9.11.2007 | 00:35
Matardagbók og fleira
Merkilegt hvað það er gott að halda matardagbók, ég hefði fyrir einhverju sinni ekki getað skráð allt svona samviskusamlega en núna sé ég hvað þetta gerir mér gott. Elskan hún Berglind fer svo samviskusamlega yfir hana 2x í viku og strikar óhrædd yfir það sem er bannað að borða. Ég hef komist að einu í sambandi við þetta en það er að ég gæti verið önd Brauð og aftur brauð, það er minn veikleiki þessa dagana, kannist þið við þetta nýbakað gott brauð með góðu viðbiti á eða öðru???? úfff ég á auðveldara með að standast sykur og súkkulaði en brauðið. Ef ég mætti ráða þá væri ég eins og vaggandi önd með fullan maga af brauði, samt voða krúttleg önd á háhæluðum skóm og svona
En þegar maður er í svona híper átaki og er að koma boddíunu í gott lag dugir ekkert hálfkák eins og segir á góðum stað, mataræði, hreyfing og rétt hugsun, hafa Hann með sér er það sem gildir. Og þegar maður ætlar að verða svona mikil skvísa þá er nú vissara að hafa þetta allt í orden
Já þetta er ekki alltaf auðvelt en beuty is pain hhhahaha segi svona
jæja best að fara að sofa
Guð blessi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 21:30
Hjartanlega sammála þeim...
Flott að heyra þessa áskorun hjá hjúkrunarfræðingum. Algjörlega sammála þeim. Ég segi bara eins og ég segi hér neðar á blogginu að áfengi á ekki heima að mínu mati í matvöruverslunum.
eins og kemur fram í ályktuninni:
Áfengisvandinn er vaxandi heilbrigðisvandamál hér á landi og kostnaður samfélagsins vegna hans fer vaxandi. Í gögnum frá Lýðheilsustöð kemur fram að áætlaður heildarkostnaður þjóða af völdum áfengisneyslu sé á bilinu 1-3% af þjóðarframleiðslu. Áfengi hefur neikvæð áhrif á fjölda sjúkdóma, er oft orsakaþáttur í slysum og getur haft veruleg neikvæð samfélagsleg áhrif. Áfengisneysla á meðgöngu hefur skaðleg áhrif á þroska barnsins og síðar á fullorðinsárum. Rannsóknir hafa sýnt að samband er á milli aðgengis að áfengi og neyslu. Aukið aðgengi að áfengi mun án efa leiða til aukinnar áfengisneyslu unglinga og annarra einstaklinga í áhættuhópum
Vonandi sér meirihluti þingmanna þetta í réttu ljósi og greiðir atkvæði gegn þessu frumvarpi.
![]() |
Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2007 | 19:44
Hugur og sál
"Vitið þér ekki að líkami yðar er musteri Heilags anda
sem í yður er og þér hafið frá Guði?..."
1. Korintubréf 6:19
Það er ótrúlegt hvað hugur og sál vinnur saman. Um leið og kollurinn er í þokkalegu standi þá er miklu auðveldara að hugsa um líkamann. Með styrk Hans sem ekkert er um megn ganga hlutirnir miklu betur. BootCampið er alltaf jafn skemmtilegt, við erum að skrifa matardagbók sem Berglind les samviskusamlega yfir reglulega og strikar grimmt í ef henni sýnist svo. www.selfossgospel.is hér eru myndir af gospel bootcamp sem við erum í nokkrar saman.
Brauð og súkkulaði er minn helsti löstur, hvernig á maður að fara að því að minnka brauðát
Ég gæti lifað á brauði einu saman daginn út og inn með smá súkkulaði hér og þar. Samt er búið að segja að súkkulaði sé holt en samt má maður bara borða pínkupons, skrýtið. En það skemmtilega við þetta allt saman, þennan breytta lífsstíl er að nú er ég farin að geta notað fullt af fötum sem ég er ekki búin að geta notað í smá tima og sumt meira að segja orðið of stórt þannig að nu er bara að setja það í poka og gefa í Rauða krossinn. Því ég ætla mér ekki í þessa stærð aftur. Og ég er þess fullviss að geti bara gengið. Maður á að vera bjartsýnn og jákvæður og væntandi er það ekki.
