Hættum við Bitruvirkjun strax.....

minibild_19Það er mikið í húfi verði þessi virkjun að veruleika.  Gríðarlega fallegt landsvæði í túnfótinum við Hveragerði bíður þess nú að verða virkjunum að bráð.  Þeir sem hafa gengið þarna Reykjadalinn, farið í náttúrulega pottinn sem þarna er vita hversu fallegt þetta svæði er.  Ég verð svo sorgmædd að hugsa til þess að taka eigi enn eitt fallega landsvæðið okkar undir virkjun.

Ung vinstri græn á Suðurlandi hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun. 

Hættum við Bitruvirkjun

Ung Vinstri græn á Suðurlandi, skora á Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn Reykjavíkur að hætta við áform um Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi.

Þetta svæði er mikil náttúruperla og verðmætt útivistarsvæði. Má um margt líkja því að náttúrufegurð við Landmannalaugar, sem engum heilvita manni dettur í hug að virkja.

Við minnum á að ekki er síst mikilvægt að vernda náttúru í nágrenni þéttbýlis. Það er hluti af lífsgæðum að geta notið ósnortinnar náttúru og gæta þess sem næst okkur er.

Nóg er af jarðvarmaorku sem hægt er að sækja án mikilla náttúrspjalla og nær að snú sér þangað fyrst.

Sjá einnig heimasíðuna: http://www.hengill.nu/

Vörumst vítin við Ingólfsfjall

Ung Vinstri græn á Suðurlandi skora á bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfus, að læra af mistökum sínum við afgreiðslu á efnistöku úr Ingólfsfjalli, en festast ekki í forherðingu, eins og óttast má af orðum bæjarstjóra þeirra, Ólafs Áka Ragnarssonar, á forsíðu Fréttablaðsins 9. nóvember: "Svo hefur sveitarfélagið úrslitavald að lokum og getur tekið aðra ákvörðun en Skipulagsstofnun, eins og við gerðum með námuna í Ingólfsfjalli," segir Ólafur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skildu þeir hlusta á góðar ráðleggingar?? TAKK fyrir síðast.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert svo mikil báráttukona ... Gott að eiga slíka frænku.

Linda Lea Bogadóttir, 22.11.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk sömuleiðis fyrir síðast Ásdís mín, vonandi er heilsan að koma.

Takk Linda mín, já það verður að láta heyra í sér  þegar slíkar náttúruperlur eru í húfi

Sædís Ósk Harðardóttir, 22.11.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband