vinna, foreldraviðtöl, keyra í tómstundir, bootCamp, heimsókn, skutla krökkum, vinnufundur hjá ÍTÁ, svo byrjar mótið í kvöld í Kotinu og heim aftur að sofa
en það skemmtielega við þetta allt að þetta er bara svo skemmtilegt allt sem ég er að gera, hvort sem það er að kúra heima með krökkunum mínum, fara á fundi þá bæði pólitíska eða al-anon fundi, sækja kirkjuna mína og samfélagið þar, vinnan, leikfimin og að rækta vinina
Þannig að ég verð að leiðrétta stjörnuspána í dag og segja þetta er ekkert rugl, ekki nema að sé verið að meina annars konar rugl og ég veit alveg upp á mig sökina þar
en það fer ekki hér á skjáinn.... En ég tek nú alveg undir þetta með að bjóða mér í boð eða eitthvað, það hljómar voða vel
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað, bootcamp á eftir, ekki veitir af eftir frekar mikla sukkdaga. Bæði búið að vera afmæli, saumaklúbbur og bakkelsi í vinnunni svei mér þá ef matardagbókin mín er ekki bara týnd
knus og kram og blessun í dag
Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007 | 11:43
Rólegt og rómantískt.....
Ég er í einhverjum rómó gír í dag, sit út í skóla, sem kannski er ekki beint rómó umhverfi. En það er nú hægt að hafa það notalegt hvar sem er, ekki satt?? Er að færa inn námsmat og fara yfir verkefni og próf. Búin að kveikja á kerti og er ýmist með Ragnheið Gröndal í spilaranum að syngja ást og með þér á milli þess sem ég set GIGG í spilarann og hlusta aftur og aftur á Haleljua, vá hvað það er fallegt lag. Það hlýtur að hafa mjög góð áhrif á námsmatið hjá mér
Það er lika bara svo gott að sitja, vinna og hlusta á fallega tónlist og leyfa jákvæðum áhrifum streyma inn í huga og hjarta ekki satt????
Annars er rosa freistandi á þessum árstíma að fara í bústað eina helgi, taka með góðan mat, góða diska bæði fjöruga og soaking diska og bara hugleiða og slaka á heila helgi, kveikja á fullt af kertum, fara í pottinn, lesa, fara í göngu, sóka og biðja. Sitja úti um kvöldið og horfa á stjörnubjartan himininn, ég tala nú ekki um ef maður færi með einhverjum sem tæki þátt í þessu með manni kemur kannski að því einhvern tímann
Annars er ég ekkert smá spennt fyrir helginni, eins og lítið barn að bíða eftir jólunum. Það er svo magnað mót í Kotinu alla helgina og ég búin að fá pössun að öllu óbreyttu þannig að ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað Hann ætlar að gera þess helgi. Það er rosa mikil þátttaka í þessu móti þannig að þetta verður alveg magnað
víhí ég er svo hyper spennt..... er einhver af ykkur sem þetta lesið að fara? Ef svo er eruð þið ekki spennt
Jæja best að halda áfram að meta krílin mín.
Guð blessi ykkur
knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2007 | 09:37
Frábær dagur...
Já þessi dagur mun verða góður og dagurinn í gær var magnaður. Fór í gönguna með krakkana og vinum mínum og þetta var ótrúlegt alveg, tónleikarnir voru líka frábærir, samkristilegir hópar að koma saman og syngja og fl. Þetta var æðisleg stund í alla staði. Takk fyrir þetta þið sem stóðuð að þessu öllu.
Ég kom heim seint og síðar meir í gær og þá átti ég eftir að undirbúa afmælið fyrir Hörð kallinn minn sem varð 12 ára í gær var samt að farast í skrýtunum verk í vinstri hendinni, gat ekki hreyft hana, eins og það væri klemmd taug eða eitthvað, voða skrýtið eitthvað, bara ekkert smá sárt verð ég að segja, gat varla keyrt bílinn heim þ.e tekið beygjur.... humm allt svona pirrar mig frekar mikið því þetta er ekkert smá mikill sársauki og að ætla að sofa svona í nótt var frekar vont.. úff ég er nú ekki vön að kvarta og kveina hér. Bað fyrir þessu því það var það eina í stöðunni. Náði þá að útbúar einar 4 tertur og þrjá brauðrétti þannig að það verður nú eitthvað á boðstólnum í dag
Matardagbókin verður nú ekki beisin þessa dagana... en það verður tekið á því á morgun.
Núna ætla ég að fara að hafa mig til, þrífa kannski smá og skella mér svo á samkomu.
Megið þið eiga góðan og blessaðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)