Annars er nú törn framundan í vinnunni, annarskil sem þýðir próf og yfirferð á námsmati og foreldraviðtöl. Það er ótrúelgt hvað tíminn líður hratt. Fyrr en varir verða komin jól og ég ætla EKKI að skreyta svona mikið í ár eins og undanfarin ár.... seríurnar eru allar í einni skemmtilegri flækju í svörtum ruslapoka uppi á lofti, þannig að í ár verða kertaljósajól eins og sönnum umhverfisisnna og VG manneskju sæmir Ekki nema riddarinn á hvíta hestinum komi aðsvífandi og leysi þetta bara fyrir mig. ÉG er líka farin að verða ragari við að hanga uppi á þaki því það er svo hátt sumstaðar...
jæja best að fara að gera eitthvað annað en að bulla hér eitthvað
Guð blessi ykkur
knús Sædís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 11:19
Að hlusta á það sem Hann er að segja og gera....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 21:36
Mögnuð helgi
Já það má sko sannarlega segja að þessi helgi sé búin að vera frábær í alla staði. Fór á skemmtilega samkomu í bænum á föstudaginn sem var í umsjón unga fólksins. Flottur fyrirlestur hjá Tony Fitzgerald. Á laugardaginn var yndisleg stund hjá Jesú konum á Selfossi þar sem við hittumst alltaf fysta laugardag í hverjum mánuði frá kl. 10-12. fór svo að vinna eftir hádegi og svo á stórflotta tónleika um kvöldið með Shelu vinkonu
í morgun var svo virkilega góður fundur í al-anon og var 11. sporið til umræðu, það er svo fráæbært viðhaldsspor, tekur á þvi hvernig maður stundar prógrammið áfram og viðheldur sambandi sínu við æðri mátt. Síðan var samkoma þar sem ég tók skírn
ótrúlega magnað og ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því. www.selfossgospel.is Alfahópurinn kom síðan upp, söng og vitnaði frá sl. helgi
Fór síðan í bæinn seinni partinn þar sem ég fór með krakkana í búðir og haldið þið að það sé ekki bara búið að skreyta Kringluna og allt orðið fullt af jóladóti í búðum.... svoldið snemmt finnst mér ég keypti samt jólakort, ætla ekki að föndra þau í ár
baka kannski bara í staðinn fyrir jólin
. Fórum svo á samkomu og svo á KFC þar sem ég hélt upp á daginn með uppáháldinu mínu kjúklingaborgara og meðlæti
veit ekki alveg hvað Berglind segir við því í matardagbókinni minni
en ÉG ÁTTI það svo sannarlega skilið í dag
Næturvaktin var frábær í kvöld, Jón Gnarr fór á kostum eins og alltaf. ÉG lá í kasti með krökkunum yfir þessum þætti, þvílík týpa sem hannleikur svo og Pétur Jóhann
SVo bara vinnuvika framundan og afmæli hjá Herði mínum næstu helgi 12 ára gamall kallinn, þannig að það verður pizzupartý á föstudaginn fyrir vinina hans.
Jæja Guð blessi ykkur
knús Sædís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2007 | 00:08
Hugrenningar
Kannski verðum við að hitta
ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið,
svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem
hentar okkur.Kannski opnast dyr
hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum,en oft störum við svo lengi á
lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.
Kannski er bestu vinurinn sá
sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í
burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.
Kannski er
satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það
er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst
það.
Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi
elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til
ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin
hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.
Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta
einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða
ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.
Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess
að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur
blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær
hjarta þitt til að brosa.
Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum
þig voru brosandi. Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í
kringum þig grátandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 09:41
Ótrúlegt rugl
Ég á nú varla til orð yfir þessari frétt. Hver ákveður það hvort að einstaklingur sem átt hefur við áfengisvanda að stríða komi til með að kosta tryggingarfélögin meira en aðrir? eða fá yfir höfuð ekki að tryggja sig? Hvers vegna að leita í fortíðina þegar fólk hefur snúið við blaðinu. Langflestir sem ég þekki og hafa farið í áfengismeðferð lifa mjög heilsusamlegu lifi bæði hvað varðar líkamlega og andlega uppbyggingu. Þannig að margir sem ekki hafa þurft að leita sér lækningar mættu taka margt í þeirra daglega fari til fyrirmyndar.
Og hvað verður svo næst, reyna þau ekki að komast í skýrslur hjá ísl.erfðfargreiningu og finna tengsl á milli alkahólista og aðstandenda og þar með hækka þeirra tryggingar, reyna að finna fleiri sjúkdóma s.s þunglyndi og fl. til ða geta hækkað enn meira iðgjöld sem flestra. Þetta er ótrúlegt í einu orði sagt.
![]() |
Óvirkir alkar fá ekki tryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2007 | 19:41
Jól í skógkassa
Ég sá þetta á síðu hjá Guðrúnu Sæmundsdóttur og ákvað að setja það hér lika til áminningar
30.10.2007 | 16:26
Jól í skókassa, kærleikur í verki
Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM
Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM&K undanfarin ár. Það er góð tilfinning að gefa þeim sem ekkert eiga jólagjöf. Hér má lesa meira um þetta verkefni http://www.kfum.is/nyr/template2.asp?id=408&nID=1173
Eins og fyrri ár verður jólagjöfunum komið til munaðarleysingjahæla í Úkraínu
Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur hingað til lands í heimsókn og meðal annars kynnt sér starf KFUM og KFUK hér á landi.
Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 - 17:00. Síðasti móttökudagur verkefnisins verður laugardaginn 3. nóvember klukkan 11:00 - 16:00. Þann dag fer fram sérstök kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir þá sem eru staddir utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að allir skókassar þurfa að hafa borist til Reykjavíkur fyrir 3. nóvember. Allar upplýsingar um hvert megi skila kössunum má finna á heimasíðunni www.skokassar.net eða í síma 588 8899.
Hvernig á að ganga frá skókassanum? 1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð. 2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Á baksíðu þessa bæklings finnið þið tilbúinn merkimiða fyrir annað hvort strák eða stelpu. Klippið miðann út, merkið á hann aldursflokk viðtakanda og límið ofan á skókassann. 3. Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu. 4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann. Gjafir í skókassana Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum af eftirtöldum flokkum: Leikföng. Sem dæmi má nefna litla bíla, bolta, dúkku, bangsa og jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum. Skóladót. Sem dæmi má nefna penna, blýanta, yddara, liti, litabækur, skrifbækur og vasareikni. Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka, hárskraut o.fl. Sælgæti. Sem dæmi má nefna sleikjó, brjóstsykur, pez og karamellur. Föt. Sem dæmi má nefna húfu, vettlinga, sokka, boli og peysu.
Hvað má ekki fara í skókassana? Mikið notaðir eða illa farnir hlutir Matvara Tyggjó Stríðsdót, s.s. leikfangabyssur, leikfangahermenn og hnífar. Vökvar, s.s. sjampó, krem, sápukúlur o.fl. Lyf, s.s vítamín, hálsbrjóstsykur, smyrsl o.fl. Brothættir hlutir, s.s. speglar, postulínsdúkkur o.fl. Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.Athugið! Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 12:06
Hugrenningar
,,Það er ekki auðvelt að finna hamingjuna innra með sér og ógerningur að finna hana annars staðar."
jæja snjórinn er farinn, úff sem betur fer. Ég er ekki þessi snjótýpa. Reyndar er voða kósý að hafa kertaljós og huggelghed á köldum vetrarkvöldum þegar snjórinn fellur úti og frostið er í hámarki. En að koma út á morgnana og þurfa að byrja á að skafa rúðurnar og jafnvel moka frá, er ekki beint kósý í mínum huga. Ég sé heldur ekkert rómó við að skauta um götur bæjarins og spóla sig áfram. Ég er þeim eiginleikum gætt að bílar láta ekkert alltof vel af stjórn hjá mér og ég lendi ítrekað í því að keyra í skafl eða jafnvel að spóla á jafnsléttu ef svo ber við. Ég reyndar gerði í því í fyrra vetur í þeirri von að riddarinn á hvíta hestinum kæmi aðvífandi og bjargaði mér og við myndum lifa happylí ever after
en allt kom fyrir ekki. Ég held að ég sé meiri svona sólarmanneskja
elska að vera í sól og sumaryl, thats more me.
Börn geta verið svo frábær eins og flestir vita. Mín búin að vera voða stolt af þeim árangri sem ég er að ná í þeim danska og bootcampinu, spyr þá ekki minn sonur mig að því í gær: Mamma ertu eitthvað búin að grennast? " humm ég spurði á móti mjög stolt: já sérðu það
. Humm nei svarar minn maður, þú ert bara alltaf eins.... ohh á ég að taka því á þann veg að hann sem strákur er ekkert að spá í því hvort mamma hans sé grennri í dag en fyrir mánuði eða finnst honum mamma sín bara alltaf svo frábær að honum er alveg sama þótt hún sé í mýkra lagi
já þetta er svona en það er þessi hreinskilni hjá þeim sem er alltaf svo frábær, þau eru ekki með meðvirkni, segja sína skoðun á hlutunum. Það er nefnilega svo mikilvægt að geta sagt sem manni finnst.
En hógværð er best ekki satt eins og segir í Mat 5:5 : Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Megið þið eiga góðan dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2007 | 14:14
Í dag
Það er ótrúlegt hvað dagurinn í dag er mikilvægur. Þetta er dagurinn sem við eigum. Guð hefur gefið okkur hann. Dagurinn í gær er liðinn og morgundagurinn óskrifað blað. Notum því daginn í dag eins vel og við getum. Hér læt ég fylgja með heilræði dagsins. sá þetta í blaði sem ég var að skoða. Alveg yndislegt.
Í dag
Í dag ætla ég að stíga yfir óhreina tauið, taka þig í fangið og fara með þig út að leika.
Í dag ætla ég að skilja diskana eftir i´vaskinum og láta þig kenna mér að setja saman nýja púslið
Í dag ætla ég að taka símann úr sambandi og hafa slökkt á tölvunni og sitja með þér úti í garði og blása sápukúlur
Í dag ætla ég ekki að skammast neitt þótt þú suðir um að fá ís, heldur ætla ég að kaupa hann handa þér
Í dag ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þvi hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór eða efast um ákvarðirnar sem ég hef tekið varðandi þig.
Í dag ætla ég að leyfa þér að baka smákökur sem mega vera allavega í laginu.
Í dag ætla ég að bjóða þér á skyndibitastað og kaupa barnabox handa okkur báðum svo þú getir fengið bæði leikföngin.
Í dag ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá því þegar þú fæddist og hversu mikið ég elska þig.
Í dag ætla ég að leyfa þér að sulla í baðinu og ekki vera reið yfir bleytunni.
Í dag ætla ég að leyfa þér að vaka lengur og sitja úti á svölum og telja stjörnurnar.
Í dag ætla ég að kúra hjá þér og lesa bók þó að ég missi af uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum.
Í dag þegar ég renni fingrunum í gegnum hárið á þér, þegar þú ferð að sofa, þá ætla ég að þakka Guði fyrir þessa stórkostlegustu gjöf sem nokkur getur hlotið.
Í dag mun ég hugsa til allra þeirra foreldra sem standa yfir gröfum barna sinna, en ekki yfir rúmum þeirra, og allra þeirra foreldra sem eru á sjúkrastofnunum og horfa á börnin sín kveljast og þjóst í hljóði vegna þess að þau geta ekkert gert, og biðja fyrir þeim.
Og þegar ég kyssi þig góða nótt mun ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þig, bið hann ekki um neitt nema enn dag í viðbót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)